Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 14
F iskiðnaðarvélar Styrjaldarlokin nálgast nú óðum, og banda- mannaþjóðirnar sem sjá nú sigurinn færast óð- fluga í hendur sér, eru fyrir löngu farnar að undirbúa stórkostlegar atvinnu framfarir og framleiðsluaukningu. E nhér á íslandi, verður þess lítið vart, að hugsað sé til annars, en að reka tvo aðal at- vinnuvegi þjóðarinnar á sama mátann „eins og í gamla daga“, fer að verða óhætt að segja, sam- anborið við þær stórstígu framfarir sem vitað er að framundan eru hjá öðrum þjóðum á at- vinnusviðinu. Þó má segja að smá glampa hafi brugðið fyr- ir, er sú frétt barst nýlega að Jóhannees Bjarnaszon vélaverkfræðingur, sem mun vera ungur og áhugasamur maður, hefði að tilhlutan Vilhjálms Þór atvinnumálaráðherra farið til Ameríku nýlega og tekist að festa kaup á 20 mismunandi landbúnaðarvélum til reynslu hér heima og síðar myndu þær keyptar í stórum stíl, ef vel reyndust. Og er slíkt gleðilegt að heyra. En þeim sem eitthvað hugsa um málefni sjávarútvegsins, verður þungt í huga, að sjá hve hörmulega lítið gerist í þá átt, að notfæra sér eldri og nýrri tækni í hagnýtingu sjávaraf- urða, auk þess sem sjálf atvinnutækin úreldast óðfluga og grotna niður. Það eru nú liðin rúm þrjátíu ár, frá því byrjað var að gera tilraunir með allskonar fisk- verkunarvélar, en á því sviði var um mikla erf- iðleika að ræða, til þess að gagni kæmi, vegna margbreytileika tegundanna og mismunandi stærðar og annað þessháttar, enda reyndist að eins örlítill hluti þeirra véla, er framleiddai1 voru, nýtilegar, en nokkrum verksmiðjum tókst að smíða vélar sem voru hreinustu furðuverk mannsandans. Nordeutscher Maschinenbau, Lúbeck var eitt þessai'a fyrirtækja og var farin að senda vélar víðsvegar um heim. skömmu fyrir styrjöldina. Þjóðverjar stóðu mjög framarlega í þessum efnum. Á fiskmarkaðnum í Cuxhaven, Ham- borg og Wesermunde unnu fiskverkunarvélar að fiskflökun og tilreioingu allan sólarhringinn, vélar sem mátu afgreitt frá 3000 til 5000 flök á klukkustund. Um 70% af aflanum sem að barst var flakaður, en úrgangur fluttur í fiski- mjölsverksmiðjur. En vélarnar voru mjög dýr- ar og fiskiðnfyrirtækin höfðu þær að leigu frá verksmiðjunni sem smíðaði þær. Aðeins eitt fyrirtæki átti 12 vélar og kostaði hver þeirra um 30.000 ríkismörk á þeim tíma. En Þjóðverjar færðu betur út kvíarnar. í júnímánuði 1939 var t. d. verið að byggja stórt hraðfrystiskip, sem var útbúið öllum fiskverk- unarvélum, þá kunnum. Og á smærri skipum voru Þjóðverjar einnig farnir í stríðsbyrjun, að nota ýmsar vélar til fiskaðgerðar, t. d. voru hin nýrri síldveiðiskip þeirra farin að hafa um borð vélar, sem flökuðu aflan nýjan. Margir munu minnast þess einnig, er fiski- fulltrúi norsku stjórnarinnar í London, er hér var á ferð, skýrði frá því, að Bretum hefði tek- ist í október 1940 að sökkva fyrir Þjóðverjum 15.000 smálesta hraðfrystiskipi nýju, við Norð- ur-Noreg, sem þar átti að taka afla hinna smærri skipa og flytja til Þýzkalands. En það eru eðlilega fleiri framtakssamar þjóðir, sem hafa sinnt þessum málum. Amefíku- menn standa einnig framarlega í þessu efni, og einkum síðan styrjöldin braust út hafa orðið þar stórstígar framkvæmdir. Meðal annars hafa þeir byrjað á því í lxiðnaðinum að útbúa veiðiskipin með niðursuðu útbúnaði, þannig að fiskurinn er kominn niður í dósir, flakaður, þveginn og tilreyddur um klukkustund eftir að hann kemur upp úr sjónum. Mér er ekki með vissu kunnugt um hvað Norðurlandaþjóðirnar, Rússar eða Englending- ar hafa aðhafst í þessum efnum, en allir vita sem eitthvað fylgjast með, að þær leggja fram nú þegar tugi miljóna eingöngu viðvíkjandi fiskveiðum eins og t. d. Englendingar, og sjálf- sagt fleiri, og norska stjórnin í London hefur sett upp sérstakt ráðuneyti er hefir með hönd- um birgða- og viðreisnarmál í Noregi feftir styrjöldina, oghafa ekki í því sambandi gleymt fiskiðnaðinum. En hér á íslandi gerist furðu- lega lítið. Fiskiðnaðarvél. 246 VÍKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.