Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 13
KTINNI Rithöfundur einn hafði sent konu sína upp í sveit, en var sjálfur í borginni við vinnu sína. Iívöld eitt, þegar mjög heitt var í veðri, fór hann úr öllum fötunum, nema inniskóm, og settist við ritvélina sína á miðju gólfi, beint undir Ijósakrónunni. Hann hafði gleymt því, að það var afmælisdagurinn hans. En konan hans hafði ekki gleymt því. Hún hafði látið kunningjana hafa lykil að íbúðinni, þeir höfðu út- vegað veizlumat og vínföng, læddust að dyrunum og rudd- ust inn. Sagan segir ekki, hvernig rithöfundinum og gestunum varð við. ★ Skömmu eftir að „Scharnhorst" var sökkt, birti Kauöa stjarnan í Moskvu mynd, sem sýndi sjóliða vera að hverfa í hafið. Framan til á myndinni sést Göbbels æpa í hljóð- nema: „Vér höfum unnið mikinn sigur. Þýzki neðan- sjávarflotinn hcfur í einu vetfangi aukizt um 26000 tonn. k Fjöldi manna er svo önnum kafinn við það að sjá börnum sínum fyrir brauði, að þeir gleyma, að börn lifa ekki á brauði einu saman. ★ Sumir menn verða fátækir af því að látast vera ríkir. ★ Kona getur gert mann að fífli og fífl að manni. ★ Sá, sem rís einu sinni oftar upp en hann dettur, kemst að lokurn leiðar sinnar. k í dag er sá morgundagur, sem kviðið var fyrir í gær. ★ Fáir eru ánægðir með að fá það, sem þeir eiga skilið. Nýstárlegt skip. „Sænska Ameríkulínan" hefur nú í undirbúningi smíði á nýju skipi tii Ameríkuferða. A það að verða 11000 smál. brúttó. Verður rúm í því fyrir 350 farþega og 2500 smál. af vörum. Hraðinn verður 19 mílur. Eins og myndin sýnir, er straumlínugerðinni fylgt út í æsar. Jafnvel siglutrén eru numin burtu, og reykháfur naumast stærri en það, að hægt sé að sýna á honum merki félagsins, kór- ónurnar þrjár. VtKlNGVR 117

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.