Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Qupperneq 6
jaka sem ferjur. ErfiðleiKarnir eru of miklir fyr- ir mannlega krafta að yfirstíga. Og þegar þessi úttauguðu menn taka sér hvíld, eftir dagslangt strit, í hálfblautum svefnpokum, er árangur dagsins aðeins 3—4 kvartmílur, og oft ekki nema ein og tvær. Eftir hérumbil tveggja vikna óaflátanlega göngu, kom svo gott og bjart veður, að de Long getur tekið sólarhæð. Honum til stórkostlegra vonbrigða kemur þá í ljós, að þeir eru staddir á 76°46' N.br., eða 28 kvartmílum noi’ðar en ,,Jeanetta“ sökk. Hann endurtekur athugunina, hvað eftir annað, en útkoman verður sú sama. Þeir reka því hraðara til norðurs, en þeir megna að vinna á suður eftir. Hann vill samt ekki drepa kjark manna sinna, og trúir því bara lækninum og Melville fyrir þessu. „Aldrei að örvænta“, skrifar hann þennan dag, og svo hefja þeir bar- áttuna aftur, stöðugt í góðri von, en þó undir- búnir undir það versta. Eftir mánaðar armæðu og hrakninga koma þeir h.u.b. á sama stað og skipið sökk, en smátt og smátt verður þó straumurinn og ísinn þeim hagfeldari, svo ferðin gengur betur. Síðast í júlí finna þeir þriðju eyjuna, sem er dálítið stærri en hinar tvær, hana nefna þeir Bennett- eyju, og austurenda eyjunnar skýrir de Long eftir konu sinni, og kallar hann Emmuhöfða. (Cap Emma). Þeir hvíla sig nálega eina viku þarna á eyjunni, og athuga hana nákvæmlega. Svo verða þeir að halda áfram yfir isinn, sem stöðugt verður ótryggari og ótryggari. Þeir verða nú að nota ýmist báta eða sleða, hund- arnir verða stundum órólegir í bátunum, og verður þá að skjóta þá. Aðeins einn þeirra. Snozzer vilja þeir ekki missa. Eftir því sem þeir geta notað bátana meira, gengur ferðin betur, og dag nokkurn í endaðan ágúst ná þeir landi á Faddejew, einni af síberísku eyjunum. f fyrsta sinn eftir rúm tvö ár, standa þeir nú á snjólausri mosa- og grasgróinni fold. Snozzer ærslast vilt- ur í kringum þá, og gleði mannanna er ekki minni, þrátt fyrir mjög ískyggilegar framtíðar- horfur. Engum tíma má spilla, því matarforðinn er að ganga til þurrðar, þótt skammturinn hafi verið minkaður. Hreindýr var skotið á einni af litlu eyjunum, og hjálpar í bili. Virkilegur há- tíðaréttur, en endist þó aðeins stutta stund. Sleð- arnir voru nú skildir eftir og þessum 33 mönn- um, sem þurftu að bjarga lífi sínu, var skipf niður i 3 báta undir forustu de Longs, Melville og Shipps. Þeir gátu haldið hópinn þar til hinn 12. september, þá urðu þeir fyrir stórviðri úti fyrir Lenafljótsmynni, en þá urðu þeir fráskila og náðu aldrei saman úr því. Nokkrum dögum siðar ös’luðu þeir de Long og 13 menn hans í land á Leneóshólmunum, blautir, slæptir og svo þreyttir, að þeir gátu ekki lyft fótunum upp úr vatninu, þannig drógust þeir áfram gegnum vatn og ís. Fyrir þeim lá nú 100 kvartmílna göngu áfangi, yfir hin eyðilegu landssvæði við Lena. Matarforði var aðeins til fárra daga, og skamturinn var enn minkaður, niður í það allra minnsta sem hægt var. Hungrið pinir þá ægilega, Alexey, annar eskimóinn skýt- ur tvö hreindýr. Það varð eini veiðifengurinn Dýrin voru étin bókstaflega með húð og hári, og þegar ekkert er eftir, er Snizer skotinn og étinn, svo magur sem hann er. Að endingu er ekkert eftir, og þeir halda í sér lífinu á tei, sem hitað er við trjákvisti, leðurstubba og einstaka sinn- um fá þeir matskeið af glyssiríni. Undir þessum kringumstæðum dragast þeir áfram, áreynslan var mannlegum kröftum um megn, skófatnaður þeirra er slitinn upp, svo þeir ganga næstum berfættir, og þeir eru svo aðfram- komnir, að þeir geta aðeins stutta stund í senn staðið uppréttir, og dragast spöl áfram, en hin mikla eining ríkir meðal þeirra til hins síðasta. Einn þeirra, Erichsen, fær kal á fæturna, og verður að fá aðgerðir hvað eftir annað. Hann biður um að fá að liggja og verða eftir til að seinka þeim ekki, en það mega félagar hans ekki heyra nefnt, og þótt þeir séu örmagna draga þeir hann með sér á sleða, þar til hann fellur saman, og deyr fyrstur þeirra félaga. Eina nóttina var de Long að deyja úr kulda, en Alexey lánaði honum þá selskinnið sitt, lagðist hjá honum og vermdi hann. Sunnudags guðs- þjónustu halda þeir alltaf, og de Long hefir ekki gefið vonina frá sér, hann skrifar: ,,Ég veit að- sá, sem hingað til hefur hjálpað okkur í mestu neyðinni lætur okkur ekki bugast nú“. Hinn 9. okt. um fjórum mánuðum eftir að ,,Jeanetta“ sökk í ísnum verða þeir að gefa alla von frá sér, um að geta haldið hópinn til byggða Þeir tveir hraustustu úr flokknum, Niedemann og Noros eru því sendir á undan að ná í hjálp, og á meðan áttu hinir að reyna að dragast áfram eftir mætti. Eftir þrælslegt 14 daga ferðalag, heppnaðist þessum tveim mönnum að ná til byggða, og höfðu oft verið að því komnir að gefast upp. Þeir hittu innfæddan kynflokk, en gátu ekki gert sig skiljanlega, og urðu að fá þá i fylgd með sér lengra suðureftir. Sér til mikillar undrunar hittu þeir þar Melville, hann hafði komið á sínum bát austur við óshólmana, hitt innfædda menn og komist hingað. Strax tveim dögum síðar, 4. nóv. er hann kominn á leið norð- ur eftir með innfæddum mönnum og hundasleð- um í fylgd með sér. Þeir leita án afláts í þrjár vikur, en heppnast ekki að finna de Long og menn hans, sem einmitt um það leyti hafa verið látnir. 238 VtKlNGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.