Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 27
MINNINGARORÐ UM
FINNBOGA KRISTJÁNSSON
SKIPSTJÓRA Á
TOGARANUM »GULLFOSS«
Finnbogi vai' fæddur 9. maí 1901 að Efra
Vaðli á Barðaströnd, og Breiðfirðingur í báðar
ættir. 8 ára gamall flyzt hann til Arnarfjarðar
og þar nýtur hann bernskuáranna. Þá er hann
er orðinn 14 vetra, stundar hann sjó á opnum
bátum, sem unglingum er títt þar vestra. Þann-
ig liðu árin, þar til hann fluttist hingað á Súð-
urland og stundaði hér einnig sjó og veiðiskap,
þar til hann fór á Sjómannaskólann veturinn
1924 og lauk þar fiskimannaprófi, því minna.
Gerðist svo næsta ár formaður á m. b. „Sverr-
ir“ og var með þann bát vetrar- og vorvertíð,
og fékk góðan afla. Síðan gerðist hann stýrimað-
ur á línuveiðibátum, þar á meðal eina vetrar-
vertíð á „Ólafi Bjarnasyni“ frá Ákranesi. —
Stundaði hann starf þetta, þar til 1929, að hann
gjörðist háseti hjá Kristjáni bróður sínum á m.
b. ,,Gottu“, er hún var ráðin til Grænlandsfarar
fyrir h.f. „Eiríkur rauði“, til sauðnauta-leitar
þar vestra. Eftir heimkomuna fór hann um vet-
urinn aftur á Sjómannaskólann og lauk þar hinu
meira fiskimannaprófi, varð síðan stýrimaður
hjá Kristjáni bróður sínum, fyrst á m. b. ,,Svan“
og síðar á m.b. „Víking“, og fór þá í nokkrar
millilandaferðir til Skotlands, aðallega. Um
tíma var hann einnig á „Skaftfelling". Sum-
arið 1935 brugðu þeir bræður sér Kristján og
Finnbogi í lúðuróður, á 13 tonna báti, vestur
að Grænlandsströndum, en urðu brátt þaðan aft-
ur að hverfa vegna ísa. 1936 gjörðist Finnbogi
formaður á m.b. „Snorra goða“ frá Vestmanna-
eyjum. Þann 4. maí fór hann á þeim báti frá
Keflavík, áleiðis vestur í Davíðsstræti og hafði
bækistöð í Færeyingahöfn á vesturströnd Græn-
lands og stundaði þaðan fiskirí fyrir Óskar
Halldórsson það sumar allt fram í september,
og var hann á heimleið í veðri því, er grand-
aði franska rannsóknarskipinu, er flestum mun
minnisstætt. 1937 gjörðist hann fiskiskipstjóri
á ítölskum togara, er stundaði veiðar við Græn-
land og síðar við Nýfundnaland. Kom svo heim
aftur snemma vetrar, fór síðan á togara hér
heima, og að síðustu um borð í togarann „Gull-
foss“, sem skipstjóri.
Mér er sagt, að þú hafir kvatt okkur í svip.
Ber mér nauð til að trúa því. En við vinir þín-
ir og kunningjar eigum erfitt raeð að skilja,
hvernig svo má vera, því við þekktum þig sem
ötulan og gætinn formann og afbragð annara
að dugnaði. Trauðla mun sjór og vindur ein-
vörðungu hafa grandað þér og þínum mönnum,
þar hlýtur fleira að hafa komið til.
Lík ég svo máli mínu með því að segja, að þá
er ég heyri góðs manns getið, mun ég minnast
Finnboga Kristjánssonar. Blessuð sé minning
hans.
Eclward Fredriksen.
ekki ofmælt, þótt sagt sé,að sjómennirnir munu
hafa vænzt þess, að ríkisstjórnin metti svo mik-
ils störf þeirra fyrir land og þjóð, og hefði svo
glöggan skilning á menningarþörfum stéttar-
innar, að hún tæki þetta mál algerlega á arma
sína og sæi um framgang þess á skjótan og
myndarlegan hátt. — Og væntanlega gerir rík-
isstjórnin það áður en þessu þingi lýkur.
Um frumvarpið sjálft skal ekki að þessu sinni
farið mörgum orðum. Þó er það sérstaklega
■Si
tvennt í sambandi við frumvarpið, sem athygli
vekur og bæta þarf um áður en málið verður
endanlega afgreitt frá þinginu. 1 fyrsta lagi er
það, að flutningsmenn hafa alveg gleymt, að
ætla einni stórri sérgrein sjómannastéttarinn-
ar, loftskeytamönnunum, rúm í skólanum og svo
hitt, að það virðist sem höfðinglegar hefði mátt
sjá fyrir hinni fjárhagslegu hlið málsins. En
úr þessum og fleiri ágöllum, verður vafalaust
bætt í meðferð þingsins.
VIKINGUR