Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 21

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 21
10.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ í nágrenni Hornafjarðar: Hestaferðir Árnanes - hestaferðir Boðið er upp á iengri og styttri ferðir eftir óskum hvers og eins. Hestarnir eru við allra hæfi. Hlífðarfatnaður ertil staðar og áhersla er lögð á örugga og trausta þjónustu. Allir byrjendurfá kennslu í grunnatriðum reiðmennsku. Hestaleiga á Brunnhól Anne og Sæmundur, sími 861-1029. Vinsamlega hringið með smáfyrirvara. Venjulega er farið í ferðir ki. 9:30, um kl. 16:00 og 20:00. Jökulsárlón Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er sérstætt náttúruundur þar sem gríðar- stórir ísjakar fljóta um á jökullóninu. Sjór streymir inn í lónið og er það því blanda af sjó og ferskvatni. Þar af leiðandi gengur æti inn í lónið sem selir og æðarfuglar sækja í og setur dýralífið skemmtilegan svip á lónið. Á Jökulsárlóni er boðið upp á 30-40 mín. siglingu á hjólabátum. Leið- sögumaður er með í för sem fræðir farþega um það sem fyrir augu ber. Lítill veitingaskáli stendur við lónið þar sem hægt er að fá sér kaffi og með því, auk vinsællar sjávarréttasúpu. Þar fást minjagripir fyrir ferðamenn. Fyrir utan skálann er góður sólpallur þar sem Ijúft er að slappa af og njóta náttúrunnar. Jökulsárlón er við þjóðveg 1, um 60 km austan við Skaftafell og um 80 km vestan við Höfn. Þjónusta er veitt frá 15. maí til 15. sept. Veiðiskapur Veiðifélagið Laxanes ehf. býður upp á laxveiði í Laxá í Nesjum en félagið hefur ræktað ána upp með góðum árangri. Samkvæmt Viðskiptablaðinu er hún nú þegar orðin 27. besta laxveiðiá landsins. (Laxá eru skráðir 24 veiðistaðir sem allir eru vel merktir, en veiðisvæðið er um 6 km langt frá gljúfri niðurað Áramótahyl. Áin er tveggja stanga og veiðitíminn er frá kl. 7:00 til 13:00 og frá kl. 16:00 til 22:00. (Eftir 8. ágúst frá 15:00 til 21:00.) Leyfilegt er að veiða á maðk og flugu fram til 26. júlí en eftir það er einungis hægt að veiða áflugu til 29. ágúst. Veiðileyfi má nálgast í Stórulág sem er býli rétt við Þveitina. Ekið er frá þjóðvegi nr. 1 inn afleggjarann að Hótel Vatnajökli og þar kemur í Ijós skilti sem vísar heim að bænum. Hægt er að fá upplýsingar um veiði í öðrum veiðiám í sveitarfélaginu hjá Upplýsingamiðstöðinni. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður árið 1967 og var þjóðgarðslandið þá um 500 km2. Hann hefur verið stækkaður tvisvar eftir það og nær hann nú frá Lakagígum í vestri að Lónsöræfum í austri og er 4.807 km2. Skafta- fellsþjóðgarður er safn þess stærsta og mesta í landslagi og jarðfræði sem fyrirfinnst á (slandi. Öræfajökull er hæsta fjall landsins og stærsta eldfjallið. Hann er eina virka eldstöðin utan gosbeltanna og hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins. Þar eiga Skeiðar- árhlaup upptök sín. Öræfajökull og Grímsvötn eru megineldstöðvar en auk þeirra eru Bárðarbunga og Þórðarhyrna einnig innan þjóðgarðsins. Yfir 25 skriðjöklar eru helsta landslagseinkenni Skaftafellsþjóðgarðs. Laka- gígar, gigaröð á sprungurein sunnan Skaftár og Síðujökuls, eru sýnilegur hluti rekbeltisins. Skaftáreldahraun, stærsta hraun á sögulegum tíma, rann úr Lakagígum fyrir rúmlega 200 árum. Veðurfar er milt í Skaftafelli og gróður-sæld mikil enda skjólsælt. Margargönguleiðireru í Skaftafelli, flestar merktar. Göngustígurinn að Skaftafellsjökli er malbikaður og þvi aðgengilegur fötluðum jafnt sem öðrum. Rúmgott tjaldsvæði er í þjóð- garðinum. Snyrtingar eru með sturtum (sjálfsalar). I þjónustumiðstöðinni er lítil ferðamannaverslun með matvöru og minjagripum. Fyrir utan eru símaklefi, póstkassi og gosdrykkjasjálfsali. Gestastofa, Skaftafellsstofa, var opnuð 1999 og þar hefur verið komið upp sýningu um menningu, sögu og náttúru svæðisins. Þar er lýst sambúð mannsins við óblíð náttúruöfl auk fróðleiks um eldfjöll og jökla og hlutverk þeirra í myndun og mótun landsins. Upplagt er að hefja dvöl sína í þjóðgarðinum með því að koma við í Skaftafellsstofu og fá upplýsingar um áhugaverða staði í landshlut- anum. Rétt er að benda leiðsögumönnum á að umferð farartækja upp brekkurnar í Skaftafelli er takmörkuð á tímabilinu 1. júní til 1. september. Leiðsögumenn eru beðnir að fá leyfi hjá starfsfólki Skaftafellsstofu til að aka upp að bílastæðinu við Magnúsarfoss. Skaftafellsþjóðgarður er opinn gestum allt árið um kring. Þjónusta í Skaftafellsstofu og á tjaldsvæðinu er veitt frá 2. maí til 30. september, en utan þess tíma eftir samkomulagi við þjóðgarðsvörð. Skaftafellsþjóð- garður er ein af perlum þessa lands og heimsókn þangað ætti sannarlega að vera á dagskrá allra þeirra sem í ríki Vatnajökuls koma. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.