Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 33
Á Húnaflóa, 19. des. 1942. Herra ritstjóri. Það er nú orðið æði langt síðan ég lofaði að senda þér línu. En þú ert orðin því svo vanur, að mér gengur hálf illa að efna loforðin, og vona ég að þú kippir þér ekki upp við það, þó þessar línur komi með seinni skipunum. Ég fékk Víking rétt eftir að ég kom úr út- legðinni á dögunum. Efnið er fjölbreytt og margt af því gott. Sárast er að þurfa að birta fregnir um þessi ægilegu slys. Þau eru ekki fá skörðin, sem rofin hafa verið í varnarvirki ísl. þjóðarinnar á síðustu árum. En ætli framherj- um þjóðarinnar sé það ljóst, að þessi skörð, í raðir sjómannastéttarinnar og í fiskiflotann. verður að fylla sem fyrst, ef ekki á illa að fara. Það er ágætt að fá þessa greinargerð dr. Björns um Fiskveiðasjóðinn. Þarna er það alt saman svart á hvítu. Og þó er ekki alt í. Það er nú meiri upp-kreistingurinn. Aldrei fengið ætan bita. Svo er honum kotað niður í vonsku í hornið hjá öðru fyrirtæki, eins og hrepps- ómaga. Þetta er líka mesta peð ennþá, þó hann sé kominn fast að fertugu. Fiskifélagið hefir nú reynt í mörg ár, að fá þennan sjóð aukinn, því að engum hefir dulist þörfin á þessari lánstofnun ef í lagi væri. Að lánveitingar væru ekki háðar dutlungum eða skapbrestum ákveðinna manna, en gengu eftir röð og engu öðru háðar en fyrirfram ákveðn- um tryggingum. Nú heyri jeg sagt, að Far- mannasambandið sé komið í , málið með ein- hverja velviljaða og áhugasama þingmenn sér til aðstoðar. Er því vonandi að eitthvað fari að marka fyrir stemningu í baráttunni fyrir þessu nytjamáli sjávarútvegsins. Þegar jeg var síðast í Reykjavík, frétti jeg að byrjað væi’i að grafa fyrir grunni Stýrimanna- skólans nýja. Er þetta okkur sjómönnunum ó- blandið gleðiefni. Og þarna sérðu nú, hvað sam- tökin okkar mega. Þú getur blótað þér upp á það, að skólamálið væri ekki komið eitt hænu- fet ennþá, ef ekki hefði notið við F. F. S. í. og Víkings. Vitanlega er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið. Skólabyggingin á langt í land ennþá. En eftir engu er að bíða. Það verður að jagast í þinginu og stjórninni um áframhald á fjárveitingum, þar til skólinn er kominn upp með öllu tilheyrandi. Þetta gera hinar stéttirn- ar í þjóðfélaginu og hafa alltaf eitthvað upp úr krafsinu. Ég sé ekki að það sé nein ástæða fyrir sjómannastéttina að draga sig í hlé í þeim efn- um. Bíða þegjandi þess, sem af einhverri náð er að henni rétt. Þessir aurar sem koma í rík- iskassann eru allir hrifsaðir upp úr honum, hvort sem er, eða þeir leka niður um allskonar rifur, því æði mörgum ber saman um að kassa- skömmin sé þrælgisinn. Þeir sem ekki bera sig eftir björginni, fá ekki neitt. Ekki er það nú vakurt með innflutninginn til landsins að því er virðist. Sjötíu og fimm milj- ónum lakari útkoman á ellefu mánuðunum síð- ustu, en í fyrra. Þó kvarta allir framkvæmda- menn yfir efnisleysi til allra gagnlegra hluta. Útveginn skortir vélar og verkstæðin efni tilvið- gerðar. Húsagerð utan Reykjavíkur og einkum i sveitum er lítil. Þó er yfirdregið á viðskipta- reikningum við útlönd, í einhverju bezta afla- söluári, sem yfir þjóðina hefir komið. Hvað hefir þá verið keypt? Hefir einhverj- um kaupmöngurúm verið fengið óskorað vald til þess að flytja alls konar óþarfa inn eftir eigin nótum? Eða hvað er hér að gerast? Það er að sjálfsögðu aldrei spurt um álit sjó- mannastéttarihnar í þessum efnum. En trúað gæti ég því, að þeim þætti almennt ekki vel varið andvirði fiskjarins, sem þeir afla og af- henda í öðrum löndum, ef fyrir það eru keypt- ir glerhundar og annað glingur, sem svo mikið ber nú á hér í búðum, og afhent er fólkinu með því aftaka verði, að annað eins hefir ekki áður heyrzt eða þekkzt. Það er reyndar mála sannast, að Islendingar eru nú alveg ruglaðir af rauðum bankaseðlum. Allar sögurnar, sem ganga manna á meðal um kapphlaup kvennfólksins um óþarfa og einskis- VlKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.