Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 3
megin, reif hann skjólborðið burt frá vanti og aftur að bátadekki og lagði það inn á þilfar; var þá sett á hæga ferð og skipinu haldið meira undan vindi, en jafnframt varð það töluvert frá þeirri stefnu, sem raunverulega átti að halda, var haldið svona á aðra klukku- stund, tók nú óðu mað dimma af nóttu og tunglið ekki komið upp, varð svo dimmt í élj- unum að ekki sást fram fyrir skipið, var þá snúið upp í vind og sjó, vegmælir tekinn og sýndi að farnar höfðu verið 132,0 sjómílur. Skömmu síðar heyrðist í miklum sjó, virtist hann eftir gnýnum vera bakborðsmegin við stefnuna, og var skipinu snúið aðeins í þá átt, upp að honum, til að taka hann beint á stefnið. Varla var skipið komið í áttina að sjónum, þegar annar sjór helti sér með ofsalegu vatns- falli yfir stjórnborðsbóg skipsins og færði það í kaf, svo að yfirborð sjávarins var einhvers- staðar fyrir ofan höfuð okkar, sem í stýris- húsinu voru. Tveir gluggar voru opnir og fylltist stýrishúsið strax og urðum við allir holdvotir, þóttumst við þó sleppa vel, þar sem engin rúða brotnaði. Nokkuð hægfara þótti mér hann að rífa sig upp úr kafinu, svo að ég setti á fulla ferð, var þá sem ósýnilegar hendur hefðu fest tök á skipinu og rikt því upp með þvílíku afli, að enginn getur gert sér slíkt í hugarlund, nema sjálfur að vera þess aðnjótandi að vera við- staddur, er þannig lagað kemur fyrir. Þegar skipið kom upp var ljótt um að lítast á þilfarinu, kassarnir sem á lúgunni voru sáust ekki lengur að undanskildum 4 kössum er skorðast höfðu á milli lúgunnar og spilsins, skjólborðið bakborðsmegin var horfið, hafði það farið eins og hitt, frá vanti og aftur að bátadekki, en sá munurinn var á að það fór út en hitt innfyrir. Báturinn, sem hékk í ,,davíðum“ bakborðs- meginn, hafði rifnað að endilöngu og var önn- ur síðan farin úr honum en hin lafði í annari ,,talíunni“ og slógst í síðu skipsins, var sætt lagi og skotist út og flakið skorið frá. „Davíð- urnar“, sem báturinn hékk í höfðu lyfzt upp í hæð, sem svaraði tveim kassahæðum, sást þetta síðar er farið var að athuga skemdirnar, þá kom sem sé í Ijós að þær höfðu rekist í gegnum tvo fiskkassa. Töluvert af fiski og kassabrotum var að flækjast á þilfarinu, ásamt yfirbreiðslunni, sem yfir kössunum var, svo og vír og kaðalsspottar, nú voru góð ráð dýr, svona drasl mátti ekki flækjast þarna til lengd- ar, gat þessu þá og þegar skolað fyrir borð og lent í skrúfu skipsins, og var þá beinn háski á ferðum; ofsaveður með stórsjó, sem búazt mátti við að helti sér yfir skipið á hverju augnabliki, og hryðjum sem voru svo svartar að ekki sást út úr augunum. Að senda menn út í þetta til að hreinsa til á þilfarinu sýndist. ekki árennilegt, en skipi og mönnum varð að halda ofan á svo lengi, sem þess var kostur og ekki hika við neitt er að því gæti stuðlað og þetta varð að framkvæma svo fljótt sem auðið var. Rak nú hvað annað, maður var í flýti send- ur niður í vélarrúm til að sækja olíu til að hella í sjóinn, til að reyna að deyfa mestu brotsjóana næst skipinu, og annar til að út- búa poka með olíublautum tvisti. Var þetta framkvæmt á litið lengri tíma en ég þarf til að skrifa þetta niður. Nú var beðið nokkur augnablik eftir góðu lagi, hryðjan gekk yfir og varð tunglskinsbjart, var þá skotist út á þilfar og tvistpokunum komið fyrir í vöntunum, sínum hvoru megin. Skipinu var haldið vindréttu á meðan og höfð svo lítil ferð á sem frekast mátti, enda þurfti ekki að hafa mikla ferð til þess að stýrði, vegna þess að skipið lá nokkuð mikið fram og hélt sér þar afleiðandi sjálft vel upp að vindi. Um tíu mínútur gátu mennirnir verið úti í fyrstu lotu, en þeir afköstuðu miklu, yfir- breiðsluna gátu þeir bundið þannig að hún varð þeim ekki til trafala á meðan þeir gengu frá vír- og tóspottum og kassabrotum, og at- huguðu hvort nokkursstaðar kæmist sjór nið- ur í skipið. Nú kom hryðja og voru þeir kall- aðir inn á meðan hún gekk yfir, lítið sást til, en skipið varðist vel og enginn sjór kom á það til skaða. Brátt birti til aftur og komust þeir út aftur og gátu nú gengið frá því, sem eftir var, létu þeir yfirbreiðsluna niður í ganginn hjá eldhúsinu og lokuðu siðan öllum götum, VÍKINGUR 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.