Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 14
HALLDÓR JÓNSSON: Siglingar eru Þetta er gamalkunn setning, sem enginn þarf að bera brigður á, allra sízt þeir, sem í eylandi búa. Hér á landi hefir þjóðinni verið slíkt lífs- nauðsynlegt frá fyrstu tíð. Á síðustu tímum með stóraukinni tækni, verður fiskveiði og sigl- ing enn ríkari þáttur þjóðlífsins. Og ef ekki er lagt allt kapp á að viðhalda og auka það, sem við höfum náð á þessu sviði, verður hér stór- kostleg afturför og fyrirsjáanlegt neyðarástand. En hverju er því alvörumáli sinnt. Á undan- förnum árum þannig. Að þeir, sem hafa viljað auka skipastól okkar hafa verið hundeltir og hrjáðir og óteljandi neitanir hafa verið við því lagðar að ný skip eða nýleg fengjust innflutt, þó sannanlega væri hægt að fá þau. Fiskveiða- floti okkar einkum stærri skip eru komin á það aldursskeið að um leið og hið vitfirrta ástand styrj aldartímannna endar, verða þau ekki til annars nýt, en ef hægt væri að selja þau úr landi til notkunar fyrir aðrar þjóðir sem ,,drullupramma“ við hafnargerðir, eða ekki einu sinni það, því að til þess eru þau óhentug. Það líða því ekki mörg ár, eftir stríð þegar við hættum að leika okkur að því að flytja inn fyrir 18 milj. kr. meira en útflutningurinn nem- ur, heldur blátt áfram neyðumst við til þess og gæti jafnvel svo farið að við yrðum að flytja inn fisk til þess að éta! Og er ekki vert að brosa gleitt yfir slíkri fjarstæðu, í þjóðfélagi eins og okkar, þar sem ekki eru liðin nema 4 ár síðan að við þurftum að kaupa erlendis frá, síld fyrir um 100 þús kr. af dýrmætum gjaldeyri, af sam- keppnisþjóð okkar á fiskveiðasviðinu, síld sem þeir höfðu veitt hér við ísland, urðum við að kaupa af þeim aftur til beitu fyrir okkar fiski- skip. Og það um leið og mönnum var bannað að flytja inn skip til þess að veiða síld hér og greiða mátti verð þeirra eftir geðþótta kaup- anda með því sem þau öfluðu. En til þess þó að allt liti betur út, voru á pappírnum veittir f járstyrkir til skipakaupa, sbr. styrk Fiskimála- nefndar, 1938, en þegar búið var að útvega byggingu á fyrsta flokks togara af stærstu gerð, sjá 9. tbl. og sótt var um styrkinn, kom frá nauðsyn (N avigare necesse) Fiskimálanefnd formálalaus neitun. Þannig hef- ir verið hlúð að þeim atvinnuvegi, sem nú er svo dýrmætur, að ef hann stöðvast um mánaðar- tíma, ætlar allt að ganga af göflunum um að öll „velmegun" þjóðarinnar leggist í rústir. Siglingar eru nauðsynlegar. En það er ekki allt nauðsynlegt sem okkar takmarkaði skipa- kostur hefir verið notaður til þess að flytja þjóð- inni. eÞir vita það bezt sjómennirnir, sem leggja líf sitt í hættu við siglingarnar. Þær bera það einnig með sér búðarholurnar, sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur í höfuðborginni og aragrúi ungra og vaskra manna, er hafa allt í einu gerzt heildsalar eða smásalar og „stór- slegið sér upp“ og framhjá því verður ekki gengið, að margir hafa starfað af hinni mestu hugkvæmni og dugnaði. En það er alveg full- víst að þjóðfélaginu hefði verið hollara að eiga fæi'ri nýja heildsala og smákaupmenn, en að dugnaður þeirra og hugkvæmni hefði beinzt inn á aðrar brautir. Enda hefir töluvert verið afgreitt, þegar lit- ið er í hagskýrslur. Á tímabilinu jan.—okt. 1942 fluttum við inn, auk margs annars eftirtaldar vörur: Ilmolíur og snyrtivörur fyrir 2,322 milj. kr. Húðir og skinn.......— 1,498 — — Álnavara o. fl.......— 21,926 — — Tekniskar vefnaðarvörur — 4,946 — — Fatnaður úr vefnaði .... — 11,880 — — Fatnaður úr skinni .... — 1,282 — — Tilbún. vörur úr vefn... — 1,508 — — Gler- og glervörur .... — 2,837 — — Gimsteinar, perlur og þ.h. — 1,017 — — Munir úr ódýrum málm. — 10,198 — — Vagnar og flutningstæki — 9,040 — — Ósundurliðað ........ — 9,59 — — 70,816 milj. kr. Menn kippa sér nú orðið ekki mikið upp við háar tölur, en óneitanlega hefði þetta þótt lag- leg fjárupphæð á þeim tíma, er beinar skuldir ríkissjóðs námu um 60 milj. kr. Nú er ný ríkisstjórn tekin við, til þess að VlKINGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.