Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 13
Þegar stríðið braust út, fór hún úr góðu starfi í landi, og skráðist á skip í verzlunarflotanum. f liðflutningunum frá Frakklandi, sem kallaðir hafa verið „helvítið við Dunkirk" starfaði ung- frú Viktoría í vélarrúminu á skipi sínu eins og ekkert væri um að vera, en fór eftir það í land og settist að í litla húsinu sínu. Á skipi nokkru sem var á leið til Ameríku, komust skipvei’jar að því, að annar vélstjóri var kvenmaður. Þeir furðuðu sig þó meira á því, að þessi kona var enginn viðvaningur í starfinu. Hún náði meiri krafti úr vélunum en nokkrum öðrum hafði tekizt. Þegar þeir báðu hana að gefa sér skýringu á því, svaraði hún: ,,Eg tala bara vingjarnlega við þær. Þú getur lempað þær áfram og stjórn- að þeim, en þú mátt aldrei reka þær“. En sjó- mennirnir skildu ekki vel þetta svar. Fjörutíu og átta klukkustundum eftir að skipið lét úr höfn, áttu þeir ungfrú Viktoríu það að þakka, að þeir héldu lífi. Þegar skipið var um 400 mílur frá landi, kom þýzk fjögra hreyfla sprengjuflugvél og renndi sér að því í vígahug. Ungfrú Viktoría flýtti sér niður í vélarrúm- ið. Við slagið af fyrstu sprengjunni sem þó missti marks, féll hún yfir skiptistengurnar. Hún náði sér þó fljótlega aftur og kallaði sam- an allt vélaliðið og skipaði fyrir. Það voru að- eins tvö orð: „Farið upp!“ Hún gaf þeim tæki- færi til þess að bjarga sér, en var sjálf kyrr niðri. Óvopnað skip hefir aðeins eitt ráð til þess að verjast sprengjukasti úr flugvél. Það verður að halda beinni stefnu þar til flugvélin tekur miðun sína á það. Þá verður að setja stýrið hart í borð, svo að skipið renni út af braut sprengj- unnar. En hér skiptir aðeins sekundum og sentimetrum. Aukinn hraði gefur skipstjórnar- manninum möguleika til þess að snúa skipinu fljótara en ella og meiri líkur til að geta forð- ast sprengjur flugvélarinnar yfir höfði sér. Og ungfrú Viktoría var einsömul niðri í vélarrúm- inu. Einn af yfirmönnum skipsins sagði seinna frá æfintýrinu á þessa leið: Eftir 10 mínútur var hún búin að tala svo mikið við vélarnar, að hraðinn á skipinu, sem áður var tæpar 9 mílur, var kominn upp í 12!/2- Af sprengjukastinu höfðu eimpípur laskast og raftaugar slitnað og fleira úr lagi farið. Þétti á aðal stopplokanum var bilað og sjóðheitur eim- ur streymdi út yfir höfði hennar. Hefði ein- hver óvanari verið að verki þarna niðri, hefðu pípurnar auðveldlega getað sprungið undan hinu gífurlega álagi. En ungfrú Viktoría VÍKINGUR hlífði henni í hvert sinn er hún fann af flug- vélarhljóðinu, að sprenging var í aðsigi. En þegar sprengingin var riðin af, opnaði hún fullt fyrir vélina að nýju. Mér varð einu sinni litið niður um háglugg- ann og kallaði þá til hennar nokkrum uppörv- andi orðum. Hún var á beitistöðinni og hélt annarri hendi um eimstillirinn yfir höfði sér eins og hún væri með því að lokka eitt kg. af eimi eftir þessari brestandi pípu. I kring- um hana lágu á gólfinu brot af sprengikúlum, sem fallið höfðu niður um hágluggaopið. Hún horfði upp á móti sólskininu, en það var ekki fremur hræðslusvipur í andliti hennar en á járnþilinu fyrir aftan hana. Hún sá mig ekki, því að svartir taumar af eldsneytisolíu lágu nið- ur um andlitið og blinduðu alveg annað augað“. Þrisvar heppnaðist að renna skipinu undan sprengjunum, vegna hins aukna hraða, sem annars hefðu riðið því að fullu. Loks þrutu sprengjurnar og skotfæri flugvélarinnar og hvarf hún þá á burt. Ungfrú Viktoría minnk- aði nú ferðina aftur. Þiljur og björgunarbátar var sundur skotið, og leki kominn að skipinu, en við vorum enn ofan sjávar. Þegar skipið kom í höfn í Virginía, barst sagan til Norfolk með skipverjunum (sjálf mintist ungfrú Viktoría ekki einu orði á afrek sitt). Urðu íbúarnir svo hrifnir, að þeir skutu saman 2500 dollurum og sendu borgarstjóran- um í Lambeth. Honum var falið að kaupa fyrir peningana matreiðsluvagn (canteen) til notk- unar í loftárásum. Ber hann nafn ungfrúar- innar, og er kallaður Viktoría Drummond- vagninn. Nú er ungfrú Viktoría aftur komin „til sjós“ og „talar vingjarnlega við vélarnar", sem henni þykir svo vænt um. Þegar hún kemur að landi, fer hún beint heim til sín í húsið með gulu hurðina. Meðan hún bíður næsta skips, hreinsar liún til í litla garðinum, grípur í að skreyta húsmuni og „leysir af“ við loftvarnabyssurnar. Því næst fer hún af stað aftur. Eftir „Readers Digest“ H. J. Óveðursgný ég ennþá heyri, aflanum gengur tregt að ná. Kvefaðir og með kvilla fleiri, karlarnir sumir eru frá. Ástandið það er ekki gott, ýmislegt ber þess ljósan vott. J. B. 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.