Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 7
CARL OLSSON:
Baráffan við kafbáfana
á Biscaya-flóa
Á svæðinu frá Scilly-eyjunum til Spánar-
stranda, og þaðan vestur og út í Atlantshafið,
er háð orusta, sem örlög bandaþjóðanna velta
á. —
Það er þrotlaus barátta, sem háð er nótt
og dag, og aldrei er slakað á klónni, hvernig
sem viðrar og hvort sem lánið er með eða móti.
Það er baráttan við kafbátana á Biscayafló-
anum.
Eftir fall Frakklands haustið 1940, létu
Þjóðverjar það vera sitt fyrsta verk að notfæra
sér Atlantshafsströnd Frakklands til að koma
þar upp stórkostlegum bækistöðvum fyrir kaf-
bátaflota sinn.
Á allri strandlengjunni frá Cherbourg til
Bordeaux, í ótal höfnum, stórum og smáum,
tóku þeir að byggja mikla og ramgera stein-
steypuhella, sem hæli fyrir kafbátana. Þökin
á þessum hellum eru margir metrar á þykkt og
þar á fá engar sprengjur unnið á.
Meðan á þessu gekk, voru þeir í Þýzkalandi
að hleypa af stokkunum nýrri tegund af kaf-
bátum, sem voru svo rammbyggðir, að þeir
gátu stungið sér niður á hundrað faðma dýpi,
sem var helmingi neðar en hin banvænu áhrif
djúpsprengjanna náðu, þeir voru útbúnir alveg
nýrri tegund af vélum, svo sparneytnum og
hentugum, að jafnvel hinir minnstu þeirra gátu
farið fram og aftur yfir Atlantshafið, án þess
að þurfa að óttast eldsneytisskort.
Þessir kafbátar voru þannig gerðir, að hægt
var að flytja þá í smápörtum með járnbraut-
um til Frakklands, þar sem þeir voru settir
saman.
Meðan verið var að byggja kafbátahellana,
smíða kafbátana og setja þá saman í Frakk-
landi, voru brezku strandvarnaflugvélarnar
smátt og smátt að vinna á í orrustunni um
Atlantshafið.
Kafbátarnir voru þá vanir að koma frá
Þýzkalandi eftir norðurleiðinni — meðfram
norsku ströndinni. Smátt og smátt var þeim
bægt lengra og lengra út á hafið — burt frá
ströndinni og hinum fjölförnu skipaleiðum.
Þá kom árásin á Pearl Harbour. Hellarnir
fyrir botni Biscayaflóans voru þá tilbúnir að
hýsa neðansjávar drápvargana. En enginn, og
allra sízt í Ameríku, gaf þessu gaum, fyr en
Þjóðverjar tilkynntu, að þeir höfðu á skömm-
um tíma sökkt tvö hundruð skipum við strend-
ur ameríku. Ameríkumenn höfðu ekki undirbúið
neinar varnir gegn kafbátum.
Eitthvað varð að gera. Bromet, vára-mar-
skálkur í flugliðinu skrapp til Ameríku til
skrafs og ráðagerða við yfirvöld Bandaríkjanna
Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að flestar
kafbátahjarðirnar sem herjuðu við strendur
Ameríku, kæmu frá höfnum við Biscayaflóann.
Það varð því útfallið, að strandvarnarflug-
liðið brezka yrði látið bæta á sig gæzlunni í
Biscayaflóanum, ofan á gæzluna í Norðursjón-
um, norður Atlantshafinu og siglingaleiðinni
til Murmansk. Þar með hófst hin sífellda ref-
skák milli kafbátaáhafnanna og mannanna í
flugvélunum, sem sátu um þá í loftinu.
Flugvélarnar reyndu að geta sér til um allar
hreyfingar kafbátanna fyrirfram, forsjálni og
skarpskyggni hafði mikið að segja í þessari
baráttu í Biscayaflóanum. Það var vitað hvar
bækistöðvar kafbátanna voru, og hvað þeir gátu
haldið sér lengi í kafi í einu.
Allur flóinn var nákvæmlega kortlagður, og
var reynt að geta sér til hvar kafbátarnir
mundu leggja leið sína um hann fram og til
baka. Því fleiri flugvélar, sem hægt var að setja
í leitina, því fleiri kafbáta var hægt að koma
auga á.
Nætur-sprengjuflugvélar voru sendar út, svo
sem Whitleys og Wellingtons, málaðai' hvítar,
til þess að þær líktust sem mest ljósum ský-
hnoðrum, og tóku þær upp baráttuna við hlið-
ina á Sunderlands, Catalinas og Hudsons flug-
bátunum, sem hingað til höfðu orðið að bera
hita og þunga eltingarleiksins.
VlKINGUR
7