Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1939, Síða 9
Sjómannsæfi
VI. Hrakningur á Ólafi.
Vorið 18 .. réðist ég á þilskipið Ólaf, eign
Ásgeirs-verzlunarinnar hér. Skipstjóri var
Bjargmundur Sigurðsson (síðar í Hafnarfirði).
Þann 7. maí ruddi upp norðan stórviðrisgarði.
Vorum við þá við fisk djúpt á Hornbanka, á-
samt fjölda annarra skipa. Skipstjóri fór af
vakt kl. 12 á miðnætti og segir áður stýrimanni,
að ef veður versni, skuli hann draga upp sem
fyrst, því að vonzkuveður sé í aðsigi. Við vor-
um alls 9 á skipinu, 4 á hvorri vakt, og var ég
á stýrimannsvaktinni. Stýrimaður fór niður í
hásetaklefann aftur og einnig hinir tveir skip-
verjar, því að fiskfátt var. Ég stóð einn á þilj-
um, og fékk sæmilegan fiskreiting. Logn var
fram eftir nóttunni með drífukafaldi, og aukn-
um sjóþunga. Rétt fyrir vaktaskiptin, sem
voru kl. 4, fór ég að vekja félaga mína. Voru
þá mörg skipin tekin að sigla til lands. Vakn-
aði þá skipstjórinn, og vakti alla skipshöfnina.
Var þá tekið að rifa og sigla til lands. Þegar
við höfðum siglt nokkra stund, tók óðum að
hvessa; fengum við brátt brot á skipið að aft-
an. Voru hekk-bjálkar aftur af skipinu fyrir
skipsbátinn. Braut brotið hekk-bjálkana og dró
þá með sér sem dræsu um stund. Þóttist ég sjá,
fyrir, að það gæti riðið á lífi okkar að losna
við dræsuna, og hjó hana því frá eftir skipun
skipstjóra. Mistum við þar skipsbátinn í fyrsta
áfalli.
Við höfðum ætlað okkur að ná Hornhöfn, en
það var ófært, vegna sjóa og veðurs. Lögðum
við því frá og héldum áfram að sigla. Vorum
við fjórir einir á þiljum: skipstjórinn Bjarg-
mundur Sigurðsson, Bjami Sigurðsson (sögu-
maðurinn)’, Jens Jónsson (frá Fjallaskaga í
Dýrafirði), nú í Bolungavík, og Magnús Hanni-
balsson, nú á Gjögri í Strandasýslu. Var þetta
Þœttir
úr sjómennsku
BJARNA SIGURÐSSONAR
frá ísafirði
fyrsta vera Magnúsar á þilskipum, og hann að-
eins 17 ára; dugði hann ágætlega.
Sigldum við síðan meðan hægt var vegna- veð-
urs. Þá var skipinu lagt upp að til þess að leggja
því til, en þá kom ógurlegt bort yfir skipið.
sem braut allt ofan af því. Þeir Bjargmundur
og Jens voru við að hala inn skautið; ég var
við að fíra pikkfalnum, en Magnús við að fíra
klófalnum. Vissi ég ekki fyr til en ég var í kafi
í sjónum, laus við skipið, og líkt var víst hjá
þeim aftur á, því að síðasta orðið, sem ég heyrði
var, að Jens kallaði: ,,Það er þá búið, piltar!“
Magnúsi skaut fyrst upp úr sjókófinu; losn-
aði hann aldrei við skipið, og ekki heldur þeir
Bjargmundur og Jens, lágu þeir í skautinu. —
Magnús sá, að fokkan var full af sjó, og hélt
skipinu niðri. Hljóp hann til og risti sundur
fokkuna, og rétti skipið sig þá nokkuð, en lá
hálfflatt, því um leið og brotið skall á skipinu,
brotnaði vatnskassinn og saltstíurnar til vinds,
og skellti öllu yfir í hlésíðuna.
Þegar ég hrökk útbyrðis hafði fokkufalsend
inn flækst um annan fót minn. Þegar skipið rétti
sig við, reið að alda, sem kastaði mér inn á
þilfarið aftur. Fann ég að ég lenti á einhverju
hörðu með brjóstið, og var það brot af öldu-
stokknum, aftan við vantinn.
Þegar ólagið var riðið af, bárum við saman
ráð okkar. Varð það að ráði, að freista að opna
einn lestarhlerann og þeir Jens og Magnús færu
þar niður, til þess að moka til saltinu, svo að
skipið kæmist á réttan kjöl, en skipstjóri og ég
skyldum haga seglum svo að skipinu yrði lagt
til. Bundum við okkur saman á streng, og urð-
um að standa f sjó upp undir mitti, til hlés. —
Okkur tókst þó að leggja til skipinu, og þeim
að laga til niðri, svo að skipið rétti sig alveg,
að heita mátti.
17
VÍKINGUR