Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Síða 22
SVEINN ÞORSTEINSSON, skipstjóri:
Nýr sjómannaskóli
Það hefir oft verið um það talað, að sjó-
mannastétt landsins léti sig litlu skipta stjórn-
mál almennt, en hugsuðu þess meir um sín dag-
legu viðfangsefni á sjónum. Fyrir starf sitt í
þágu þjóðfélagsins hefir sjómannastéttin hlot-
ið fögur orð, svo sem stríðsmenn þjóðarinnar,
hetjur hafsins o. s. frv. Vanalega hafa þó þessi
fögru orð aðeins heyrzt, þegar einhverjir hafa
orðið undir í átökunum við Ægi og ekkjur og
munaðarleysingjar hafa haft um sárt að binda.
Nokkrar hjáróma raddir hafa þó heyrzt um
það, að þessa menn þyrfti þó að kaupa fyrir
hræðslupeninga til þess að sigla með afurðir
þjóðarinnar til markaðslandanna.
Sjómenn láta sig yfirleitt litlu skipta, hvort
heldur það eru fögur orð, sem þeim eru valin,
eða niðrunarorð. Þeirra óeigingjarna starf er
meira alvörustarf en svo, að slíkt fái nokkurn
hljómgrunn hjá þeim. Það sem þeir vilja eru
athafnir en ekki orð, verk en ekki fögur lof-
orð.
Nú undanfarið hafa verið uppi háværar radd-
ir meðal sjómanna um það, að byggður yrði
veglegur sjómannaskóli, sem yrði til afnota
fyrir allar sérgreinar sjómannastéttarinnar, en
þessi sjálfsagða krafa hefir enn ekki fundið
náð fyrir augum forráðamanna þjóðarinnar.
Það virðist svo, sem að þeir kunni betur við
það að taka á móti þeim auðæfum, er sjómanna-
stéttin lætur þeim í té, en láta nokkuð af mörk-
um á móti, annað en fögur , innantóm orð.
Nú er það talið svo, að forráðamenn þjóðar-
innar vinni og hafi unnið að því að mennta
þjóðina, minnsta kosti að vissu menntunartak-
marki, og má í því sambandi benda á hina dýru
sveitaskóla er reistir hafa verið víðsvegar um
landið svo og æðri skóla kaupstaðanna, ásamt
fleiru þar að lútandi. En sjómannastéttin hefir
orðið útundan eins og svo oft áður. Þrátt fyrir
hinar eindregnu kröfur um jafnrétti á þessu
sviði, móts við aðra þjóðfélagsþegna, er hinn
gamli, hrörlegi sjómannaskóli enn látinn nægja
henni.
Nú virðist þó sem einhver breyting ætli að
verða á þessu, þar sem fram er komið á Alþingi
frumvarp um byggingu nýs sjómannaskóla. I
því frumvarpi er þó ekki gert ráð fyrir kennslu
í öllum þeim sérgreinum, er um hefir verið rætt
af sjómönnum sjálfum, og nær það vitaskuld
ekki átt. Sömuleiðis munu framlög þau, er
frumvarpið fer fram á, ekki nægja til bygging-
ar slíks skóla. En þetta getur allt staðið til bóta
bara ef einlægur vilji er með, og að svo komnu
máli skal ekki dregið í efa, að skilningur þing-
manna á málinu sé orðinn svo almennur, að
það nái fram að ganga á þessu þingi, þó saga
undanfarinna ára hljóta að gera menn tor-
tryggna um einlægni valdhafanna í þessu máli.
En að svo komnu máli ber að vona að engum
frestunarfleig verði stungið í það eða deiluatr-
iði vakin því til tálmunar.
En þá er komið að annarra hlið málsins, sem
er sú, að hinn nýi skóli verði til afnota fyrir
sjómenn landsins almennt, en ekki bara nokk-
urn hluta þeirra, eins og segja má með nokkr-
um rétti að nú eigi sér stað, og skal hér vikið
nokkru nánar að því.
Þegar siglingalögin voru endurskoðuð 1936,
komu fram tvær skoðanir um kennsluna í sigl-
ingafræði. Önnur, sem var skoðun Sunnlend-
inga, var sú, að kennsla færi eingöngu fram í
Reykjavík, við Stýrimannaskólann og yrði þá
felld alveg niður kennsla til minna fiskimanna-
prófsins, ásamt samskonar námskeiðum út um
land. Eða með öðrum orðum að hinu svokall-
aða „pungaprófi" yrði útrýmt alveg.
VÍKINGUR
22