Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.05.2007, Qupperneq 23
í nágrenni Hornafjarðar: 1D.UNGLINGA LANDBMÚT UMFl handlaug auk þess sem er svefnpokapláss í sal fyrir 40 manns. Á hótelinu er veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil í hádeginu og vinsælt sjávarréttahlaðborð á kvöldin. Veitingastaðurinn tekur 70 manns en einnig erfundarherbergi á hótelinu. Hótel Höfn Hótel Höfn er þriggja stjörnu hótel með 68 vel búnum herbergjum en gistiaðstaða er fyrir 68 manns. Öll herbergin eru búin helstu nútíma- þægindum, svo sem sjónvarpi, útvarpi, síma, tölvutengingu og sérbaði. Hótelið er vel staðsett í miðju bæjarins og þaðan er glæsilegt útsýni til allra átta. Góður veitinga- og fundasalur með bar er á efri hæð hótelsins og rúmar hann 140 manns. Á neðri hæðinni er veitingastaðurinn Ósinn sem rúmar 60 manns. Þar er boðið upp á heimilismat, pizzur og aðra létta rétti. Hótel Skaftafell Hótel Skaftafell er í Freysnesi í Öræfasveit. Það er við hringveginn, um fjóra km frá þjóðgarðinum í Skaftafelli og er því vel staðsett fyrir ferðamenn. f Öræfum er stórbrotin náttúra og stendur hótelið við rætur Svínafellsjökuls. Hótel Skaftafell er með 63 herbergi með baði. Fallegur veitingastaður með bar er á hótelinu. Á efri hæð hótelsins er góður funda- og ráðstefnusalur auk koníaksstofu. Skammt frá er bensínsala og tjaldstæði. Humarhöfnin Nafnið HUMAR HÖFNIN er lýsandi bæði fyrir það að aðaláhersla á matseðli verður á humri svo og staðsetningu veitingastaðarins sem er á Hafnar- braut 4, við höfnina á Höfn. Sjálft húsnæðið var áður í eigu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og hýsti skrifstofurfélagsins þartil nýlega. HUMAR HÖFNIN býður bæði einstaklingum og hópum þjónustu. Hægt er að panta minni herbergi, s.s. stjórnarherbergið, fundastofuna eða kaupfélag- stjóraskrifstofuna fyrir smærri hópa á efri hæð en salur á neðri hæð tekur u.þ.b. 60 manns í sæti. Kaffi Hornið Veitingastaðurinn er í fallegu bjálkahúsi við aðalgötuna á Hornafirði. Þar er boðið upp á fjölbreyttan og girnilegan matseðil allt árið um kring. Þar finnur þú meðal annars súpur, samlokur, pasta, fiskrétti og kjötrétti. Ósinn Á neðri hæð Hótels Hafnar er Veitingastaðurinn Ósinn en þar er hægt að kaupa fjölbreyttan skyndibitamat svo sem samlokur, pizzur, rétti dagsins og hinn heimsfræga Ósborgara. Smyrlabjörg í Suðursveit Á Smyrlabjörgum er boðið upp á gistingu í 48 herbergjum sem öll eru með baði. í veitingasal er boðið upp á hlaðborð öll kvöld frá l.júní til 31. ágúst en hádegismatur er eftir matseðli. Aðra daga er boðið upp á kvöld- verð eftir pöntunum. Boðið er upp á góða fundaaðstöðu og einnig er tekið á móti hópum í stærri gleðskap svo sem árshátíðir og þorrablót. Smyrla- björg eru vel í sveit sett fyrir þá sem vilja njóta afþreyingar á Vatnajökli og eru í boði ferðir þaðan upp á Vatnajökul öll kvöld yfir sumartímann. Panta verður fyrirfram. I nágrenninu eru góðar merktar gönguleiðir. Á bænum er einnig stundaður sauðfjárbúskapur sem gaman er að fylgjast með á vorin. Víkin Á Víkinni er hægt að kaupa eftir matseðli og ætti enginn að sleppa því að kaupa humarsúpuna sem er algert góðgæti. Koma menn langar leiðir að til að njóta hennar. Veitingastaðurinn bíður einnig upp á vínveitingar. Um helgar eru ýmist dansleikir eða diskótek. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags (slands 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.