Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 7
Þeir sem björguðust, þar á meðal Dauen-
hovver, fóru heim til Ameríku, en Melville, Nide-
mann og Noros urðu eftir og hefja aftur leit
um vorið 1882, þá finna þeir staðinn, þar sem
de Long og síðustu félagar hans höfðu dregist
til, áður en þeir dóu. Þar liggja lík þeirra, og
við hlið de Longs liggur dagbókin, sem hann
hafði með hetjudáð og styrk fært fram að and-
látinu. Siðustu skýrslurnar í bókinni, þó stutt-
orðar séu, eru hin átakanlegasta frásögn um
síðustu daga þeirra. Hann segir frá hvernig þeir
hver eftir annan, þrutu að kröftum og dóu.
Hvernig læknirinn skírði Alexey, rétt áður en
hann andaðist, og hvernig einn þeirra, Collins,
á þessum örlagastundum, hélt upp á fertugsaf-
mæli sitt. Stöðugt verða frásagnirnar fáorðari:
Tvær síðustu blaðsíðurnar í dagbókinni eru
þannig:
Föstudagur h. 21. október 131. dagur: Kaack
fannst andaður um miðnætti milli min og lækn-
isins, Lee lést um hádegisbilið. Bænir lesnar yfir
sjúkum, þegar við sáum að hann var að dauða
kominn.
Laugardagur h. 22. október 132. dagur: Of
veikburða til að bera lík Lees og Kaacks út á
ísinn. Læknirinn, Collings og ég komum þeim
spöl frá, svo við horfum ekki á þau, síðan kom
yfir mig mók aftur.
Sunnudagur h. 23. október. 134. dagur: Allir
mjög veikburða, sofa eða liggja allan daginn.
Náði dálitlu brenni fyrir dimminguna. Las kafla
úr texta dagsins. Tókum út í fótunum. Enginn
skófatnaður.
Mánudagur h. 25. október. 134. dagur: Hörð
nótt.
Þriðjudagur h. 25. október. 135. dagur.
Miðvikudagur h. 26. október. 136 dagur.
Fimmtudagur h. 27. október. 137. dagur:
Iveson bugaðist.
Föstudagur h. 28. október 138. dagur: Iveson
lézt snemma um morguninn.
Laugardagur h. 29. október 139. dagur Dressler
dó um nóttina.
Sunnudagur 30. október. 140. dagur: Bagd og
Gertz dóu í nótt. Mr. Collins er í dauðanum.
Melville og hjálparmenn hans grófu lík félaga
sinna, þeir bjuggu til óbrotinn kross úr greinar-
stofnum, sem þeir fundu og settu á gröfina.
Þriðja bátinn færði Chipp, hans var gaum-
gæfilega leitað, en aldrei hefir til hans spurst.
Þrátt fyrir góðan útbúnað, dugnað og áhuga,
varð árangurinn af leiðangri ,,Jeanetta“ full-
kominn ósigur. Aðeins 13 af 33 mönnum komu
heim aftur. Fundur þessara þriggja litlu íshafs-
eyja, og aðrar athuganir, sem gerðar voru með
nákvæmni og kostgæfni, var ekkert á móti því
mikla takmarki, sem menn höfðu sett sér. En
ósigurinn er líka jafn mikilvægt skilyrði fyrir
framgangi mannkynsins eins og sigurinn. Það
er í gegnum ósigur einstaklinganna, sem mann-
kynið fær sína dýrustu reynslu. Vegna ósigurs-
ins eru byggðar brýr til nýrra sigra, og ósigur
de Longs hafði sína miklu þýðingu.
I fyrsta lagi sást það, að þessi leið í Ishafinu
er ófær skipum. Það er tilraun, sem fyr eða
síðar varð að gera. Hún varð dýi’keypt, en svona
dýrt getur það verið fyrir mannkynið að kom-
ast eitt hænufet áfram í þekkingunni.
í öðru lagi átti þessi ósigur sinn skerf í að
leysa mál, sem þá var á döfinni, sem sé það, að
stórir leiðangrar eiga ekki erindi inn á svæði
heimskautalandanna hversu vel, sem þeir væru
útbúnir. Hversu sterkt, sem skipið er væri það
ofurselt magni ískyngisins, og hinn öflugasti leið-
angur, gæti ekki haft svo miklar vistarbirgðir,
að örugt væri fyrir hungurdauðanum. Einmitt
hinn þungi útbúnaður, einkum bátarnir, urðu
áhöfn „Jeanetta" hinn mesti farartálmi á baka-
leiðinni. Maður getur ekki treyst á náttúrufarið,
en verður að haga sér eftir því, eins og eskimó-
arnir i byggðu héruðum heimskautalandanna
hafa lært að gera gegnum aldirnar. Aðeins með
því að læra af þeim og líkjast þeim, fleyja frá
sér siðmenningu, lífsþægindum og byrgðum og
lifa sem likast villimönnum, er hægt að ná ár-
angri. Hinn ameríski sjóliðsforingi Frederick
Schvvatda hafði nokkrum árum áður sýnt fram
á þetta í fyrsta sinn, og það er á þann hátt, sem
síðari landkönnuðir hafa náð mestum árangri,
ekki síst Danir og nú á síðustu tímum Knud
Rasmundsen og Lauge Koch.
En í þi'iðja lagi hafði ,,Jeanetta“-ósigurinn
mikla þýðingu. 1 júní og júli 1884, þremur árum
eftir að ,,Jeanetta“ fórst, fannst merkilegur
fundur á gagnstæðu hlið jarðai’innar. Það var
við suðurodda Gi'ænlands, hér um bil úti fyrir
Julianehaab. Gi'ænlenskir fiskimenn fundu á ís-
jökum, sem voru á í'eki þar, mikið af fatnaði
(Frökkum, buxum, skyi’tum, sokkum og eski-
móahosum) rifrildi af tjaldi, matvælalista fest-
ann á fjöl og undii'ski’ifaðan af de Long. Skrá
yfir báta ,,Jeanettu“, dálítið af kvellhettum og
fleix’a. Þetta hefir því í’ekið yfir pólarhafið ca.
3000 kvai’tmílur á þremur árum, meðfram aust-
ursti’önd Grænlands og til suðui’odda þess. Það
hafði með öði’um orðum haldið fei’ðinni áfram,
og þar með var sannað, að það er stöðugt
straumur þvei't yfir pólarhafið frá noi’ður Asíu
til Grænlands.
Á þessari reynslu byggði Friðþjófur Nansen
með Fi’am-leiðangui’inn 1893—96, þegar hann
gerði sitt fræga rek yfir Pólarhafið, og komst,
eins og vitað er á hæstu norðurbreidd, sem þar
VlKlNGUR
239