Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Blaðsíða 22
HfcYKjARFjAROARKAMBUR. STORl-HNUKUR bÆTRATJALL REYK jARFJÖRÐUR Miö fyrir noröan Miöf jaröarboöa: „Stóri-Hnúkur laus við Reykjafjarðarkamb". Miðið leiðir einnig fyrir norðan boðana út af Byrgisvík, og er notað þegar komið er sunnan að. Miö fyrir utan Barm: „Eyjahyrna komin vel fram undan Kaldbaks- horni“. Eyjahyrna er fjallshorn fyrir ofan Eyj- ar. Hyrnan er ekki sérkennileg, nema þegar verið er í miðinu. Miðið leiðir bæði fyrir utan Barm og Marhnútagrunn. Miö fyrir austan Byryisvíkurboöa: „Speni ber í gjána í Kaldbakshorni". Miðið er notað þegar komið er sunnan að. Radíó-amatörar. 1 Bandaríkjunum er mikið um radíó-amatöra, sem margir hverjir eiga og starfrækja stórar og fullkomnar loftskeytastöðvar. Stöðvar þessar eru einungis reknar af áhugamönnum, sem eyða miklum tíma og peningum í þessu skyni, en hafa hinsvegar engar tekjur af þeim, því að þeim er óheimilt að ganga inn á svið opinberra stöðva. Margar mikilsverðar nýjungar í radíotækni hafa komið frá sumum þessara áhugamanna, enda eru ýmsir þeirra vísindamenn á þessu sviði. Þegar slys hafa borið að höndum af völdum veðra eða vatnsflóða, eru þess mörg dæmi, að amatörarnir hafi unnið ómetanlegt starf. Þeir hafa tilkynnt hver hjálpar var þörf í gegnum stöðvar sínar og bent á leiðir til að koma hjálp- inni við. Þegar símslit hafa orðið og vegir teppzt, hafa þeir oft og einatt bætt úr brýnni nauðsyn um skeytasamband á stórum svæðum, og hlotið þakklæti og viðurkenningu almennings og stjórnarvalda að launum. Það má nefna, sem eitt dæmi af mörgum um nytsemd þessara amatörstöðva, að eitt sinn var stöð í Bandaríkjunum í sambandi við aðra stöð á Kanatakeyju við Alaskaströnd. Alaskastöðin sagði Bandaríkjastöðinni frá því, að Eskimóa- kona þar í grennd lægi dauðvona í barnsnauð, enginn læknir væri nær en í 500 mílna fjar- lægð, og bað um ráðleggingar. Eigandi Banda- ríkjastöðvarinnar hringdi í lækni, skýrði málið fyrir honum, fékk hjá honum ráðleggingar, sem hann sendi síðan Alaskastöðinni, og konunni varð bjargað. Þetta atvik átti sér stað haustið 1940, áður en Bandaríkjamenn hófu þátttöku í styrjöldinni. Meðan hún stóð yfir, hefur starfsemi amatör- anna að sjálfsögðu legið niðri. Þó er ekki þar með sagt, að amatörarnir hafi verið athafna- lausir, meðan á styrjöldinni stóð, því að þeir hafa bætt úr brýnni þörf landhers, lofthers og flota Bandaríkjamanna fyrir æfða loftskeyta- menn, símritara og kunnáttumenn á sviði loft- skeytatækninnar. Nú, þegar stríðinu er lokið, hverfa þeir væntanlega flestir aftur að stöðv- um sínum og taka upp þráðinn þar sem hann var slitinn hinn 7. desember 1941. 126 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.