Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 17
JÖN EIRÍKSSON: „Hvar eru sand Þegar hermdarverk ófriðarins höfðu fært þjóðinni heim sanninn um, að nauðsyn bar til að tryggja á einhvern hátt ferðir íslenzkra sjómanna, er sigldu á hættusvæðinu, var hafizt handa og nefnd skipuð til þess að gera tillög- ur í þessa átt. Gera má ráð fyrir, að þessi stjórnskipaða nefnd íslenzka ríkisins hafi verið skipuð helztu hernaðarsérfræðingum þess, ef svo mætti að orði komast. Verk þessara manna voru þó hvorki stór né mikil, nema að þyngdinni til, þeir endurvöktu sem sé sandpokadelluna úr síð- ustu heimsstyrjöld. Þá var hugkvæmnin þrotin. Sjá, allt sem við höfum gert, er harla gott. Vitað mál er, að sandpokar verja ekki fyrir neinu öðru, en ef til vill sprengjubrotum, sem lenda á þeim af ekki allt of miklum krafti. Fyrir beinum skotum koma þeir að álíka miklu gagni og líknarbelgur. Þetta var bezt sannað um borð í togara einum, þar sem sandpoka var stillt upp á hvalbakinn aftan við öldubrjótinn og síðan skotið á hann með aldamótariffli, kúl- an fór ekki aðeins í gegn um pokann, heldur því nær í gegn um öldubrjótinn, sem þó er úr þykku stáli. Þessi „uppfinning" kom því að harla litlu hagkvæmu gagni, en aftur á móti að miklu ó- gagni, þar sem hún að vissu leyti kom í veg fyrir haldkvæmari aðferðir, sem síðar skal að vikið. Sandur er sem kunnugt er engin léttavara. Fyrirkomulagið var þannig, að út af brúarþak- inu var sett nokkurskonar framhald af því á alla vegu, út á móts við handriðið á brúarpall- inum, og síðan festir listar á brúnirnar þann- ig, að myndaðist nokkurskonar mót, síðan var sandpokum raðað í þetta mót, yfir allt þakið út á yztu brúnir á framlengingunni. Meining- in með þessari aðferð var að hlífa fyrir skot- um í gegn um brúarþakið og brúargluggana. Vegna þess, hvað þetta var mikill flötur, en sandurinn þungur, þá varð þyngdin frá því um 4,4 til 7 smálestir, eftir stærð brúnna. Svona mikill þungi, þetta hátt uppi yfir sjólínu skipsins, hlaut auðvitað að gera mikla yfir- vigt, þannig að skipin þoldu hana ekki nema í góðu veðri. Þegar veður versnaði urðu skip- , . “ pokarmr minir verjar oft höndum seinni til að henda út pok- unum. Þannig kom það iðulega fyrir, að skip, sem þannig höfðu verið „brynvarin“ hér á höfninni í Reykjavík, komust við illan leik út að Garðsskaga, þar sem pokarnir fengu verð- uga hvíld á hafsbotni og hæfilega blessun írá sjómönnunum, sem höfðu unnið að því að flytja þá þangað, ásamt viðeigandi hugsunum í garð þeirra manna, sem höfðu „fundið upp“ þessa snilldarlegu öryggisráöstöfun. Ekki miklu seinna en þetta gerðist, það er að nefndin tók sér hvíld frá „vel unnum störf- um“, tók nefnd, skipuð af fimmta þingi F. F. S. I. að gera sjálfstæðar tilraunir til að verja brýrnar þannig, að það kæmi að gagni fyrir vélbyssu- og riffilskotum, en yrði þó ekki of- vaxið burðarþoli skipanna. Tilraunir þessar tók- ust mjög vel. Þær leiddu í ljós, að tiltölulega þunn stálplata utan á brúnni og tróð úr búk- hári milli hennar og brúarveggsins, varði full- komlega fyrir riffilkúlum úr kopar og nikkel, aftur á móti fékkst ekkert sem varði fullkom- lega fyrir stálkúlum, en þær eru tiltölulega lítið notaðar. Upplýsingar um þessar tilraunir er að finna í 10. tölubl. Sjómannablaðsins Vík- ings árið 1941. Stálplötur urðu aftur á móti ekki notaðar á þakið sökum áttavitans, en þakið var í þess stað varið þannig, að ofan á það var jafnað tróðlagi úr búkhári, yfir það var sett þunnt lag af stálbiki, en síðar var steypt tveggja tommu blágrýtissteypulag ofan á það. Þó þetta hafi tæplega sama styrkleika og stálplötuvörnin, þá hefir fengist reynsla fyrir ágæti þess, saman- ber árásina á togarann „Vörð“, þar sem kúl- ur lentu á þakinu, en köstuðust af því aftur eftir að hafa gert rispu í steypuna. Mun þar að nokkru hafa valdið um að kúlurnar komu úr skálínu, en ekki tiltölulega beint, eins og t. d. á brúarhliðarnar. Þannið hafði náðst að finna fyrirkomulag, sem kom að miklu haldi hvað skotþol snerti. Annað, sem ekki var síður mikilsvert, var að þessi brynvörn var mjög létt, miðað við sandpokana, þannig að fullkom- in brynvörn á stýrishúsi og loftskeytaklefa á togara einum vóg ekki nema 2290 kg. sam- tals. Þar sem nú að þunginn deildist niður á VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.