Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 21
Pétur Sigur'Ssson: Mið fyrir siglingu á Reykjarfjörð í 1.—2. tbl. „Yíkingsins“ í ár, ritaði ég stutta grein um sjómælingar á Húnaflóa tvö síðastl. sumur, og var þar m. a. tekið fram, að all- margar myndir hefðu verið teiknaðar af miðum fyrir siglingu á Reykjarfjörð. Voru þar einnig birtar tvær myndir, önnur af landsýn við f jörð- inn, en hin ný mynd af miðinu milli grunnanna Létthöfða og Barms. Þar sem sigling er nú orðin mjög mikil á Reykjarfjörð (Djúpavík), sérstaklega um síld- veiðitímann, sem nú fer í hönd, þá hefur þótt rétt að birta þessar myndir strax ásamt nokkr- um leiðbeiningum. Raunverulega eigá mynd- irnar heima í íslenzku leiðsögubókinni í kaflan- um um siglingu á Reykjarfjörð, og eru menn því beðnir að nota þær í samræmi við hana. Að öðru leyti þarf ekki að fjölyrða um þessi mál. Öll miðin eru gömul og þekkt, — aðeins myndirnar nýjar. Miö fyrir sunnan Marhnútayrunn: „Stóri-Hnúkur alveg laus við Sætrafjall". Þetta er algengasta miðið inn Reykjarfjörð, þegar komið er norðan að, hvort heldur fyrir utan eða innan Barm, því miðið leiðir einnig fyrir sunnan Rifssker. Miðið er rétt tekið, þegar svonefndar Uglur, sem eru tveir klettar í norðurhlíð Stóra- Hnúks, eru komnar undan Sætrafjalli. Miö fyrir noröan fíarm: „Búrfell yfir Gjögurvita". Nær Barmi (sunnar) skyldi ekki farið. Ef illt er í sjóinn, er réttara að halda nokkru norðar, eða eftir miðinu: „Búr- fell um Kjörvogsmúla“. I' ÍKINGVR 125

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.