Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Side 19
G. Ó. Erlingsson:
Endurnýun fiskiflotans og
sjómannafræðslan
Mikið hefur undanfarið verið ritað og rætt
um nauðsyn þess, að undinn verði bráður bugur
að útvegun nýrra og nýtízku fiskiskipa til end-
yrnýjunar hinum úr sér gengna og úrelta skipa-
flota, sem afkoma landsins hefur verið byggð á
í styrjöldinni og raunar alla tíð áður.
Hið eina, sem beinlínis hefur verið tekin á-
kvörðun um í þessu sambandi, er smíði Sví-
þjóðarbátanna svonefndu og ef telja mætti fyrir-
greiðslu um smíði nýrra báta innanlands.
Það orkar tæpast tvímælis, að útvegun þess-
ara skipa er engin fullnaðarlausn á því við-
þetta fram í myrkur, en þá urðu þeir að hætta,
vegna þess, að þá sáu þeir ekki lengur til að
varast halann. Þeir vonuðu, að skatan mundi
þreytast og fara um nóttina, en hún var kyrr,
og spyrnti við skipinu eftir mætti, að því er
virtist til að reyna að stöðva það.
Um morgunirin útbjó Ahern fyrsti vélstjóri,
ásamt fleiri mönnum af vélaliði skipsins, eins
konar ífæru, sem var fest í stálstrengi frá þil-
farsvindu skipsins. Þeir komu þessum krókum
undir barðið á skötunni, þótt mjög væri viðsjár-
vert að koma nálægt henni, því að hún var jafn-
vel enn óárennilegri en daginn áður, og það var
mesta mildi, að enginn skyldi bíða bana eða
slasast hættulega undan höggum skötunnar. Á
þennan hátt var hún bókstaflega rifin af skips-
hliðinni af öllu því afli, sem til var í eimvind-
unni. Hún barðist til hins síðasta, en þegar loks
var búið að losa hana, hristi hún sig af krók-
unum og staltk sér í hafið. Loks hafði hún beðið
ósigur, og var sennilega lémagna eftir viður-
eignina við stálófreskjuna, sem hafði að líkind-
um rekizt á hana sofandi rétt undir yfirborðinu.
En þó hafði hin sigraða að nokkru leyti sig-
ur. Því að þetta er líklega eitt af mjög fáum
atvikum á sjó, að einn einstakur fiskur valdi
því, að stórt, fullhlaðið, aflmikið farmskip komi
í höfn mörgum klukkustundum á eftir áætlun.
( Þýtt úr Esquire).
fangsefni, sem liggur fyrir þjóðinni, að búa svo
að sjávarútveginum, að hann verði ávalt fær um
að gegna því hlutverki í búskap hennar, sem af
honum verður krafizt í framtíðinni. Skip þessi
eru öll smá og tiltölulega afkastalítil og ekki
til þess fallin, að taka upp samkeppni við sjávar-
útveg annarra þjóða. Til þess þurfum vér stór
og fullkomin botnvörpuskip.
Eins og áður er vikið að hér í blaðinu, kom
Gísli Halldórsson, verkfræðingur, með ákveðin
tilboð í smíði stórra og fullkominna bontvörpu-
skipa frá amerískum skipasmíðastöðvum,
snennna á þessu ári. Hann lagði tilboð þessi
fyrir nýbyggingarráð og hafa þau verið gaum-
gæfilega athuguð á mörgum fundum með út-
gerðarmönnum og sjómönnum, án þess að at-
hugun sú hafi leitt til þess, að ákveðin hafi verið
kaup á skipum eftir þeim tilboðum. Eftir upp-
lýsingum, sem ég hef fengið hjá Nýbyggingar-
ráði, þykir varhugavert, að svo komnu máli, að
semja um smíði þessara skipa, meðal annars
vegna þess, að skipasmíðastöðvar þær, sem hér
um ræðir, munu eigi hafa smíðað botnvörpu-
skip áður, og eins vegna hins, að á þeim eru
ýmsar nýjungar, sem ekki þykja hafa hlotið
næga reynslu við fiskveiðar. Loks mun verð
skipanna vera nokkur fyrirstaða, en hin ódýr-
ustu þeirra verða tæplega undir hálfri þriðju
millj. króna, þótt samið yrði um smíði allmargra
skipa.
Fyrir milligöngu sendiráðsins í Washington
hefur ríkisstjórnin fengið uppdrætti að amerísk-
um togurum, um 300 rúmlestir að stærð, frá
skipasmíðastöð, sem smíðað hefur marga tog-
ara, sem veiðar stunda við strendur Ameríku, og
eru skip þessi af sömu eða svipaðri gerð og
einhverjir þeirra. Skip þessi genga fyrir Diesel-
vélum og hafa rafmagnstogspil.
Eftir að nefnd manna hafði athugað gaum-
gæfilega allar þessar teikningar, var tekið fyrir
að semja spurningar um nothæfni nokkurra tog-
ara frá Boston af þeirri gerð, sem teikningarnar
eru af. Spurt er um dýpi, þar sem skip þessi
stunda veiðar, sjóhæfni skipanna, hvernig
VlKlNGU 11
123