Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2007, Side 43

Skinfaxi - 01.05.2007, Side 43
Préttir'jrá, vtarfi UMPÍ: 9 wíArlca,ffrrð Lagt var af stað til Manchester á öðrum degi páska með vinnings- hafa í getraunaleik UMFÍ og íslenskra getrauna en fimm aðilar höfðu náð markmiðum sínum. Umsjónarmenn getraunastarfs í viðkomandi félögum fóru einnig í þessa ferð. Fyrst var farið á leik Manchester United - Roma á Old Trafford. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var ótrúlegur og stemm- ingin mögnuð. Það eina sem skyggði á leikinn voru óeirðir fyrir utan leikvanginn fyrir leik en við gengum þeint í gegnum mestu lætin, greinilega öllu vön. Eins og allir ættu að vita þá endaði leikurinn 7 - 1 fyrir Manchester United. Seinni leikurinn var leikur Liverpool - PSV Eindhoven á Anfield. Sá leikur var ekki eins góður eins og við mátti búast enda Liverpool með gott veganesti úr fyrri viðureign og nánast forms- atriði að klára leikinn. Lið PSV mætti til leiks svo til andlaust og virtist svo að menn væru að forðast að lenda í meiðslum. Eins og allir ættu að vita þá endaði leikurinn 1 - 0 fyrir Liverpool. Stemmingin og umgjörðin var hreint ótrúleg og með ólíkindum að hlusta á 44 þúsund manna kór syngja „We never walk alone" fyrir leik. Þetta var ógleymanleg ferð í alla staði með frábærum hópi! Fyrir hönd Getraunanefndar UMFI' og Getrauna Einar Haraldsson, UMFÍ Vannýttir mögu- leikar hjá íþrótta- félögum Hér segir frá samstarfi Ungmennaféiags íslands og íslenskra getrauna um eflingu á getraunastarfi innan ungmennafélaganna á nýliðnum vetri. Settur var af stað leikur sem stóð yfir í 10 vikur, frá 13. janúar til 17. mars. Sextán félög skráðu sig til leiks og fengu úthlutað ákveðnu sölumarkmiði. Veglegir vinningar voru í boði: 1. sæti, eitt hundrað þúsund krónur og ferð á leik fyrir einn. 2. sæti, sextíu þúsund krónur og ferð á leikfyrir einn. 3. sæti, fjörutíu þúsund krónur og ferð á leik fyrir einn. 4. sæti, ferð á leik fyrir einn. 5. sæti, ferð á leik fyrir einn. 6. sæti, ferð á leik fyrir einn. Vinningshafar voru: 1. sæti Afturelding með 264 % umfram sölumarkmið. 2. sæti Höttur með 54% umfram sölumarkmið. 3. sæti Kjölur með 35 % umfram sölumarkmið. 4. sæti HSV með 22 % umfram sölumarkmið. 5. sæti Fjölnir með 6 % umfram sölumarkmið. Sjötti vinningur féll niður þar sem fleiri félög náðu ekki markmiðum sínum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.