Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Blaðsíða 10
J. E. B. Mennt er máttur Margir munu þeir vera ungu mennirnir íslenzku, sem langar til þess að verða landi sínu og þjóð til gagns og sóma nú, eftir að fullveldið er fengið og við einráðir um öll okk- ar mál. Áhugamál ungra manna eru mörg og mis- jafnleg, en hver og einn getur unnið landi og þjóð ómetanlegt gagn í hvaða stétt eða stöðu sem hann starfar í. Það er aðeins ein stétt manna, sem ég vil minnast á nokkrum orðum, sem flestum mun virðast hafa lítil tækifæri til menntunar, það eru farmennirnir eða siglingamennirnir, er sigla með ýmsum þjóðum og mörgum fremur má segja um, að eigi ráði sínum nætur stað. Siglingar eru að vísu hættuleg atvinnugrein og vandrötuð ungum mönnum, en þó fær þeim, sem karlmennið er. Af ýmsum ástæðum meiga þeir búast við að skipta um heimili (skiprúm) oftar en þeir hafa gert ráð fyrir í fyrstu. Samverkamenn (skipsfélaga, fá þeir oft nýja með mánuði hverjum. Óhollum félagsskap geta þeir átt von á að lenda í. Áfengisnautn meðal skipsfélaga er flestum ungum mönnum til leiðinda og margvíslegs ama fyrst í stað, og getur opt orð- ið býsna erfitt að losna við þátttöku í. And- legur og líkamlegur hiti og kuldi skiptast opt á hjá farmanninum. Þeir verða að gera ráð fyrir að lenda í líkamlegum og andlegum hrakningum og þurfa því að vera hraustir og harðfengir ef því er að skipta, en máltækið segir ,,af misjöfnu þrífast börnin bezt“ og það sannast oft mjög áþreifanlega á mörgum far- manninum. Aftur á móti munu það vera fáar stéttir, sem hafa jafngóð tækifæri til margskonar og fjölþættrar menntunar og siglingamennirnir, ef þeir nota frístundirnar vel. Engir eiga þess kost, að nema landafræði eins vel og þeir. Viðskipti landa og þjóða í milli, háttu og siðu, gildandi lög og reglur í daglegu lífi þjóða er þeir heimsækja, tungu- mál og m. m. fl. eiga þeir kost á að nema sér til gagns á ódýran og hagkvæman hátt flestum öðrum fremur. I flestum stórborgum, sem þeir koma til eru margskonar söfn, sem ómetanlegur fróð- leikur er að kynnast og ýmsir aðrir kosta stór- fé til að sjá og hika ékki við að verja stórfé til, í löngúm og dýrum ferðalögum og á dýr- um gististoðum. Á slíkum söfnum geta far- menn lært meira á 6—8 tíma nákvæmri at- hugiin og eftirtekt, en skólafólk á 2—3 náms- vetrum sem aðeins hafa bækur og tilsögn kenn- ara við að styðjast, jafnvel þótt á góða skóla gangi og njóti þar leiðsögu mikilhæfra kenn- ara. Á söfnunum má sjá framþróunina í ýmsum myndum. Þar geta farmennirnir t. d. séð fram- þróunina í siglingunum frá því fyrst var farið að fleyta sér á holum trjábolum yfir ár og vötn og allt til vorra tíma siglinga á hinum skrautlegustu hafskipum stórþjóðanna, sem lengst eru komnar í skipasmíðum. Þar má einnig sjá framþróunina í fiskiveiðum, land- búnaði, húsagerð, iðnaði, bókmenntum, listum, vísindum af ýmsu tagi. Á söfnum stórborganna má kynnast framþróuninni í hvaða atvinnu- grein, sem menn vilja helst kynnast og þar má margt læra, sem tæplega verður numið á öðrum stöðum eða á annan hátt. Það er útþráin og æfintýralöngunin sem . margan ungan manninn knýr til siglinganna, og það skortir sannarlega ekki á æfintýrin hjá farmanninum, þau eru á hverju strái og við hvert fótmál svo að segja jafnskjótt og far- maðurinn stígur fæti sínum á land, jafnvel þó um smástaði sé að ræða, því allsstaðar er eitt- hvað nýtt sem ber fyrir athugul augu. En æfintýrin eru misjöfn að gæðum eins og flest annað í þessum heimi. Sum eru góð, önn- ur vond. Áhrifanna gætir lengi, máske æfi- iangt. Það veiltur því á miklu fyrir unga far- inenn að komast í góðu og skemmtilegu æfin- týrin. En hvað er gert. til þess að svo megi verða? Hvað er gert til leiðbeiningar ungum íslenzkum farmönnum er í fyrsta sinn koma í erlenda höfn? Ég held að eitt af því skemmtilegasta, þarf- asta og vinsælasta starfs sem íslenzkir sendi- herrar, ræðismenn og aðrir fulltrúar íslenzkra stjórnarvalda og skipafélaga gætu gert, sé að koma á fót sérstakri upplýsingadeild við ræð- ismannaskrifstofurnar og skipaafgreiðslurnar, þar sem farmenn gætu fengið glöggar og skýr- ar upplýsingar um það markverðasta og fi’óð- legasta, sem hver bær hefur að bjóða ókunn- um farmönnum, í fyrsta sinn er þeir koma þar. Nákvæmt kort yfir bæina og það helsta, sem þeir hafa upp á að bjóða mun auðfengið í bókabúðum og hjá ferðamannafélögunum. — Þarflegt væri að þýða á íslenzku helstu atriði slíkra bæklinga. Þessum bæklingum og kortum ætti að útbýta í skip, þar sem íslendingar eru á og fyrsta daginn eða kvöldið sem sjómenn VtKINGUR 242

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.