Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 8
Asgeir Sigut'Ssson: Nokkur orð um Síðan að fisksölusamningarnir við Breta voru undirritaðir, hefur nokkuð borið á því, að blöð hafa deilt á núverandi stjórn vegna samning- anna. Sérstaklega hefur nokkuð oft verið minnzt á fiskþunnildi í því sambandi. Það út af fyrir sig, að deila á stjórnarvöid landsins, getur verið eðlilegt og nauðsynlegt, ef full rök standa til, en þegar hafnar eru deilur aðeins til þess að sýna andstöðu, þá eru þær ekki afleiðing af or- sök, heldur aðeins til bölvunar. Bent hefur verið á, að illa hafi verið á málinu haldið, þar eð ekki var hægt að fá Breta til þess að samþykkja, með samningi, að áfram skyldu borðuð þunnildi í Bretlandi. Það ætti nú að liggja nokkuð ljóst fyrir, að þegar Bretar hafa ákveðið að kaupa ekki kvio þess fiskjar með, sem þeim er seldur frá frysti- húsum íslendinga, að þá er það ekki sönnun þess, að illa hafi verið samið, ef verðið fyrir bolinn er annars viðunandi, eða gott. Það sannar aðeins stefnubreytingu í mataræði Bretans, og er því tómt mál að togast á um þessa hluti. Þetta er ákvörðun, sem Bretar hafa tekið, og verður ekki breytt, fyrr en þeim býður svo við að horfa, og gildir einu hver með völdin fer í okkar landi. En þar eð það er viðurkennt af heilsufræð- ingum, að þunnildi og fiskur undan uggum sé sérstaklega holl fæða, borið saman við annan hluta fisksins, þá væri nær eð reyna að hag- nýta þessa góðu fæðu á einhvern hátt, okkur sjálfum til góðs. Má og í þessu sambandi benda á, að skiptar eru skoðanir manna um það, hvort raunverulegt tap sé fyrir frystihúsin, að hætt er sölu umrædds hluta fiskjarins til Bretlands, þ.ar er allmikil vinna fór í að plokka himnuna af þunnildunum er þau voru seld utan. Af framansögðu virðist því nokkuð hjákát- legt og út í hött að vera að togast á um þessi þunnildi í sambandi við sölusamningana, í stað þess að koma með tillögur um nýbreytni í með- ferð og hirðingu fisksins, sem til bóta stæði og öllurft landsmönnum kæmu að gagni. Vil ég benda á tilraunir Fiskimálanefndar, sem marg- ar hverjar eru mjög athyglisverðar, og verða vonandi til þess að auka og fjölhæfa fiskmarkað landsmanna að stríðinu loknu. Við þurfum rök- ræður um slíkar og þvílíkar tillögur, bæði í sjávarúlvegsmál sjávarútvegsmálum og á öðrum sviðum atvinnu- lífsins, vinsamlegt samstarf og framkvæmdir, en ekki hnútukast og stóryrði. Því verður ekki neitað, að gagngjör nýskipan atvinnulífs lands- manna verður að eiga sér stað ef okkur á að vegna vel í landinu í framtíðinni. I sambandi við sjávarútvegsmálin hefur t. d. mjög lítið verið um það rætt, hverjar skipa- stærðir muni okkur hentugastar í framtíðinni. En það er eitt af því, sem miklu máli skiptir, hvernig sicip mönnum eru fengin til starfsins og hvernig búin. Eins og menn vita, eru nú í smíðum alhnargir bátar fyrir íslendinga í Svíþjóð. Stærð þeirra er ákveðin 50 og 80 rúmlestir. Söluverðið er mjög hátt, borið saman við það verð, sem talið er að kosti að býggja sams konar skip í Bret- landi. Kemur þá í fyrsta lagi til athugunar, hvort hægt væri að fá byggð tréskip þar og hve mörg. í öðru lagi virðist hér athugandi, livort ekki væri rétt að byggja frekar aðrar stærðir, áður en lengra er gengið. Og einnig hve mikið væri hægt að byggja hérlendis og jafnvel hvort ekki væri heppilegra og aðgengi- legra að byggja sumar stærðirnar úr járni. Eg las nýlega í blaði, að fengist hefði leyfi fyrir útflutningi á allt að 50 80-rúmlesta tréskipum frá Svíþjóð, til viðbótar, ef efni væri fáanlegt eða nægjanlegt. Ég vil athuga þessar stærðir 50 og 80 rúm- lesta báta. Ég hefi átt tal um þessi mál við mjög marga fiskimenn, sem ættu að vera þessum mál- um kunnugastir. Allir virðast þeir hallast að þeirri skoðun, að 50 rúmlesta stærðin sé til- tölulega góð fyrir staðbundna útróðrarbáta, þótt sums staðar verði máske ekki komið svo stórum bátum við, svo sem í hinum smæstu veiðistöðv- um. Þessa báta má ýmist nota sem staðbundna, eða flytja þá milli veiðistöðva, og ættu þeir að vera færir í flestan sjó, ef þeir eru vel byggðir. Hins vegar eru þeir ekki fullkomin síldveiði- skip vegna þess, að stærðin er ekki næg. Held ég, að hér sé alveg rétt sjónarmið. Um 80 rúmlesta bátana er það að segja, að þeir eru sú millistærð, sem telja verður mjög óheppilega. Þeir eru of lítil síldveiðiskip, ef vel á að vera, þeir eru ekki nægilega stórir til þess að hægt sé að nota þá sem togbáta á sama dýpi VÍKINGUR 112

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.