Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 25
hlut seinasta mánuðinn, sem hann lifði. Við fráfall hans er því í valinn fallinn einn bezti formaður héraðsins og einn bezti báturinn, en þetta er mikið tjón fyrir svona fámennt hérað. Til marks um hugarfar Guðmundar og dreng- lyndi í viðskiptum, vil ég geta þessa. Á síðast- liðnu hausti kom hann að máli við mig og sagði að nú væri sig farið að langa til að fara héðan og þangað, sem hann gæti fengið stærri bát, „enda finnst mér að ég geti nú verið vel þekkt- ur fyrir að fara frá þér nú, því að ég vona, að fjárhagur okkar verði kominn í það horf, ef ég lifi til næsta vors, að þú verðir skaðlaus á þeim viðskiptum, er við höfum átt saman“. Á þessa leið fórust honum orð. Jafnframt óskaði hann þess, að ég yrði áfram í félagsskap með hon- um, þó að báturinn, vegna stærðar, ekki gæti gengið frá Bolungarvík. Það er eftirbreytnisvert stöðuglyndi og skap- gerð, að reynast góður félagi og traustur þegar illa lætur, en magnast til framtakssemi með sörnu félögum þegar fjárhagsviðhorf breytast til batnaðar. Guðmundur heitinn var hvers manns hug- ljúfi, en nokkuð dulur í skápi, og mun það hafa verið á fárra vitorði, að hann átti óvenjulega víðan sjóndeildarhring og hugsaði talsvert um þau mál, sem óskyld eru dægurmálum. Guð blessi minningu þína, látni vinur. Bolungarvík, í febrúarmánuði. 1941. Einar Guðfinnsson. Höggvast skörð í íylking íríða, íalla’ að velli hraustir menn, stoðir beztu lands og lýða — lííi fórna hetjur enn, berjast þeir, svo bætist þörfin, blessa megum þeirra störfin. Sjómenn íslands ávallt sýna æðruleysi, kjark og dug, láia’ ei bugast, lífi týna loks, með slíkum karlmannshug, að fyrirmynd ei fegri geymist, — farmannsdáðin aldrei gleymist. íslands sjómenn harðan heyja hildarleik við geigvænt afl: ofviðrin, er siglur sveigja, sollinn, úfinn hrannarskafl, frost og hríð, sem fylgir vetri, — fást þó stundum kjörin betri. pó dimmt sé loft og drif um sundin, djarfir halda sína leið sjómennirnir, létt er lundin, — lyftist fley um höfin breið; en úr djúpi, ógn og voðinn upp sér lyftir: „feigðarboðinn". Svo var nú. pví sízt má leyna, seltu ofin bárutröf hylja náköld nítján sveina niðri’ í hafsins votu gröf. Svona örlög sjómanns bíða, samt þeir engan bera kvíða. Alda reis og arma teygði afli þrungnu, velti knör, skipshöfn valin enga eygði undankomu, langt frá vör, varð að lúta ofurafli, æðrimáttar sigurtafli. Blessum minning beztu drengja, — — bætt ei verður lífið manns —. pakkarómar stilltra strengja stíga upp frá byggðum lands, fyrir miklu fórnarstörfin, föðurlands þá mest var þörfin. Þ. E. 25 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.