Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 24
Mona Gardner:
Er kvenfólkið kjarklaust?
Ég heyrði þessa sögu fyrst í Indlandi, þar sem
almennt er talið, að hún sé sönn, þótt allir nátt-
úrufræðingar muni telja sig vita, að hún geti
ekki verið það. Síðar heyrði ég sagt, að hún
hefði birzt í tímariti skömmu fyrir heimsstyrj-
öldina fyrri. Ég hef aldrei getað grafizt fyrir
rætur sögunnar né haft upp á höfundi hennar.
Sagan gerist í Indlandi. Embættismaður einn
og frú hans hafa fjölmennt boð inni fyrir liðs-
foringja úr hernum, sendisveitarstarfsfólk og
fleiri, meðal þeirra amerískan náttúrufræðing.
Borðsalurinn er stór og rúmgóður, með mar-
maragólfi, óklæddum sperrum og stórum gler-
hurðum, sem opnast út á verönd.
Fjörugar samræður hefjast milli ungrar
stúlku, sem heldur því fram, að kvenfólk sé
vaxið upp úr því að stökkva æpandi upp á stól
ef þær sjái mús, og ofursta, sem er á gagn-
stæðri skoðun.
„Það er óhætt að reiða sig á það“, segir of-
urstinn, ,,að hvenær sem kona kemst í geðs-
hræringu, hljóðar hún upp yfir sig. Og þó að
1 sundinu brimaldan brotnaöi há
þau brot voru geigvænleg víst.
En hópurinn beið enn þá höfðanum á
í huga þess örvænting brýst.
Heilagar óskir. í brjóstunum brunnu
brennandi tárin úr augunum runnu.
Víkingur utan við andæfði og beið
að ólögin fengju sér blund.
En brimaldan veltist og varði þeim leið
og vinirnir biðu heima á grund. —
Víkingur snögglega að boðanum beygði
og Björninn á eftir mjúklega sveigði.
I sundinu brimaldan bólgnaði og svall
þótt brotsjóa væri nú hlé. —
Ognandi bylgja yfir borðstokkinn shall
það brakaði í sérhverju tré.
Inni á ströndinni andvaruar vinur
en úti á flúðunum brotsjórinn drynur.
I skjól við höfðann þeir skunduðu brátt
skelfingu liættunnar frá
En fólkið á bryggjunni hafði ei hátt
er hyllti það kappana þá.
Þeir sædrifnir voru og sigurglaðir
sægarparnir, en mjög þrekaðir.
Það bíða svo margir með trega og tár
og telja stundanna bil, —
er vinirnir berjast með svíðandi sár
og sjá varla handa skil. —
Já, margan á hafinu sáran svíður
en sárar þann, sem heima bíður.
karlmenn finni hvöt hjá sér til að fara eins að,
hafa þeir þó ögn af sjálfsögun fram yfir kven-
fólkið, svo að þeir geta stillt sig. Og það er síð-
asta ögnin, sem ríður baggamuninn."
Ameríkumaðurinn tekur ekki þátt í umræð-
unum, en fylgist með því, sem fram fer. Þegar
hann lítur á húsmóðurina, sér hann undarlega
svipbreytingu á andliti hennar. Hún starir beint
fram fyrir sig og dálitlar viprur sjást í andlits-
vöðvunum. Hún gefur indverska þjóninum, sem
stendur á bak við stól hennar, ofurlitla bendingu,
og hvíslar í eyra honum. Hann glennir snöggv-
ast upp augun og skundar út úr borðsalnum.
Enginn gestanna, annar en Ameríkumaðurinn,
sér þjóninn láta mjólkurskál á veröndina, rétt
fyrir utan opnar dyrnar.
Ameríkumaðurinn hrekkur við er hann átt-
ar sig. Á Indlandi táknar mjólkurskál aðeins
eitt: beitu fyrir nöðru. Hann veit, að kobra-
slanga hlýtur að vera í herberginu. Hann rennir
augunum upp um rjáfrið, sem er líklegasti stað-
urinn, en þar er ekkert að sjá. Þrjú horn stof-
unnar eru tóm og í hinu fjórða eru þjónarnir,
sem bíða þess, að næsti réttur skuli fram bor-
inn. Það er aðeins einn staður eftir — undir
borðinu.
Ósjálfrátt ætlar hann að stökkva upp frá
borðinu og vara hina gestina við hættunni, en
hann áttar sig í tíma á því, að naðran mundi
verða hrædd og bíta einhvern. Hann talar hratt,
rödd hans er svo ákveðin, að allir aðrir þagna.
„Mig langar til að vita, hve mikla stillingu
allir þeir, sem hér sitja, geta sýnt. Ég ætla að
telja upp í þrjú hundruð — það eru fimm mín-
útur — og enginn ykkar má hreyfa legg né lið.
Þeir, sem hreyfa sig, greiði 50 rúpíur í sekt.
Tilbúin !“
Hinir tuttugu manns sitja eins og líkneski
meðan hann telur. Hann er að segja „.... tvö
hundruð og áttatíu ....“ þegar hann sér út
undan sér, að slangan er að skríða að skálinni.
Fólkið æpir upp yfir sig þegar hann stekkur
á fætur til að skella aftur verandardyrunum.
„Þér höfðuð rétt fyrir yður, ofursti“, segir
húsbóndinn. „Nú hefur karlmaður sýnt frábæra
stillingu.“
„Bíðið andartak,“ segir Ameríkumaðurinn og
snýr sér að húsmóðurinni. „Hvernig vissuð þér,
frú Wynnes, að slangan var hérna inni?“
Það vottar fyrir brosi á vörum frúarinnar er
hún svarar: „Hún skreið yfir fótinn á mér.“
Trúlofunarhringar,
BORÐBÚNAÐUR,
TÆKIFÆRISGJAFIR í góðu úrvall.
Guðm. Andrésson, gullsmiður,
Laugaveg 50 — Slml 3769
128
VlKINGUR