Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 29
var gerð og tekið það sem hendinni var næst, til að hylja nekt sína þegar þeir vöknuðu frá blíðum draumum í bitran veruleikann. Höfðu sumir vafið um sig einhverjum tuskum, sem gátu vel verið sængurver eða undirlök og allt þar á milli, eða að allur klæðnaðurinn var ein þunn lérefstsskyrta. Flestir voru þeir berfættir, einstaka hafði á fótunum eitthvað, sem eitt sinn höfðu heitið sokkar, en gat varla gengið und- ir því nafni lengur, þar sem lítið var eftir nema „fitin“. Einn þessara manna var þó í skóm. Var annar skórinn brúnn að lit, nýlegur, en hinn svartur og slitinn. Báðir skórnir áttu heima á sama fót. Það var því ekkert undarlegt, þótt mönnum þessum liði illa í næturkuldanum og vosbúð- inni, enda eru ekki allir Hindúar „fakírar", eða eins þolinmóðir og þrautseigir og Gandhi. Síðan tókum við upp menn að fjórum flekum og einum báti, sem var fullur af sjó og morr- aði í sjávarskorpunni. Sumir flekanna voru það litlir, að þeir báru varla þann þunga, sem á þeim hvíldi og voru þeir meira undir en yfir sjávarborðinu. Það hefði því ekki þurft að sök- um að spyrja um afdrif mannanna, sem á þeim voru, ef Ægir hefði ekki sofið jafn vært og hann gerði í þetta sinn. Á þessum farkostum voru brezkir foringjar, franskir hermenn og Hindúar, sem munu hafa verið skipverjar. Mislitur hópur! Enda báru þeir sig misjafn- lega. Bretarnir sýndu hina mestu rósemi og stillingu, nema hvað loftvarnaskytta skipsins tárfelldi meðan ég batt um brunasár, sem hann hafði fengið á hendi, en það var ekki af sárs- auka, heldur af réttjátri gremju yfir því, að hafa ekki getað hitt „djöfulinn", eins og hann komst að orði. Nú kom einnig til hjálpar stór slefbátur, sem bjargaði fjölda manna af flekum og bátum. Ekki má gleyma sögunni af litla lífbátnum okkar, því hún er óefað merkasti þátturinn í þessari björgun, þar sem hann annaðist að mestu eða öllu leyti björgun þeirra manna, sem eftir voru í skipinu og voru algjörlega hjálpar- lausir. Fór hann hverja ferðina eftir aðra milli skipanna, meðan á því stóð, sem að framan greinir. Það var ófögur sjón, sem blasti við bátverj- um, þegar þeir í fyrsta sinni komu að hinu ógæfusama skipi. Menn héngu í köðlum, stigum og á spýtum við skipshliðina. Voru stigarnir svo þéttskipaðir fólki, að nærri sanni er, að maður hafi verið í hverju þrepi. Þeir neðstu voru í sjónum upp undir hendur. Síðar kom meiri regla á hlutina, þar sem ekki fóru fleiri niður í stigana í hvert sinn en mátulegt þótti. Þegar björguninni var langt komið, kom tundurspillir á vettvang og aðstoðaði við björg- unina með ljóskösturum, það sem eftir var. Það var ekki laust við, að okkur brygði í fyrstu, þegar við allt í einu heyrum sterka og mynduga rödd óma um loftið, sem í fljótu bragði gat líkst því, að sjálfur himnafaðirinn væri að á- varpa mannfjöldann, en það kom brátt í ljós, að þetta var rödd skipherrans á tundurspillin- um, sem barst til okkur gegnum hljómmikið gjallarhorn. Bað hann skipstjóra okkar að leggja skipi sínu að tundurspillinum, því hann ætlaði að taka við skipbrotsmönnum. Litli báturinn okkar hélt ótrauður áfram sínu björgunarstarfi og fór nú með mennina um borð í tundurspillinn, enda var orðið þröngt á þingi um borð í Snorra goða. Þeir síðustu, sem báturinn bjargaði framan úr skipinu, voru skipstjórinn, skipslæknir og aðrir æðstu menn skipsins og héldu þeir, að ekki væru fleiri eftir í skipinu, en það reyndist rangt, því þegar við vorum í þann veginn að taka upp lífbátinn, barst hin mikla rödd að eyrum vorum, og sagði að enn væru menn eftir aftur á skipinu og fór skipherrann fram á það, að bátur okkar færi þeim til bjargar, þar sem vélbátur tundurspillisins væri bilaður. Var þeg- ar brugðið við í nýjan björgunarleiðangur. Skipbrotsmennirnir, sem eftir voru, voru flestir negrar. Sögðu bátverjar, að svo hafi virzt, sem skipið væri enn hálffullt af fólki, svo var gauragangurinn og hávaðinn mikill, en þeir reyndust vera 25 til 30 talsins. Kom nú annað stórt skip á vettvang'. Setti það út mótorbát, sem aðstoðaði við flutning skip- brotsmannanna úr Arinbirni hersi í tundurspill- inn. Var einnig orðið þéttskipað af fólki þar um borð. Eftir því, sem skipbrotsmenn sögðu, mun fátt manna hafa farizt og má það mikið þakka veðurblíðunni og kyrrðinni á sjónum, 29 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.