Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 12
fslenzkur sjávarútvegur á víða við erfið hafnar- skilyrði að stríða, enda er það algengt að bátar slitna upp af legu, og rekur í land.......... Stebbi gamli var ákærður fyrir að hafa stolið kassa af niðursoðnum ávöxtum. Verjandi hans sagði við hann: „Áður en ég tek að mér mál yðar, verðið þér að segja mér hreinskilnislega, hvort þér hafið stolið ávöxtunum eða ekki.“ „Auðvitað stal ég þeim, svaraði Stebbi. „Það er allt í lagi,“ sagði verjandinn; en þú verð- ur að láta mig fá helminginn." Þegar málið kom fyrir rétt, sagði verjandinn: „Ég get fullvissað ykkur um, að skjólstæðingur minn hefir ekki fengið meira af þessum ávöxtum en ég.“ Stebbi var sýknaður. * Á heimleið. I. Austan kaldinn að oss blæs, undir telcur reiði. Kemur niður, kallar ræs, komið fína leiði. II. Senn slcal draga segl að hún svo að skríði drjúgum, höldum síðan hafs á brún í hliðar-vindi Ijúfum. íslenzkur sjómaður. Það freyðir hinn fljótandi lögur við fannþakta tslands strönd, með flalctandi fanna lcögur flegin oss bera út um lönd. Við stjórnvöl þar státinn stendur stórmenni af íslenzkri ætt. Hann skýst eins og byssu brendur til bjargar ef skipinu er hætt. G. Á FRtVá Á eynni Lesbos hafði tyrkneskur maður drepið annan í áflogum. Iiann var leiddur til dómarans, sem bauö að koma með hinn málspartinn. „Það er ekki hægt, sagði einhver viðstaddur, „því að hann er farinn veg allrar veraldar.“ „Gott og vel,“ mælti dómarinn, „þá skulum við senda þennan þangað, svo þeir geti jafnað þessa misklíð með sér.“ * Maðurinn: Því lemurðu drenginn svona. Stóri bróðir: Ég lem hann svona af því að ég er örvhentur. * Verjandinn: Þér segið, að veggurinn sé 8 feta hár, og þér stóðuð við hann, án þess að hafa stiga eða nokkuð annað til að standa á. Vitnið: Já. Verjandinn (sigri hrósandi): Þá getið þér ef til vill frætt mig um, hvernig þér, maður tæp sex fet, gátuð horft yfir átta feta háan vegg og fylgst með gjörðum ákærðs. Vitnið: Það var gat á veggnum. * Rússi og Pólverji voru eitt sinn að deila um veðurhörku. Rússinn sagðist einu sinni hafa verið í svo miklu frosti að gufan hefði frosið á tekatlinum. Það er ekki mikið, sagði Pólverjinn. Eitt sinn var ég í svo miklu frosti að kind, sem féll ofan fyrir kletta, stóð kyrr í loftinu. Það er ekki hægt, sagði Rússinn, það er á móti þyngdarlögmálinu. Þyngdarlögmálið var frosið líka, sagða Pólverj- inn. * Gamlan og fátækan bónda vantaði tilfinnanlega 200 krónur. Skrifaði hann því bréf til guðs og bað hann að lána sér peningana. Þegar bréfið barst í hendur póststjórnarinnar, sendi hún það til K. F. U. M. Þar var bréfið lesið upp á fundi, og af því að söfnuðinum þótti mikið til koma hinnar einlægu trúar bóndans, voru hafin samskot, og söfnuðust 100 krónur. Voru þessir pen- ingar sendir bónda. Nú leið langur tími, og aftur vantaði bónda pen- inga. Sendi hann guði aftur bréf, sem líka barst til K. F. U. M. Var bréf þetta lesið upp á fundi. Var það svipað og hitt bréfið, en endaði á þessa leið: — „Og loks bið ég þig, guð, að láta peningana ekki fara í gegnum K. F. U. M„ því að þeir stálu af mér 100 krónum, helvískir." * „Hvernig líður bræðrum yðar?“ „Annar er giftur, en hinum líður vel“. 244 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.