Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1941, Qupperneq 30
Minningarorð um skipverjana á e.s. Fróða
Framhald af bls. 15
lífsskoðun þjóðar vorrar. Mennirnir fimm, sem
létu líf sitt í árásinni á línuveiðarann Fróða,
dóu til þess að þjóð þeirra mætti lifa áfram í
þjónustu þessarar lífsskoðunar. Hvorki ég né
nokkur maður annar, getur sagt nokkuð til þess
að göfga, hylla og helga minningu þessara
manna. Þeir hafa sjálfir göfgað og helgað minn-
ingu sína með lífi sínu og starfi, baráttu sinni
og dauða, og gengið svo frá henni, að vor veiku
orð fá þar engu við aukið. Þau orð gleymast,
sem hér eru töluð; en hinu mun þjóðin ekki
gleyma, sem þessir menn gerðu. Svo langminn-
ug mun söguþjóðin, að seint mun henni fyrn-
ast saga þessara manna og ævilok þeirra.
Sjómannastétt vor og vér öll ásamt henni,
fögnum þeim mönnum, er koniu aftur heilir
úr hinum ójafna leik, sem háður var úti á öld-
um Atlantshafsins, baráttu friðsamra, vopn-
lausra manna gegn þeim, er beindu þeim tækj-
um eyðingarinnar, og ekki vissu, hvað þeir voru
að gera. Og með djúpri lotningu og hljóðri
þökk, heilsum vér föllnum hetjum friðarins.
Vér sjáum í sögunni um hinztu baráttu þeirra,
tákn hins bezta, sem býr í eðli þjóðar vorrar.
Skipstjórinn, sem helsærður bað bróður sínum
virkta og umsjár, áður en honum væri sjálfum
sinnt, og hélt svo áfram deyjandi að segja fyr-
ir um leið skips síns í örugga höfn, hann skal
vera oss göfug og glæsileg ímynd þeirrar heysti
og karlmennsku, já, þeirrar heilögu fórnarlund-
ar, sem er kynfylgja hinna beztu manna. Þeg-
ar hann, ásamt sínum látnu félögum, kemur
hér við á leiðinni þangað, sem fósturmoldin
skal breiða skrúðklæði vors og sumars yfir
eins og áður segir. Er viðbúið, að þarna hefði
orðið hroðalegt manntjón í slæmu veðri og eld-
urinn orðið hamslausari undir slíkum kringum-
stæðum.
Yfirleitt mátti lesa þakklæti og aðdáun úr
hvers manns augum og höfðu yfirmennirnir orð
á því, að björgunin væri hið mesta hreystiverk
og íslendingum til sóma.
Þegar flutningi fólksins úr Arinbirni hersi
var lokið, var bátur okkar tekinn upp og síðan
hinzta kvílurúmið, bjóðum vér þá alla velkomna
heim, og þökkum þeim göfugt starf og góða
baráttu, háða í anda friðarins til hinztu stund-
ar, um leið og vér felum anda þeirra eilífum
Guði, sem mun leiða þá „heilu heim í höfn á
friðarlandi“. Vér vottum dýpstu hjartans sam-
úð eiginkonum og börnum, mæðrum og feðrum,
systrum og bræðrum, og biðjum þeim huggun-
ar almáttugs og gæzkuríks Guðs.
Islenzk sjómannastétt heiðrar og geymir
minningu þessara hraustu félaga. En öll skul-
um vér, Islendingar, meðan vér lifum vígja oss
og helga hugsjónum friðarins og vinnunnar,
sem þessir menn börðust svo drengilega fyrir.
Látum hollustu þeirra við hugsjónir og fagrar
erfðavenjur sjómannastéttarinnar og þjóðar
sinnar glæða hjá oss hina sömu hollustu og
trúnað við frið og bræðralag. „Meiri elsku hefir
enginn en þá, að hann lætur lífið fyrir vini
sína“. Gætum þess vel sjálf, að þeir, sem þannig
falla, hafi eigi látið lífið til ónýtis. Látum dæmi
hreystinnar, drengskaparins og fórnarlundar-
innar oss að kenningu verða, svo að vér stuðl-
um til þess, að þjóð vor megi, undir stjórn
Guðs, lifa í friði og frelsi, og eigi týnast af
jörðunni. Látum minningu þeirra, er af dreng-
skap og hreysti háðu hinztu þrautabaráttuna
hvetja oss, svo að vér eigum í því einhvern
þátt, að skrifa sögu þjóðar vorrar á þá leið,
sem skáldið lýsir:
„í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga,
mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk“.
Guð blessi oss minningu göfugra og hraustra
drengja. Vér hugsum til þeirra og ástvina þeirra
og vottum þeim virðingu vora og þökk með
augnabliks þögn.
haldið af stað í áttina heim. Horfðum við á hið
brennandi skipsflak fjarlægjast smám saman
og hverfa að lokum bak við bungu jarðar.
Hér hefir verið getið einnar tölu af ótal-
mörgum úr hinu mikla reikningsdæmi, sem
kallast styrjöld milli menningarþjóða, en sem
erfitt mun reynast að fá aðra útkomu út úr en
negatíva, þ. e. eyðileggingu og niðurrif þess,
sem kynslóðirnar hafa byggt upp til aukins
þroska og þæginda fyrir mannkynið.
VÍKINGUR
30