Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Side 12
fiskiflotans, „Reykjaborg", frá Reykjavík
upp í Englandsferð með fiskfarm, og var
gert ráð fyrir, að skipið myndi vera komið í
höfn á Englandi þ. 13. þ. m. Svo var þó ekki,
og fóru menn þá að óttast um skipið. Hinn 15.
þ. m. var togarinn „Vörður“ frá Patreksfirði
staddur um 170 sjómílur norður af Hebríds-
eynni St. Kilda. Rakst hann þar á fleka á floti,
merktan „Reykjaborg“, og umhverfis hann lest-
arborð og borð úr þilfarsstíum. Á flekanum,
sem orðið hafði fyrir fjöldamörgum vélbyssu-
skotum, var voð, björgunarhringur, matar- og
vatnsforði, en ekki varð séð, hvort flekinn hafði
verið notaður, og gætu skotförin frekar bent
til þess, að hann hafi skemmzt á þilfari og flot-
ið mannlaus af hinu sökkvandi skipi. Skipinu
var sökkt af kafbát að kveldi hins 10. marz
140 mílur út af Barrahead á Hebrídseyjum.
Þarf naumast að efa, að skip möndulveldanna
hafa verið þar að verki. — Á skip-
inu var 14 manna áhöfn. Af henni létust 12
af sárum, áður en skipið sökk, en 2 var bjarg-
að af brezku skipi, eftir tæpan 4 daga hrakn-
ing, og voru þeir fluttir til lands á Skotlandi.
Hinir látnu voru:
50. Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, fæddur
21. júní 1901. Kvæntur. Barnlaus.
51. Ásmundur Sveinsson, 1. stýrimaður,
fæddur 24. febrúar 1905. Ókvæntur.
52. Óskar Þorsteinsson, 1. vélstjóri, fæddur
24. marz 1902. Kvæntur. Barnlaus.
53. Gunnlaugur Ketilsson, 2. vélstjóri, fædd-
ur 3. maí 1912. Kvæntur, á barn í ómegð.
54. Daníel Kr. Oddsson loftskeytamaður,
fæddur 21. júlí 1888. Kvæntur; átti 8 börn,
þar af 4 í ómegð.
55. Guðjón Jónsson, 2. stýrimaður, fæddur
29. janúar 1894. Kvæntur, lætur eftii' sig fóst-
urson.
56. Jón Lárusson, matsveinn, fæddur 25. sept.
1915. Kvæntur, átti 1 barn í ómegð.
57. Oslcar Ingimundarson, kyndari, fæddur
5. nóv. 1909. Ókvæntur, átti 1 barn í ómegð.
58. Hávarður Jónsson, háseti, fæddur 19.
apríl 1901. Kvæntur, barnlaus.
59. Þorsteinn Iiarlsson, háseti, fæddur 26.
sept. 1917. Ókvæntur.
Árásin á e.s. „Reykjaborg“.
Skyldu sömu
menn hafa verið
hér að verki, sem
gerðu árásina á
e. s. Fróða?
Hér tókst þeim
að drepa 13 menn,
algjörlega varn-
arlausa, aðeins 2
skipverja komust
nauðulega af eft-
ir 86 klukku
stunda baráttu
upp á líf eða
dauða, á hálf-
sokknum hjörg-
unarfleka.
Ásmundur Sigurðsson,
skipstjói'i.
Ásmundur Sveinsson,
1. stýrimaður.
Óskar þorsteinsson,
1. vélstjóri.
Guðjón S. Jónsson,
2. stýrimaður.
Gunnlaugur Ketilsson,
2. vélstjóri.
VÍKINGUR
12