Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 12
Hámark lélegrar skipsstjórnar veröur þaö aö teljast, að stranda á eina skerinu í öllum veraldarsjónum. Enskur listmálari, Nevinson að nafni, lá einu sinni fár- veikur, og var mjög tvísýnt um líf hans. Hann náði sér þó, og eftir að hann var orðinn albata, sagði hann þessa sögu: „Eg var með brjósthimnubólgu og upp úr henni fékk ég heiftarlega lungnabólgu, sem nærri því gerði út af við mig. Sími stóð á borði við höfðalagið, en svo var til ætlazt, að ekki væri hægt að hringja til mín. En kvöld eitt, þegar hjúkrunarkonan var farin frá mér, hringdi samt síminn. Ég rétti ósjálfrátt út hendina og svaraði veikum rómi. „Þetta er hjá dagblaðinu „Daily Blank“, var sagt í síin- ann. „Er hann ekki dáinn ennþá?“ Ég þoldi ekki að hlæja fyrir sársauka, svo að ég tók þann kostinn, að vera alvarlegur í máli, enda fannst mér málhreimur þess, sem talaði, benda til þess að sendí- sveinn blaðsins hefði verið látinn hringja, og það fannst mér virðingu minni ekki samboðið. „Nei,“ svaraði ég, „hann er enn með lífsmarki". Síðan las ég honuin fyrir grein, sem ég kvað sjúklinginn hafa óskað eftir, að yrði birt í eftirmælunum, og kvaddi síðan. „Verið þér sælir“, sagði röddin í simanum. „Og ef hann skilur við á næsta klukkutíma eða svo, viljið þér þá gjöra svo vel og láta okkur vita?“ Ég lofaði að gera það sem í mínu valdi stæði í þessu vandasama máli og hringdi af.“ ★ Þjónnin var að reyna að hughreysta fárveikan farþega. „Verið þér nú ekki svona niðurdreginn. Enginn hefur enn dáið úr sjóveiki." „Æ“, stundi sjúklingurinn. „Hvernig getið þér verið svona ónærgætinn! Það er einungis vonin um skjótan dauðdaga, sem hefur haldið í mér Íífinu hingað til!“ ★ Vopnaður ræningi réðst einu sinni að F. L. Thomason, prófessor í sálarfræði í San Francisco. Thomas var í miklum vanda staddur, en honum tókst að spinna upp svo átakanlega sögu um allskyns óheppni og hrakföll, að ræninginn gaf honum 10 cent. Prófessorinn fór heirn með tíu centin og 2000 dollara, sem hann var með í veski sínu. ★ Á F R [ Ví Pershing, hershöfðingi Bandarikjamanna í heimsstyrj- öldinni 1914—18, þurfti að fara til tannlæknis eftir að stríðinu lauk, og að ráði hans lét hann taka úr sér margar tennur. Hann varð bálreiður þegar hann komst á snoðir um, að tennur hans voru seldar sem kjörgripir undir nafninu: Tennur úr frægum hershöfðingja. Hann flýtti sér að senda menn út af örkinni til að ná tönnunum úr urnferð. Sagan getur ekki um, hvað honum varð að orði Jiegar þeir koinu með 175 jaxla, sem allir voru sagðir úr honum. ★ Svangir lifa lengst. Svangt fólk lifir lengst, — ef það er ekki of svangt. — Öruggasta leiðin til langHfis er mataræði, sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni í hóflegum skömmtum. — Þetta er niðurstaða átta ára frumlegra rannsókna, sem dr. Clive McCay, starfsmaður hjá Rockefellerstofnuninni, hefur frandcvæmt á rösklega 2500 hvítum rottum. Hvítar rottur verða fyrir samskonar áhrifum af matar- æði eins og menn. 10 dagar i lífi rottunnar samsvara nokk- urnvegin ári í mannsævinni. Allar rotturnar fengu mat íneð sömu samsetningu, og þær, sem aðeins fengu helm- ing á móti hinum rottunum, urðu langlífastar. Soltnu rotturnar sýndu hægari likamsstarfsemi. Hvít blóðkorn voru færri og hjörtu þeirra slógu aðeins 300 sinnum á míiuitu, en hjá hinum söddu rottum voru þau 400. Ork&n, sem þannig sparaðist, olli því, að þær lifðu lengur. Aldurs- forseti tilraunastöðvarinnar var mögur rotta, seni lifði 1430 daga, en það samsvarar 143 ára mannsævi. Dr. McCay gaf einum hópi af miðaldra rottum auka- skammt af sykri, öðrum liópi aukaskammt af sterkju, þeim þriðja mjólkurdúft og loks þ'eim fjórða lifur. Allir fjórir hóparnir, sem fengu of mikið af einhverri tegund fæðu, lifðu nokkurnveginn jafn Iengi. Allar dóu mikið fyrr, en ef þær hefðu haídið áfrain að eta lítið. Ofát, hvernig sem það lýsir sér, vinnur gegn langlífi. Dr. McCcy tókst ekki að finna neinar „Ianglífis“-matar- tegundir. Hann varð þess heldur ekki var, að mikið eggjahvítuinnihald matar stytti ævina. Niðurstöður rann- sókna hans eru þessar: „Etið fyrst og fremst það, sem þér þurfið. Þar næst það, sein yður langar í — en ekki of mikið af því. ★ Loftskeytamaður nokkur liafði kennt konu sinni að „morsa“. Eitt sinn höfðu þau hjónin boð inni, og er tók að líða á máltíðina, morsaði eiginmaðurinn með því að slá á disk sinn: „Er til meira kjöt?“ Það kom talsvert á hann þegar heiðursgesturinn svar- aði með þessu skeyti: „Það er alveg óþarfi. Við erum orðin södd“. 116 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.