Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 6
Vélar upp á dekk? í togurum, mótorbátum og flestum öðrum smœrri skipum, fer mikill hluti rúmsins neðan þilja undir vélar. Þannig fer í togurum jafnvel meira en helmingur skipsins undir vélarrúm. — Hef ég stundum að gamni mínu verið að hug- leiða, hvort ekki væri hægt, um leið og vélarn- ar minnka og léttast, að koma þeim fyrir á hagkvæmari hátt hcldur en áður — þannig að minna tapaðist af geymslurúmi skipsins — og jafnvel hafa þær ofan þilja! En er ég ræddi þetta mál við skipaverkfræð- inga í New York, bentu þeir mér á þekktan skipaverkfræðing þar í landi, Mr. Philip Diepple, aðstoðarmann Kaysers, sem hefur þegar hafið tilraunir með slíkt og komið fyrir hrað- gengum vélum á þilfari ílutningaskipa. Vélar þessar framleiða rafmagn, sem leitt er niður í skipið og snúa þar rafmagnsmótorum, er aftur snúa skrúfum skipsins. Átti ég samtal við Mr. Diepple um þetta efni rétt áður en ég sneri heim. Vera má að togarar framtíðarinnar verði all- frábrugðnir því, sem við eigum nú að venjast. Þannig er ekki ólíklegt að þeir verði með nýrri tegund af skiftiskrúfu. En ekki er von til þess að þeir, sem ennþá eru ekki búnir að átta sig á því hvort hentara sé að hafa dieselskip heldur en gufuskip, fari út í að byggja slíka togara! Ég gerði því heldur ekki — á teikningu þeirri, er nýlega birtist í Sjómannablaðinu Víkingur — ráð fyrir neinum nýjungum öðrum heldur en þeim, sem þegar eru þrautreyndar. Rafmagnstogspil. Á dieseltogurum má búast við að notaðar verði rafknúnar togvindur og hafa rafmagns- togvindur þessar verið reyndar í Bandaríkjun- um um 17 ára skeið og gefist vel. Viðhaldið hef- ur verið mjög lítið. Hef ég staðgóðar upplýsing- ar um það frá bæði breskum og amerískum verksmiðjum, að rafmagnstogvindur jafnist fyllilega á við gufutogvindur. Það er því ástæðulaus ótti, sem sumir útgerð- armenn eiga við að stríða, að ekki muni óhætt að treysta á rafmagnstogvindur. Álít jeg það mjög illa farið ef sleppt verður nú því tækifæri sem býðst, til þess að lcaupa inn i landið nokkra nýtízku dieseltogara. En þegar er séð að það muni a. m. k. dragast á langinn. íslenzk véliðja — Öskubuska. Nú er ekki talað um annað meir en nýsköpun og menn vona að ekki lendi við orðin tóm. En íslenzk véliðja má vissulega ekki verða útundan. Járniðnaður er okkur t. d. mjög nauðsynlegur í samstarfi við hina auknu vélanotkun lands- manna. Fisksalan í Reykjavík Matvælaframleiðsla fslendinga er eins og kunnugt er, mjög fábrotin. Hún er aðallega fiskmeti, kjöt, mjólkurafurðir og garðávextir. Næstum því allar aðrar fæðutegundir verður að kaupa frá öðrum löndum og greiða fyrir þær með fiski, því ekki er af öðru að taka svo telj- andi sé, þar sem framleiðsla landbúnaðaraf- urða stenzt ekki samkeppni við sams konar framleiðslu annarra landa á erlendum markaði, vegna þess, hve jarðvegur er hér ófrjór og veðr- átta slæm. Við eigum því ekki að framleiða landbúnaðarvörur fyrir erlendan markað en kappkosta að vei’a sjálfum okkur nógir á því sviði og auka neyzluna á öllum innlendum mat- vælum sem mest má verða. Því það dregur úr þörfinni fyrir matarkaup erlendis frá, en sú króna sem til þess er notuð, er kvödd í síðasta sinn. Þetta er svo sjálfsagður hlutur að ekki ætti að þurfa um það að tala. En því miður er reyndin allt önnur. Miklu meira er hægt að drekka af mjólk en gert er og miklu meira er hægt að borða af kjöti og sjávarafurðum en gert er. Ástæðan fyrir því að ekki er borðað meira af hinni innlendu framleiðslu er þó ekki neyt- endum að kenna. En framleiðendur og þeir sem vöruna hafa á boðstólum, virðast aftur á móti láta sér í léttu rúmi liggja, hvort nokkuð er keypt af þeim eða ekki. Því neytendum er tor- veldað sem mest má verða, að veita sér þessar innlendu fæðutegundir með alls konar milliliða stai’fsemi, sleifarlagi og okri. Á þetta þó ekki hvað sízt við um fiskinn, en hann er einmitt sú fæðutegund, sem mest er til af og gæti verið ódýrastur, auk þess sem nýr fiskur, lifur og Til þess að vel megi takast, er nauðsynlegt að vöxtur iðnaðarins sé ekki stýfður, hvorki með því að torvelda iðnnám með lögum — eða með verðlagseftirliti, sem sérstaklega hefnist á þeim fyrirtækjum, sem reist eru nú — enda þótt tím- arnir séu dýrir — og sem öðrum fremur leitast við að hagnýta nýtísku vélar. En þannig er þetta núna. Faglærðir menn eru ekki fáanlegir, afköstin því léleg og vinnan dýr, án þess að nokkur hagnist. En svo í viðbót verðlagseftirlitið eins og staurblindur risi, fálmandi í helli sínum. Hér er á ferðinni eitthvert alvarlegasta vandamál þjóðarinnar, sem krefst tafarlausra aðgerða. fslenzk véliðja — ekki síður en önnur iðja — verður að fá að dafna og þroskast í samræmi, við vaxandi þarfir sjávarútvegsins og iðnaðar- ins. Einnig hún þarf að eiga sinn þátt í nýsköp- uninni. 110 VÍKINGUn

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.