Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Side 24
Slysavarnamálefni
Björgunarstöð í Vatnagörðum?
Slysavarnafélag íslands hefur nú á prjónun-
ýmsar ráðagerðir til umbóta í slysavarnamál-
um og til að auka starfsemi sína, eftir því sem
hinn nýji skrifstofustjóri félagsins hefur tjáð
blaðinu. Jón E. Bergsveinsson erindreki hefur
að undanförnu verið í eftirlitsferðalagi til
björgunarstöðva út um land. Þá hefur og Jón
Oddgeir Jónsson fulltrúi dvalið á ýmsum stöð-
um við Eyjafjörð og haldið þar námskeið.
Á sameiginlegum fundi stjórna Slysavarna-
félags Islands og „Ingólfs", kom til umræðu að
Slysavarnafélag íslands hefði samvinnu við
Reykjavíkurhöfn um sérstakan björgunarút-
búnað á dráttar- og hafnsögumanna-báti þeim
sem höfnin hefur í hyggju að byggja. Forseti
félagsins, Guðbjartur Ólafsson hafði framsögu
í málinu. Nokkrar umræður urðu um þetta mál.
Vildu menn að þetta yrði vel athugað með hlið-
sjón af reynslu annara þjóða í þessum efnum og
beztu tækjum fáanlegum. Samþykkt var eftir-
farandi tillaga frá Sigurjóni A. Ólafssyni:
„Stjórn Slysavarnafélags íslands og slysa-
varnadeildarinnar „lngólfur“ á sameiginlegum
fundi 7. júlí 1944 samþykkja, að fela forseta
félagsins, skrifstofustjóra Henry Hálfdánssyni
og Ársæli Jónssyni kafara að ræða við hafnar-
stjóra og hafnarstjórn Reykjavíkur um mögu-
leika á því að hinn fyrirhugaði dráttarbátur og
hafnsögumannsbátur geti einnig orðið hæfur til
þess að vera björgunarbátur, sem Slysavarnafé-
lag Islands geti gripið til í aðkallandi nauðsyn.
Um leið athugi sömu menn, með hvaða skilyrð-
um slík samvinna mættitakast“.
Þá var samþykkt að taka málaleitun Sjó-
mannadagsráðsins um sameiginlegt báta- og
birgðahús og gera gangskör að því að fá heppi-
legan stað fyrir húsið og hefja svo framkvæmd-
ir eins fljótt og mögulegt væri. Samþykkt var
Björgunarbátastöð í Bandarikjunum.
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Islands.
Ritstj. og ábyrgðarm.: HALLDÓR JÓNSSON
Ritnefnd:
Ilallgrímur Jónsson vélstjóri; Þorvarður Björns-
son hafnsögumaður; Henry Hálfdánsson loft-
skeytamaður; Konráð Gíslason stýrimaður;
Grímur Þorkellsson, stýrimaður, Pétur Sigurðs-
son sjóliðsforingi.
Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar
árgangurinn 20 krónur.
Ritst.iórn og afgreiðsla er á Bárugötu 2, Reykja-
vík. Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, —
Reylcjavík. Sími 5653.
Prentaö í Isafoldarprentsmiöju h.f.
að fela Sæmundi E. Ólafssyni og Henry Hálf-
dánssyni að finna heppilegan stað fyrir báta-
stöðina.
Samþykkt var að forseti félagsins, Ársæll
Jónasson, Þorgrímur Sigurðsson, Ólafur Þórð-
arson og erindreki færu til Sandgerðis til að
skoða björgunarbátinn Þorstein og möguleika á
að flytja hann til Reykjavíkur til starfrækslú
þar ef samvinna fæst um það við viðkomandi
aðila.
Nefnd sú, sem falið var að fir.na heppilegan
stað fyrir bátahús og björgunarstöð hefur nú
skilað áliti sínu og leggur eindregið til að björg-
unarstöðin verði höfð í Vatnagörðum.
Skortur á síldarmjölspokum.
Á Siglufirði var búizt við löndunarstöðvun vegna
þess, að atvinnumálaráðherra varð ekki við beiðni
stjórnar verksmiðjanna 21. júlí s.l. um útflutnings-
leyfi á 50 þús. sekkjum á síldarmjöli, nema að
minna en hálfu leyti. Leyfi ráðuneytisins fekkst
ekki fyrr en 24. ágúst, er síldarhrotan hafði staðið
í 11 daga. í vor og sumar tókst ekki að útvega frá
Englandi nema % hluta af síldarmjölspokum þeim,
sem pantaðir voru með milligöngu viðskiptaráðs og
atvinnumálaráðherra. Undanfarin ár höfðu hins veg-
ar fengizt þeir pokar, sem um var beðið.
Eina úrræðið nú til þess að hindra stöðvun flot-
ans er, að nægilega mikið síldarmjöl verði tekið úr
birgðageymslum verksmiðjanna, til þess að rúm
fáist fyrir stíur fyrir laust mjöl. Von er um að
2000 tonn verði tekin fljótlega, en það þyrfti strax
að rýma 40 þúsund sekkjum á Siglufirði og 20 þús.
á Raufarhöfn.
Trúlofunarhringar,
BORÐBÚNAÐUR,
TÆKIFÆRISGJAFIR í góðu úrvali.
Guðm. Andrésson, gullsmiður,
Laugaveg 50 — Slmi 3769
256
VlKINGUR