Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Side 9
Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi hefur gert, uppdrátt þennan.
42. Kjartan Guðmundsson, bróðir Jóns, fædd-
ur 9. ágúst 1917. Ókvæntur.
43. Guðgeir Guðnason, fæddur 11. febrúar
1915. Ókvæntur.
Friðurinn stóð eftir þetta ekki lengur en þar
til daginn eftir, 7. marz, en þá var vélbáturinn
,,01ga“ úr Vestmannaeyjum sigldur í kaf af
Ijóslausu skipi. Fórst af honum einn maður:
44. Sigurður Bjarnason, háseti, rúmlega tví-
tugur. Ókvæntur.
Þetta er bálkur ófýsilegur til lestrar; þarna
hafa á 54 dögum 44 menn á bezta skeiði tapast
mannfáu þjóðfélagi og horfið frá farlama for-
eldrum, konum og börnum í ómegð. En þó að
þar hafi margur um sárt að binda, þá er í því
nokkurs konar huggun, ef huggun skyldi kalla,
að hér hafi ekki mátt sköpum renna, því að ver-
ið hafi við þann að etja, sem ekki varð við mælt;
þetta var að minnsta kosti ekki af manna völd-
um. Slysabálkurinn er ekki á enda, og það eru
9
VÍKINGUR