Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 19
um kringumstæðum), í ekki verra veðri en
að fjöldi mótorbáta var á sjó. Það er því þann-
ig ekki um beina ofhleðslu að ræða, heldur um
of mikla mishleðslu, þannig að skipið var of
þungt í annan endann, en of létt í hinn. Hæfi-
leg kjölfesta á réttum stað, mundi bæta úr
þessu. Til dæmis mundu ballestartankar aftur
í skipinu vega talsvert á móti of mikilli hleðslu
að framan. Það er því tilgangslaust að skella
skuldinni á skipin, að þau beri ekki þetta eða
hitt, t. d. brynvarnir, þegar ofboð vel má koma
þeim fyrir án þess að raska að neinu leyti
sjóhæfni skipanna, en svo á hinu leytinu að
loka alveg augunum fyrir því, þótt skipin séu
algerlega ósjófær fyrir mishleðslu, ef um afla
er að ræða, og lemja þá hausnum við klettinn
eins og hver annar verðugur Kleppsmatur og
segja „að það sé allt í lagi“.
Nei, góðir hálsar, það er engin afsökun fyrir
því sleifarlagi, sem ríkt hefir í framkvæmdum
öryggisreglugerða þeirra, sem fram hafa kom-
ið, viðvíkjandi siglingum á hættusvæðinu, og því
miður, það sleifarlag er að langmestu leyti
sjómönnunum sjálfum að kenna. Það hefir sýnt
sig, að þar sem viljinn var fyrir hendi, þar
gekk þetta eins og í sögu.
Það væri merkilegt fyrirbrigði, ef aðeins tveir
togaranna, með þeim minni og ábyggilega ekki
þeir burðarmestu skyldu þola brynvarnir, en
ekki hinir. Nei, því mundi heldur enginn trúa,
orsökina er ekki að finna þar.
Það eru því alvarleg tilmæli mín til sjó-
manna, að þeir endurskoði hug sinn og krefj-
ist þess, að öryggisreglum þeim, sem komið
hafa fram, að mestu leyti fyrir þeirra eigin
tilstilli, sé fylgt út í æsar, en ekki sé stungið
nefinu í sandinn og lokað augunum fyrir því,
sem aflaga fer.
Það ber ekki að skilja orð mín svo, að ég
telji að með brynvarinni brú sé öllu borgið,
eða ég vilji halda því fram, að skipin fljóti
á brúnni eingöngu, en komið gæti það fyrir,
að skipin flytu eingöngu fyrir það, að brúin
var brynvarin, og þarf það ekki skýringu við.
Það gerðist á tíð sandpokadellunnar, að skip
eitt lagði úr höfn úr Reykjavík fullbúið sand-
pokum á brúarþaki. Þegar kom fyrir Reykja-
nes fékk skipið á sig sjó, einn af mörgum,
sem er á hafinu, og fór á hliðina. Skipverjar
urðu að fleygja sandpokunum í hafið og vera
handfljótir til að bjarga sér og skipinu. Þeim
láðist að athuga það, að í landi var maður,
sem hafði greitt þessa poka fullu verði, einnig
innihaldið. Svo gerðist nú ekkert sögulegt í
ferðinni, fyr en komið var til Reykjavíkur aft-
ur, þá vantaði pokana. „Hvar eru sandpok-
arnir mínir?“ sagði eigandinn. Honum fannst
auðvitað að skipverjar hefðu eins getað hvolft
úr hverjum poka fyrir borð og síðan brotið
þá vendilega saman og geymt. Honum var vork-
unn, hann hafði aldrei verið til sjós, og vissi
ekki við hvað var að eiga í vitlausu veðri með
skipið á hliðinni. En mennirnir sem fundu þetta
upp, sérfræðingarnir, sem vissu betur, hvað
um þá?
Minnir þetta ekki óþarflega mikið á söguna
um vitleysingana, sem báru sífellt sama sand-
inn upp á loft og hvolfdu honum síðan ofan
um gat, í einn byng, sama bynginn sem þeir
tóku sandinn úr. Sjómennirnir á sandpokaskip-
unum hafa komizt að sömu niðurstöðu og vit-
leysingurinn, sem fann það út, að betra var
að keyra hjólbörurnar á hvolfi, því ef hann
snéri þeim við, „þá settu þeir sand í þær“.
Sjómennirnir hafa hafnað sandinum og öllu
hans „öryggi“. En ætlið þið ekki að fá ykkur
neitt í staðinn?
★
Þó hér hafi aðeins verið minnst á eina hlið
öryggismálanna, sem sé brynvarnirnar, þá væri
ekki síður ástæða til að minnast á fleiri, svo
sem þá ómynd á sumum skipum, sem enn við-
gengst, að flekinn sé þrælbundinn á framþil-
fari, í stað þess að vera á rennibraut, ein-
hversstaðar á aftanverðu skipinu, þar sem til-
tækilegast er. Að minnsta kosti, ef hann verður
nauðsynlega að vera á fordekki, þá sé hann
þannig úr garði gerður, að hann þurfi ekki
endilega að vera bundinn, en slíkum útbúnaði
er hægðarleikur að koma fyrir. En þar sem
þetta er orðið langt mál, þá mun ég sleppa því
að sinni, að gera grein fyrir á hvern hátt það
væri hægt, enda væri það meira en nóg efni i
aðra grein. Ég hefi heldur ekki minnst á báta-
uglur, sem eru svo veikar, að þær þola ekki
að bátunum sé lyft í þeim, nema í logni og
blíðu og þá helzt á höfnum inni. Ekki hefi
ég heldur talað neitt um ófullkomnar eða ófram-
kvæmdar bátaæfingar, eins og þó mun tíðkast
allt of víða, né um ótalmargt annað ,sem af-
laga fer.
En sjómenn góðir, eigum við ekki að reyna
að leggja saman krafta okkar og sjá um að
öryggisreglunum sé framfylgt, þær eru ekki
svo víðtækar, að taki að klípa utan af þeim.
Ef viljinn er fyrir hendi til sameinaðra átaka
má flytja fjöll, án samtaka verður eilíf kyrr-
staða eða afturför.
VlKINGUR
19