Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 10
áfram slysfarir á sjónum, þó ekki séu það sjó-
slys. Nú eru það hernaðaraðgerðir. Vér meg-
um nú fyrir öðrum stríðsaðilja ekki selja eða
flytja hinum neitt nýtilegt. Oss er ekki unnt
að hafa í oss og á með þeim hætti, sem vér höf-
um vanizt, nema vér gerum það, og oss þykir
því óumflýjanlegt, þrátt fyrir bann og hættu,
að selja afurðir vorar; auk þess er slík sala
mjög gróðavænleg, og er því ekki laust við, að
græðgi nokkur stjórni þar gerðum vorum. —
Reyndin verður svo undarleg, að í meira en ár
fáum vér óáreittir að gera þetta, en það verð-
ur til þess að vér þykjumst fá staðfesta þá
gömlu rótgrónu trú vora, að vér séum svo litl-
ir, að enginn leggi sig í það að gera okkur neitt
illt, enda þótt hernám landsins ætti að kenna
okkur hið gagnstæða. Vér styrkjumst af því
líka í hjátrúnni á það, að vinátta sé til milli
ríkja eins og manna milli, og þykjumst mega
þakka vináttu annars aðiljans, hvað vel oss hef-
ir farnasr. Á hitt komum vér ekki auga, að í
ófriði er öllum siðalögmálum og dygðum fyrir
borð kastað af aðiljum, og aðeins þjónað einni
hugsun, að bera sigur úr býtum, hvað sem það
kostar, og hvern sem það kostar. Þessi barna-
lega skoðun vor hefir valdið því, að allt, sem
vér gerðum til öryggis, var ekkert nema kák
og til málamynda, og það voru ekki bættar ör-
yggisráðstafanirnar, af því að oss hlekkist ekki
á. Vér rumskuðum að vísu við ofurlítið atvik.
Það var ráðist á eitt skip vort, það nokkuð lask-
að, og nokkrir menn særðir, en heldur lítilfjör-
lega. Vér skeyttum þessu því naumast, töldum
það leiðindaóhapp, og fannst við vera jafnörugg-
ir og áður. Siglingar vorar héldu áfram, án
þess að nokkuð væri reynt að tryggja þær frek-
ar, því svo virðist, sem vér skiljum ekki fyrri
en skellur í tönnum.
Það leið þó ekki á löngu, unz það gerði. Dag-
inn eftir að maðurinn fórst af Vestmannaeyja-
skipinu, dynur fyrsta ófriðarslysið yfir oss.
Þriðjud. 11. marz var lítið skip, línuveiðarinn
„Fróði“ frá Þingeyri við Dýrafjörð, staddur um
180 mílur suður og austur af Vestmannaeyjum
á leið til Englands með fiskfarm. Um sexleytið
þennan morgun heyrðust á skipinu 3 hvellir;
hélt skipstjórinn í fyrstu, að þeir stöfuðu frá
vélinni eða kyndingunni, og spurðist fyrir um
Slysið í Vík
í Mýrdal.
þann 6. marz síðastl.
drukknuðu við lendingu
í Vík í Mýrdal 6 menn,
og birtast hér myndir
af 5 þeirra.
Iielgi D.agbjartsson,
Jón Guðmundsson,
Kjartan Guðmundsson,
Sveinn Jónsson, Hermann Einarsson,
það í vélarrúmi. Þegar þar var allt talið vera
með felldu, stöðvaði hann ferð skipsins, og
hættu hvellirnir þá í bili. Nú voru slökkt ljósin
á skipinu,, svo að útsýni væri gleggra, en þá
hófst skothríðin á ný, og ljósin voru kveikt aft-
ur. Hitti nú sprengikúla stjórnpallinn, og fór-
ust þrír menn af völdum hennar. Nokkru seinna
særðist vélstjórinn, Sveinbjörn Davíðsson, af
sprengjubroti eða vélbyssukúlu. Þrír menn af
áhöfninni reyndu þá að setja fram bátinn, en
hann var sprengdur eða skotinn sundur í hönd-
um þeirra, , og tveir þeirra, bræður, særðust til
VÍKINGUR
10