Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 18
stjórinn niður og tók að hugsa, skinhorað út-
taugað flak af manni, sem hafði varðveitt gáfur
sínar og hugkvæmni og vissi hvað hann átti að
gera við þessa einu eign sem hann átti eftir.
Að lokum tók hann járnpott úr eldhúsinu;
setti teketilinn á hvolf ofan á hann, og sá að
þeir voru misstórir. Ekki lét hann þetta á sig fá,
en telgdi til hring úr viði og festi þannig sam-
an pottinn og ketilinn. Því næst braut hann
hlaupið af skammbyssunni og stakk því í túð-
una á katlinum og tróð í, svo þétt varð. Árang-
urinn var mjög frumstætt verkfæri til þess að
vinna drykkjarvatn úr sjó, þegar það var sett
á ofninn í eldhúsinu og kynt undir.
ímyndið ykkur hina mennina horfa á skip-
stjórann, meðan hann var að þessum smíðum.
Að þetta tækist var algjörlega eini björgunar-
möguleikinn, því þeir voru aðframkomnir af
þorsta. Varir þeirra voru svartar og sprungnar
og þeir gátu ekki talað lengur. En nú höfðu þeir
betri aðferð til þess að kveikja upp eld, heldur
en aðferð lndíánans. Skipstjórinn gat fljótt
kveikt með tinnulásnum af skammbyssunni
sinni, og er þeir sáu hve vel það gekk, þá vissu
þeir, að þeir þyrftu ekki að vera án elds framar.
Saman lyftu þeir hinu dýrmæta tæki upp á
ofninn. Nóg var af eldsneyti, timbri úr farmin-
um, sem hafði verið þurkað á þilfarinu. Bráð-
lega streymdi gufan út um skammbyssuhlaup-
ið, og þá helltu þeir kölduin sjó yfir teketilinn,
til þess að gufan þéttist, og svo fór ferskt vatn
að ieka úr byssuhlaupinu, dropi eftir dropa, þeir
héldu tinkrús undir. Vatnið var skelfing lítið,
en þeir héldu áfram að sjóða, skiptust á um það
nótt og dag.
Svo lítið var vatnið, sem þeir unnu, að hver
maður fékk fjögur lítil vínglös á dag, eða tæpan
pela. En það var nóg til þess að þeir gátu hald-
ið áfram að lifa, þjást og vona. í hinum hlýja
sjó, sem flakið nú var statt, hrúðraði skrokkinn
fljótt utan, og á hann settust allskonar skeldýr.
Skipverjar skófu þau af skrokknum, svo langt
sem þeir náðu og um nokkurn tíma höfðu þeir
enga aðra fæðu en þessa skelfiska. Venjulega
borðuðu þeir þá hráa, vegna þess að þeir hefðu
þurft að hætta við að eima vatnið á meðan þeir
hefðu soðið matinn.
Hinn tryggi matsveinn var sá næsti, sem
hvarf úr hópnum. Hann andaðist í marz, eftir
að þeir höfðu verið á reki í þrjá mánuði, og
hann tók dauða sínum með þeirri ró og virðu-
leika, sem er kynstofni hans eiginlegur.
Þeir, sem eftir lifðu, skáru annan fótinn af
Iníánanum og beittu honum fyrir hákarl.
Skömmu siðar lánaðist þeim að finna hina
skammbyssuna skipstjórans og var þá hlaupi
hennar bætt við hlaup hinnar og óx þannig
nokkuð vatnsmagn það sem þeir hreinsuðu til
drykkjar, þannig að þeir fengu átta flöskur á
sólarhring. Þar að auki höfðu þeir komið sér
upp rennum, svo ekkert regnvatn fór til spillis,
sem féll á þak eldhússins eða skýlis þess er
skipshöfnin hafið smíðað sér.
En þetta var ekki nóg. Þróttur þeirra er eftir
lifðu dvínaði óðum, og í apríl leysti einn háset-
inn síðustu landfestarnar og lagði á hinar ó-
kunnu leiðir. Voru þá þrír menn eftir á Polly,
skipstjórinn og tveir hásetanna.
Nú rak flakið inn á þann hluta Atlantshafs-
ins, sem sagnafrægastur hefir lengi verið, hið
dularfulla Sargasso-haf, eða þanghafið, sem
liggur milli 16. og 38. gráðu norðurbreiddar
milli Azoreyja og Antilla eyja. Það er gömul
sögn, að skip sem komist inn í þangið, geti ekki
losað sig aftur, en það er nú heldur mikið sagt.
Að minnsta kosti komst Kolumbus í gegnum
þetta þanghaf á leið sinni vestur, en þar er byr-
inn nú venjulega heldur linur, svo skipverjar
hans voru farnir að örvænta um að sjá land
aftur.
Hin rólegu vötn Sargossahafsins voru skip--
stjóranum á Polly og hinum tveim félögum lians
regiuleg paradís, því að þar var fullt af fiski,
kröbbum og skelfiski. Þar var hægt að fá nóg-
an mat með lítilli fyrirhöfn. Þeir drógu mar-
hálms og þangflækjur inn yfir brotna borð-
stokkana og tóku úr þeim krabba svo hundruð-
um skipti. Og fyrir þessa vönu sjómenn var
ekki langrar stundar verk að búa sér út veiðar-
færi. Þeir fundu nagla, hituðu þá og hömruðu,
gerðu úr þeim öngla, en færin fengu þeir með
því að rekja upp kaðla. Og svo veiddu þeir fiska,
og suðu þá, þegar hægt var að taka ofninn til
slíks vegna vatnsins. Annars átu þeir fiskinn
hráan, og þótti það ágætt, er þeir fóru að venj-
ast því. Þar að auki flöttu þeir allmikið af fiski
og hertu hann í sólskininu uppi á þakinu á skýli
sínu. Sjósaltið, sem safnaðist á botninn á katl-
inum, var tekið og néru þeir því í fiskinn, svo
hann skemmdist ekki.
Vorið hélt áfram að líða, unz flakið á Polly
hafði verið á reki í fjóra mánuði. Skipbrots-
mennirnir voru nú farnir að venjast þessum á-
stæðum, sem þeir voru í. Hið einkennilegasta af
öllu er þó, að enginn mannanna skyldi missa
vitið. Einhvern tíma eftir að aprílmánuður var
liðinn hjá, andaðist annar hásetinn, og voru þá
einir tveir eftir, skipstjórinn og háseti að nafni
Samuel Badger.
Og þessir menn voru sístarfandi. Þeir gerðu
svo vel við skýli sitt á þilfarinu, að það hélt bæði
veðri og vatni, en þetta gátu þeir gert, eftir að
hafa fundið naglakút í framstafni skipsins. Hve
lengi þeir voru að þvælast um Sargossahafið er
VÍKINGUR
250