Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 36
UM BÖRNIN HEFUR VERIÐ SAGT:
Börnin eru það, sem mæður þeirra eru.— Landor.
★
Þar sem börn eru, ríkir gullöld. — Norvalis.
★
Börnunum er meiri þörf á góðri fyrirmynd, en
refsingu. — Bovee.
★
Minnstu börnin eru nánust guði, eins og minnstu
hnettirnir eru næst sólinni. — Ritcher.
★
Börnin eru lík hinum eldri í því, að reynsla ann-
ara er þeim einskis verð. — Daudat.
★
Mörg börn, miklar áhyggjur; engin börn, engin
hamingja.
★
Eg vil heldur vera rekinn út af fullorðnum, en
að börnum sé illa við mig. — R. H. Dana.
★
Skyldurækni barna er undirstaða dygða fullorð-
inna. — Cicero.
★
„Hjúkrunarkona", sagði sjúkiingurinn, „ég er ást-
fanginn í þér, ég vil ekki að mér batni".
„Vilaðu ekki, þér batnar ekki. Læknirinn er líka
ástfanginn í niér og liann sá þig kyssa mig í morgun".
★
, — Ljósinyndir (Fotografi) fann Niepbe upp 1828,
að fosta Ijósmyndii' á gler fann Dagueme 1828, en að
flytja þær svo á pappír fann Fox Talbot upp 1839.
★
Gléraugu voru fundin upp á Italíu af Aless-
ander de Spina seinast á þretfándu öld.
★
Hann: „þegar ég giítist þér, hélt ég að þú værir
engill, og ég held það ennþá-“.
Hún: „Já, það er nú auðséð. þú hcldur að ég geti
komist af án kjóla og hatta".
★
Margur veikur maður lá,
magann eitthvað þvingar.
Bólum ýmsum berast frá,
blót og formælingar. J, B.
Blaðinu hefir borizt þessi fyrrihluti vísu, sem
gerður var af góðum hagyrðing fyrir nokkrum ár-
um vestur á Súgandafirði fjöldamargir botnuðu og
nokkuð misjafnlega, eins og gengur, en þar á meðal
tveir ágætis botnar og verða þeir birtir síðar, en
blaðið óskar eftir að fá nýja tilraun með botnun á
vísunni og eru menn beðnir að senda þá sem fyrst.
Utanáskrift: Sjómannablaðið Víkingur, P. O. 425,
Reykjavík.
HVER VILL BOTNA?
Hvað er skálda hugsun hrein,
hvað er slíkur andi?
★
LANGT SKIPSNAFN
Flestum sjómönnum þykir það töluverður kostur,
að nöfn á skipum þeirra séu stutt og laggóð, því
annars eru þau venjulegast stytt í daglegu tali eða
jafnvel uppnefnd.
Löng nöfn á skipum eru þó langt frá því að vera
óalgeng, ef skipin heita eftir mönnum. Einna lengst
af þess háttar nöfnum mun þó vera heitið á ítölsku
beitiskipunum af Condottieri-gerðinni (9000 tonn.
ganga ca. 36 sjómílur á klukkustund). Eitt þeirra
heitir t. d. LUIGI DI SAVOIA DUCA DEGLI AB-
RUSSI og annað EMANUELE FILIBERTO DUCA
D’AOSTA.
★
i Púður þekktu Kínverjar í fornöld, en í Evrópu
var það fyrst fundið upp af Berthold Schwartz á
])ýzkalandi 1281.
★
Gler var notað 1 glugga fyrir Krists fæðing, en
var lengi svo dýrt, að það var fyrst. notað í glugga
i íbúðarhúsuin á Englandi 1557.
★
Saunmálar úr stáli voru fyrst smíðaðar á Eng-
landi 1545, en þekktar voru-þá'r á þýzkalandi 200
árum fyri-.
36
VÍKINGU R