Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 11
símæUiA IakcU Gunnar Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi og for- maður landsmótsnefndar, segist hlakka mikið til Landsmótsins í Kópavogi. Hann segir undirbúning hafa gengið vel enda hafi frábærir starfsmenn komið að verkinu og að það hafi skipt mikiu máli í öllu þessu ferli. „Við hófumst strax handa þegar ákveðið var að halda þetta stóra mót í bænum okkar. Nefnd var sett á laggirnar og vinnan hófst af fullum krafti. Landsmótsnefnd er búin að halda rösklega 30 fundi og það segir sitt um umfangið og framkvæmdina. Það sem hefur skipt sköpum í þessu ferli öllu er gott starfsfólk, hvert á sínu sviði. Ég verð að viðurkenna að þetta er meiri framkvæmd en ég gerði mér grein fyrir í upphafi en við getum sagt að þetta hafi undið upp á sig. Við ætlum að gera þetta að stórkostlegri fjöl- skylduhátíð sem fólk á eftir að minnast lengi. Það verður enginn svikinn af að koma á Landsmót. Allir eiga eftir að finna eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin ansi fjölbreytt. Við ákváðum að flétta menningarhátíðina inn í dagskrá Lands- mótsins og ég er viss um að það á eftir að koma vel út. Við viljum með þessu nýta þau húsakynni sem eru nú þegartil staðar. Það verður allt klárt þegar flautað verður til leiks. Við ráðum ekki veðr- inu en við bókum bara gott veður þá daga sem mótið stendur yfir," sagði Gunnar Birgisson. Gunnar sagði það hafa legið fyrir að fara í framkvæmdir við byggingu á nýrri stúku, bílastæðum og aðra viðhaldsvinnu en Landsmótið hefði flýtt þeim framkvæmdum. Hann sagði aðstöð- una frábæra og sem dæmi um skemmtilegt atriði nefndi hann pönnukökubakstur sem færi fram í Smáralindinni. „Aðstaðan er fyrir hendi hvert sem litið er," sagði Gunnar. - Hefurþú sjálfur keppt einhvern tíma á Landsmóti? „Ég tók nokkrum sinnum þátt í undankeppni fyrir Landsmótin í skák undir merkjum HSK. Ég komst aldrei lengra og keppti því aldrei á Landsmóti. Maður var lika alltaf í sumarvinnu á þessum tíma og hafði því kannski aldrei tíma til að fara. Maður lét auð- vitað vinnuna ganga fyrir. Ég er að miklu leyti uppalinn í sveit og þekki því ágætlega ungmennafélagsandann. Það voru alltaf mót á 17. júní, svokölluð Þjórsármót, en þar kepptu sveitirnar inn- byrðis. Þetta var bráðskemmtilegt og situr í minningunni," segir Gunnar. - Hvaða augum líturþú Landsmótin? „Landsmótin sameina æsku þessa lands á einum stað. Þau efla samheldnina og hafa mikið forvarnagildi fyrir æskuna og ég met það mikils." Gunnar segist hlakka mikið til mótsins og að það verði aldrei að vita nema heimsmet verði slegið. „Við fáum hingað til lands á mótið heimsþekkta kringlukast- ara og Þórey Edda mætir með stangarstökkvara í fremstu röð. Það er aldrei að vita nema að stórir hlutir eigi eftir að gerast á mótinu. Það er síðan vonandi að okkur takist að hefna ófaranna gegn Svíum á dögunum og leggja þá að velli í nördalandsleiknum." - Efvel tekst til, gæti Landsmótið orðið Kópavogsbæ til fram- dráttar f framtíðinni? „Ekki nokkur spurning. Landsmótin eru hvatning til unga fólksins til að stunda íþróttir og lifa heilbrigðu lífi. Landsmótin eru auðvitað vettvangur fyrir unga sem eldri og það verður stór hópur eldri borgara sem ætlar að spreyta sig. Það gerir mótið enn áhugaverðara og skemmtilegra. Það er hugur í okkur og við hlökkum mikið til að taka á móti fólki," sagði Gunnar Birgisson, bæjarstjóri (Kópavogi, í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.