Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 1
SOÓmHNNRB'LHÐIÐ
U I K I N B U R
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OU FIS KIM A N N AS A M B A N D ÍSLANDS
III. árg., 3. tbl. Reyljavík, marz 1941
HÖRMUNGAR ÞÆR, er duniÖ hafci yfir þjóð vora síðustu dagana — harmsagan um missi
margra hraustra drengja og skipstapa — eru svo vofeiglegar á mælikvarða vors fá-
menna þjóðfélags, að menn setur hijóða. Þjóðin öll harmar lát hinna mörgu sona og sjómanna-
stéttin sér á balc vinum og stétíarbræðrum. í meir en þúsund ár hafa íslenzkir sjómenn lagt út
á djúpið og eigi þurft að verjast óðrum hættum en þeim, sem óhjálcvæmilega eru starfi þeirra
samfara, en nú hefir vitfirring stríðsæðisins bætzt þar við, slík fádæmi gerast nú, að varnar-
lausir og friðsamir sjómenn hlutlausrar og vopnlausrar þjóðar eru myrtir á hinn grimmileg-
ffisía hátt.
Alls má hin fámenna þjóð vor harma dauða 72 manna, sem hafið hefir tekið, eða sem látið
hafa lífið á hafinu á annan og hryllilegri hátt, síðan um áramót. Það er milcið mannfall fyrlr
vort fámenna þjóðfélag. Husgum oss, að Bretar misstu 2U þúsund, eða Þjóðverjar 50 þúsund.
i einni orustu; hlutföllin eru lík. Það þætti mikib mannfall. Það er því von að ísland finni til.
En eigi d%'nr að bugast, heldur reyna að finna ráð, svo að hinar villimannlegu árásir, sem vit-
að er að línuveiðarinn Fróði og botnvörpungurinn Reylcjaborg urðu fyrir, komi eklú fyrir aft-
ur. Náttúruöflunum ræður eklci mannlegur mátiur, en þegar farið er að myrða vopnlausa menn,
sem eru að reyna að leysa af hendi vandasöm störf og þjóna þjóð sinni, þá verður að spyrna
við fæti og leita ráða, en eklci leggja árar í bát. Það væri ekld að vilja sjómannanna; með því
væri eklci á réttan hátt minnzt hinna fóllnu vin% og stéttarbræðra.
Það gildir einu, hvort höfð er í huga minningin um skipverjana á botnvörpungnum og línu-
veiðaranum, sem myrtir voru vopnlausir, togarmum Gullfossi, er hvarf í djúpið hér við land,
vélbátnum Hirti Péturssyni, er einnig varð fárviðrinu að bráð, línuveiðaranum Pétursey, sem
menn eigi vita með hvaða hætti hvarf í djúpið, eða litla bátnum, sem fórst við sandinn í Vík
i Mýrdal, eða annarra, er tekið hefir út af skipum síðan um áramót, um alla þá eiga við orðin:
>,Þeir voru friðarins stríðsmenn, þeirra skjöldur er hreinn“. Þeir létu lífið fyrir þjóð sína og
fósturjörð, við heiðarleg störf — þeir sýndu drengskap og dug fram á síðustu stund.
Sjómannastéttin öll vottar eftirlifandi konum, börnum oj öllum ættingjum þessara manna
sma dýpstpu samúð og samhrygð. Vér þökkum þeim fyrir störfin, sem þeir leystu af hendi til
hinztu stundar. Vér munum halda merki þeirra uppi, með því að leggja út á liafið á ný, en vér
krefjumst þess í þeirra nafni, að svo verði um búið í framtíðinni, að nokkur von sé um a'ð
varnarlausir og friðsamir menn fái að stunda stunda störf sín, án þess sífellt að eiga á hættu
uð verða morðtólum styrjaldarinnar að bráð.
Ásgeir Sigurðsson.
1 VÍKINGUR