Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Side 26
Mál sjómanna á Alþingi
Sj ómannaskólinn.
Fram er nú komið á þinginu frumvarp um
byggingu skólans. Er það borið fram í efri deild
af þeim Sigurjóni Á. Ólafssyni og Erlendi Þor-
steinssyni.
Þykir rétt að birta í heild, bæði frumvarpið
og greinargerð þá, er flutningsmenn létu fylgja
því:
Frumvarpið.
1. gr. — Bvggja skal á árunum 1941 til 1 !)i'i sjó-
mannaskóla í Reykjavík eða nágrenni.
2. gr. — Forstaða skólabyggingarinnar skal falin
fimm manna nefnd. Atvinnumálaráðherra skipar
nefndina og tilnefnir formann hennar, en tveir nefnd-
armenn skulu skipaðir eftir tilnefningu Farmanna-
og fiskimannasambands íslands, einn eftir tilnefn-
ingu Sjómannafélags Reykjavíkur og einn eftir til-
nefningu Stýrimannafélags íslands.
3. gr. — Byggingarnefnd skal þegar láta gera upp-
drœtti að skólahúsi í samráði við skólastjóra þeirra
skóla, sem þar er astlað pláss, en það eru stýrimanna-
skólinn og vélstjóraskólinn; jafnframt skal nefndin
gera tillögu um skólastað, og skal sérstakt tillit tekið
til þess, að nægilegt landrými sé fyrir framtíðar-
þarfir skólans.
í skólanum skal vera heimavist fyrir hæfilegan
nemendafjölda, og skal húsakynnum heimavistar-
innar þannig háttað, að þar verði auðveldlega við-
komið kennslu fyrir matsveina.
Atvinnumálaráðherra staðfestir teikningu og úr-
skurðar um skólastað.
4. gr. — Ríkissjóður her allan kostnað af byggingu
skólans, og skulu veittar í fjárlögum minnst 100 þús.
kr. á ári, þar til byggingarkostnaði er að fullu lokið.
Heimilt er byggingarnefnd með samþykki fjármála-
ráðherra, að taka bráðahirgðalán eða selja skulda-
bréf til að greiða byggingarkostnað, cftir því, sem ár-
leg fjárveiting hrekkur ekki til. Ríkissjóður ábyi'gist
slík kVn og stenzt kostnað af þeim.
5. gr. — Byggingarnefnd skal veita viðtöku gjöf-
um til sjómannaskólans, en gjafafé skal ekki verja
til greiðslu á venjulegum stofnkostnaði skóla, held-
ui' til sérstakra umbóta vegna kennslu og skólalífs,
sem annars mundi verða bið á að fá.
6. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerð.
Menn munu sammála um það, að sjálfsagt sé að
nota nokkuð af hinum miklu tekjum, sem fiskiveið-
VÍKINGUR
arnar færa nú ríkissjóði, til að búa í haginn fyrir
sjómenn sjálfa. þar liggur næst að bæta nú þegar
úr liinni ríku þörf stýrimannaskólans og vélstjóra-
skólans fyrir fullnægjandi húsnæði. Hefir því máli
oft verið hreyft, en nú er engin afsökun lengur um
að fresta framkvæmdum.
Um 1. gr. Ef hafizt er handa nú þegar á næsta vori,
má búast við, að hægt verði að ljúka skólabygging-
unni sumarið 1942, en þó ekki vert að kveða fastar
að en að byggingu skuli lokið á árinu 1943.
Um 2. gr. það er æskilegt, að fulltrúar sjómanna
hafi forustu í byggingarmólinu, og er hér ætlazt til,
að Farmannasambandið tilnefni einn mann úr hópi
skipstjóra og einn mann úr hópi vélstjóra, Sjómanna-
félag Reykjavíkur tilnefni mann fyrir liáseta og
aðrar starfsgreinir þess, sem margir eru væntanlegir
nemendur, og Stýrimannafélag íslands tilnefnir mann
úr hópi stýrimanna. Er þá náð þeim tilgangi, að full-
trúar aðalfélags sjómanna og aðalstarfsgrcina hafa
fulltrúa í nefndinni.
Um 3. gr. Byggingarnefndinni er hér ætlað að gera
tillögur um skólastað og teikningar, en róðherra hef-
ir úrskurðarvaldið. Auk stýrimannaskólans og vél-
stjóraskólans er æskilegt að sjá matsveinaskóla fyrir
. húsnæði, og fellur það vel heim við þarfir heima-
vistar.
Um 4. gr. Ríkissjóður leggui' að sjólfsögðu fram
stofnkostnaðinn, og væri vorkunnarlaust að greiða
hann á 2—3 órum, eftir því sem nú lítur út fyrir,
en þó rétt að gera ráð fyrir bráðaþirgðalántöku, svo
að framkvæmdir þurfi ekki að tofjast, ef árleg fjár-
veiting hrekkur ekki til. Að vísu mætti einnig leggja
til, að til sjómannaskólabyggingar gangi viss hluti
af tiltcknum tekjum af sjávarafurðum, en það rnundi
koma í sama stað niður, og hreinlegast að ríkissjóð-
ui' hirði sínar tekjur og greiði gjöld sín beint úr
ríkissjóði.
Um 5. gr. Gera má ráð fyrir, að margir sjómenn
vilji minnast skólans í sambandi við byegingarmól
hans, ekki sízt ef fulltrúum stéttarinnar er falin for-
usta í byggingarmólinu, og er því nefndinrii hér falið
að gangast fyrir samskotum, sem þó ganga ekki til
að spara ríkissjóði stofnkostnað, heldur til að prýða
skólann og búa í haginn fyrir kennsluna og skóla-
lífið á þann hátt, sem ella mundi vafasamt að gei't
væri.
Að sjálfsögðu ber að fagna framkomu þessa
frumvarps og þá um leið að þakka það lið, sem
flutningsmenn þess vilja ljá þessu stærsta á-
hugamáli sjómannastéttarinnar. En það mun
26