Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Side 13
60. Árelíus Guðmundsson, háseti, fæddur 4.
maí 1913. Kvæntur, átti 1 barn í ómegð.
61. Öskar Vigfússon, kyndari, fæddur 12. okt.
1907. Kvæntur; átti 3 börn í ómegð.
Ennfremur fórst einn farþegi á skipinu:
62. Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri
fiskimálanefndar.
Þá er loks síðasta óhappið. Hinn 10. marz
lagði línuveiðarinn „Pétursey" frá Isafirði af
stað frá Vestmannaeyjum til Englands með
fiskfarm. Svo sem degi síðar, þegar skipið var
300 mílur suður af Vestmannaeyjum, mætti því
vélbáturinn „Dóra“ úr Hafnarfirði, en hann
var á heimleið. Síðan hefir ekki til skipsins
frétzt, og þarf ekki að afdrifum þess að spyrja.
Skipverjar voru þessir 10 menn:
63. Þorsteinn Magnússon, skipstjóri, fæddur
1913. Ókvæntur.
64. Hallgrímur Pétursson, stýrimaður, fædd-
ur 1916.. Ókvæntur.
65. Guðjón Vigfússon, 1. vélstjóri, fæddur
1898. Ókvæntur.
66. Sigurður Jónsson, 2. vélstjóri, fæddur
1888. Átti konu og mörg börn.
67. Theodór Jónsson, matsveinn, fæddur 1913.
Ókvæntur.
68. Ólafur Kjartansson, háseti, fæddur 1908.
Ókvæntur.
69. Hrólfur Þorsteinsson, háseti, fæddur 1907.
Kvæntur.
70. Halldór Magnússon, háseti, fæddur 1918.
Ókvæntur.
71. Ólafur Gíslason, kyndari, fæddur 1909.
Ókvæntur.
72. Kristján Kristjánsson, kyndari, fæddur
1911. Ókvæntur.
Flestir voru skipverjar af Vestfjörðum.
Þá er svo farið, að ísland hefir misst 72
menn í sjóinn á í mesta lagi 60 dögum, eða lið-
lega einn mann á dag.
Það er íslenzku þjóðinni mikil eftirsjá í hin-
um látnu mönnum, öllum á bezta aldri, en þetta
tjón á að vera uppörfun og áminning til stjórn-
ar landsins og ráðamanna, að grípa nú snar-
lega til þeirra úrræða, sem gætu dugað að
einhverju eða öllu leyti, tafar- eða slindrulaust,
án flokksfunda, fundarhalda, áskorana, sam-
þykkta, nefndarskipana, skeggræðna og skvald-
Danícl K. Oddsson, Jón Lárusson,
loftskeytamaður. matsveinn.
Óskar Vigfússon,
kyndari.
Óskar Ingimundarson,
kyndari.
13
VÍKINGUE