Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 38

Skinfaxi - 01.05.2007, Síða 38
Fréttir úr IweyjwjjUAwU: Frá vinstri: Þórir Haraidsson, formaður Ungmennafélags Seifoss, ásamthinum nýju heiðursfélögum Tómasi Jónssyni, Kristjáni S. Jónssyni og Hafsteini Þorvaldssyni. Þrír nýir heiðursfélagar Umf. Selfoss Á aðalfundi Ungmennafélags Selfoss, sem haldinn var 3. maí síðastliðinn, voru kjörnir þrír nýir heiðursfélagar, Hafsteinn Þor- valdsson, Kristján S. Jónsson og Tómas Jónsson. Allir hafa þeir mikið komið við sögu Ungmennafélags Selfoss, hver með sínum hætti. Hafsteinn átti stóran þátt í endurreisn félagsins árið 1962 og var formaður þess það ár. Hann og fjölskylda hans tóku virkan þátt í störfum félagsins um árabil. Þá var Hafsteinn formaður UMFÍ í átta ár. Kristján var formaður 1965-1969 og átti m.a. mikinn þátt í uppgangi knattspyrn- unnará Selfossi á þeim árum. Hann hefur verið ötull stuðningsmaður knattspyrnu- deildarinnar árum saman. Þá var Kristján formaður HSK í nokkur ár. Tómas var gjaldkeri félagsins um tíma og hefur í gegnum árin lagt félaginu lið með margvíslegum hætti. Hann keppti fyrir Umf. Selfoss árum saman.Tómas afrekaði það á síðasta ári að taka þátt í HSK-móti í sundi, kominn á eftirlaun. Auk hinna þriggja nýju heiðursfélaga hafa átta aðrir verið kjörnir heiðursfélagar félagsins. Af þeim eru núlifandi Kolbeinn I. Kristinsson og Hörður S. Óskarsson. twf Ungmennafélagiö Þór X opnaði nýja heimasíðu áksh Aðalfundur Ungmennafélagsins Þórs í Þor- lákshöfn var haldinn 25. mars sl. Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, flutti erindi á fund- inum og kom víða við í máli sínu. Hann ræddi meðal annars um væntanlegt Ungl- ingalandsmót sem haldið verður í Þorláks- höfn sumarið 2008. Einnig ræddi hann um Landsmótið á Selfossi 2012 og Unglinga- landsmótið sem verður haldið á Höfn í Hornafirði í sumar. Ragnar Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og varafor- maður HSK, sagði frá uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í Þorlákshöfn og einnig frá væntanlegum unglingamótum. Á fundinum opnaði Gísli Páll Pálsson nýja heimasíðu Umf. Þórs sem Valur Rafn Halldórsson hefur hannað. Slóðin er http://thor.olfus.is Halldór Sigurðsson, formaður Þórs, veitti körfuboltadeild og frjálsíþróttadeild viðurkenningar fyrir öflugt starf á síðasta starfsári. Stjórn Umf. Þórs var endurkjörin en í stjórninni eru Halldór Sigurðsson, formaður, Edda Ríkharðsdóttir, gjaldkeri, og Sigurður Örn Jakobsson, ritari. Jón Páll Hreinsson kosinn formaður HSV Ársþing Héraðssambcmds Vestfirðinga, hið sjöunda í röðinni, var haldið laug- ardaginn 79. maí á Hótel ísafirði. Á þinginu voru afhentfimm silfurmerki HSV fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar og fengu þau þeir Baldur Ingi Jónasson, KFÍ, Halldór Sveinbjörnsson, Sæfara, Finnur Magnússon, stjórnarmaður HSV, Jens Magnússon, Skot- íþróttafélagi (safjarðarbæjar, og Ari Hólmsteins- son, Skotíþróttafélagi Isafjarðarbæjar. Ingi Þór Ágústsson, formaður HSV, gaf ekki kost á sér áfram og var því Jón Páll Hreinsson kosinn formaður með lófataki. Aðrir í stjórn HSV eru Guðni Ó. Guðnason, Maron Pétursson, Sigrún Sigvaldadóttir og Jóhann B. Gunnarsson. (varastjórn voru kosin Gylfi Þór Gíslason, Óðinn Gestsson og Erla Jónsdóttir. Meðal mála, sem tekin voru fyrir, var greiðsla styrkja til aðildarfélaga miðuð við iðkendur í stað félagsmenn og heimild til að vinna að stefnumótun og úthlutunarreglum fyrir styrktar- og afreksmannasjóð sambandsins. Þingið veitti stjórn HSV líka heimild til að vinna að forgangs- röðun íþróttamannvirkja á aðildarsvæði sam- bandsins. Þessi forgangsröðun skal samþykkt á formannafundi þegar hún liggur fýrir. 38 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.