Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Blaðsíða 15
bjarga því, sem bjargað verður. Nú á ekki leng- ur að nota skipin jafn óhóflega eins og verið hefir til þess að flytja „skran“, og er það vel farið, ef gert verður. Það á einnig að lækka verð landbúnaðaraf- urða, en með lítilsháttar hælkrók. Neytendur fá vöruna ódýrari, en framleiðandinn fær sama verð fyrir vöru sína og þegar hún komst hæst, mismunurinn skal takast af stórstríðsgróða- fyrirtækjunum. Það er fögur hugmynd, að sel- flytja þannig á milli mok auð hinna ríku, yfir til hinna fátæku. En kapp er bezt með forsjá. Sú skoðun hefir stungið sér niður, að þessi nýj a gjafastefna til hinnar þrautpýndu íslenzku bændastéttar, myndi leggja enn breiðari „flótta“-veg úr sveitunum til okkar glæstu höf- uðborgar með hin miklu höfuð.Hér munu nefni- lega bændur, ef vel er á haldið, geta keypt smjör kílóið fyrir 13 kr., en heiman frá sér fengið fyrir aftur á ný a. m. k. 20 kr. Þannig gætu þeir hringrásað sömu smjör- skökunum, svo lengi sem þetta fyrirkomulag stendur án skömmtunarseðla. Allir ráðherrarnir hafa komið auga á það að siglingar eru nauðsyn. En lítið fer ennþá fyrir því, að menn hafi skilning á því að það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til þess að sigla á. Eimskipin okkar eru að úreldast, og fiskveiða- flotinn alveg að þrotum kominn. Togarinn, sem hér birtist mynd af er einn af þeim, sem aus- ið hefir upp stríðsgróða, hann er 30 ára gam- all og er talinn úr sér genginn, en hefur nú verið „endurbættur" í 9 mánaða viðgerð, sem mun kosta rúma hálfa miljón króna! Eftir stríð verður hann varla þess virði. Með vax- andi smjörskatti, verður sennilega að taka þá „stórfúlgu", sem í nýbyggingarsjóði er, til ríkis- sjóðs, því að ekki er sopið kálið, þó að í aus- una sé komið með smjörið, því í smjörbúunum sumum mun sú forsjálni hafa verið viðhöfð að geyma allmörg tonn af smjöri, þar til neytendur bæjanna þyrftu að greiða enn hærra varð fyr- ir það, en með illri og langri geymslu hefir það svo eyðilaggzt, og þá á að hilma yfir svívirðing- athæfið, með því að henda smjörinu, greiða fullt verð þess úr ríkissjóði, svo að hvergi sjái mis- fellur frammi fyrir neytendum, og „almenningi" svo mjúklega tilkynnt að allur kostnaður við hinar lífsnauðsynlegu dýrtíðarráðstafanir verði tekinn af „stríðsgróða stórútgerðarinnar“ og ennþá sefar sú undursamlega setning stóran hóp þjóðarinnar. Það er ekki vert að orðlengja meiri í bili, en því lengur sem þessi setning er talin allra meina bót. bví meiri fullvissa fyrir. að sjávar- VÍKINGUR útvegur okkar íslendinga leggst i kaldakol, og þá étum við hvorki glænýtt eða grænmyglað smjör landbúnaðarins, heldur nöitum skít úr skel, og verðum af samkeppnisþjóðum okkar, sem nú þola raunir styrjaldarinnar, en fram- kvæma nýbyggingar eftir stríð, kallaðir hland- koppasiglingaþjóðin með gullkýrnar. Sjómenn og sjávarútvegsmenn hafa síðustu árin ekki átt upp á pallborðið hjá löggjöfum þjóðarinnar, hvorir í sínu lagi, og það sem verra er, að þrátt fyrir samtvinnan atvinnu þeirra, vinna þeir marg oft hvorir gegn öðrum. Það er því hægur vandi fyrir stjórnmálaspekúlantana, að vega þá niður hvorn í sínu lagi, enda trú- lega verið gert. Síðasta dæmið: sjómenn og útgerðarmenn telja eitt helzta öryggi fyrir skipin að sigla í B.v. Hilmir, 30 ára gamall áekkertí ,,byggingarsjóSi“. samfloti. Nú hefir þetta nokkuð verið tíðkað, en mennirnir eru misjafnir, meðan allt gengur vel, hafa sumir skipstjórar orðið leiðir á slíku, og rofið slíkt samkomulag, allir eru sammála um, að aðeins eitt getur afstýrt slíku samkomu- lagsrofi, en það er, ströng löggjöf, um sam- flot skipa. Stéttarfélög sjómanna hafa hvað eft- ir annað farið fram á slíkt við ríkisstjórnir landsins, en aldrei verið sinnt. Nú síðast við utanflokka-stjórnina. En með sama árangurs- leysi, og byggt á því, að útgerðarmenn muni telja það geta valdið truflunum á veiðiferðum skipanna, og jafnvel orðið til þess að eyðileggja aflann. Þetta eru rök, sem ekki er hægt að neita, með því fyrirkomulagi á fiskveiðum skip- anna, sem nú ríkir. En við breyttar aðstæður, þarf auðvitað að breyta fyrirkomulagi, ef menn raunverulega vilja forðast óhæft ástand, eins og það, að íslenzku fiskiskipin sigli ein og ó- varin, þegar Bretar telja það eitt af nauðsyn- legustu ráðstöfunum sínum að láta fiskiskip sín sigla í samfloti, sem þau og gera. 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.