Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Síða 3
á Disk, svo hægt væri að gera tilraun til að
bjarga þeim, þar sem þá bæri að landi. Þegar
svo Björn fór dálítið að hressast, sagðist hon-
um svo frá, að bæði Gísli og Jón hefðu komizt
á kjöl, en sjór hefði slitið sig frá bátnum. Brim-
alda sleit Gísla af kjölnum áður en Björn fór
ór sandinum heim. Þeir drukknuðu fjórir: Gísli,
Jón, Davíð og Jóhannes, bróðir Kristínar Ingi-
mundardóttur, konu Gísla, og urðu þá 14 börn
föðurlaus, þar af 9 í ómegð.
*
Þá ætla ég að segja frá sjóhrakningi Reyk-
strendinga haustið 1859, sem getið er um í
Sögu Skagstrendinga og Skagamanna, en þar
er frásögnin að sumu leyti röng og villandi, og
hefur Gísli Konráðsson farið eftir ónákvæmum
söguheimildum.
Hinn 3. desember haustið 1859 fóru Reyk-
strendingar sjö á skipi yfir í Hofsós að sækja
kornvöru (gjafakorn, sem kallað var), er sent
hafði verið í kaupstaði. Voru á skipinu: 1. Jón
Bergsson, er tók upp ættamafnið Bergmann.
Jón lærði ytra sjómannafræði (var lærður skip-
stjóri, og oft í förum í milli landa). 2. Rögn-
valdur Jónsson. 3. Stefán Reykjalín. 4. Erlend-
ur Sigurðsson frá Daðastöðum. 5. Halldór stóri
í Hólakoti. 6. Ólafur gamli Kristjánsson, föður-
bróðir Rögnvalds. 7. Pétur húsasmiður í Jóns-
koti.
Þeir fóru frá Ingveldarstöðum í hríðarútliti,
og fór þá að hvessa á landnorðan. Þeir lentu
svo í Hofsósi og voru þar um nóttina, því aldrei
fóru Reykstrendingar í bláskammdegi yfrum
fjörðinn til baka sama dag, en það var vani að
vorinu til og í sumarkauptíðinni. Þeir, sem á
skipinu voru, urðu að skipa sér niður á bæina,
því ekki var hægt að hýsa þá í kaupstaðnum.
Morguninn eftir var kólgubakki upp á loft og
brimalda mikil. Þeir komu því seinna saman í
kaupstaðnum, heldur en ráðgert var, og voru
lengri á báðum áttum um það í slíkri tvísýnu,
hvort leggja ætti af stað með svo dýran farm,
sem ekki mátti skemmast eða eyðileggjast. Þó
varð það ofan á, að þeir fóru að bera komvör-
una á skipið, og var þá farið að líða á daginn.
Alltaf ljókkaði útlitið og brimið gekk upp. Svo
þegar þeir komu upp undir land, móts við Ing-
veldarstaði, var þar alveg ófært að lenda, enda
þá komið myrkur. Héldu þeir þá inn með strönd-
inni og ætluðu að reyna að lenda í Hólakoti,
því þar er góð lending þegar lágsjóað er. En
þá var komið myrkur og koldimm hríð að skella
á. Þá allt í einu brast á grenjandi hríð með
ofsastórviðri, svo ekki réðist við neitt. — Urðu
þeir þá að flaska undan og ryðja af farmin-
um, og varð þá metingur um það, hver ætti
að taka að sér stjómina í slíkumháska; dæmd-
ist það á Rögnvald, því hann var viðurkenndur
stjómari. Bárust þeir svona langa stund undan
stórviðrinu í hríðarsortanum, án'þess þeir gætu
haft nokkra hugmynd um hvar þeir mundu
lenda í brimskaflinum við landið. Alltaf urðu
þeir að ryðja útbyrðis af farminum, svo skipið
sykki ekki, ef það fengi stórsjó yfir sig, en
Rögnvaldur stýrði af mikilli snilli. Vissu þeir
ekki fyrri til en þeir voru komnir í organdi
brimskaflinn við land, og var þá ekki um ann-
að að gera en hleypa upp í landskaflinn upp á
líf og dauða. Sjór gekk nú yfir skipið og voru
þeir þá búnir að kasta í sjóinn kornvörufarm-
inum, nema 2y2 tn. Skipinu gátu þeir bjargað
undan sjó lítið skemmdu. Þeir sáu þá, að þá
hafði borið að landi í svokölluðum Skarðskrók
fyrir utan Gönguskarðsána. Þá fóru þeir að
bera saman ráð sín, að hvaða bæjum þeir skyldu
helzt leita; sumir vildu vaða Gönguskarðsá og
fara undan veðrinu inn að Sauðá, en Stefán
Reykjalín vildi ákafur fara upp að Skarði, og
eins Halldór stóri, en Erlendur sagðist treysta
sér til að rata á móti veðrinu hvað sem á gengi,
og lagði áherzlu á, að þeir hyrfu að því ráði.
Stefán vildi aftur á móti leita að Skarði, því
þá þurfi ekki að sækja beint á móti veðrinu.
Þá var komin svartastórhríð með gaddfrosti
og mennirnir allir sjóvotir, svo ldæði þeirra
frusu. Þar sem þeir settu upp skipið heitir
Skipagil.
Svo fékk Erlendur því ráðið, að fara á móti
veðrinu út að Innstalandi í því trausti, að þeim
tækist að finna Innstaland. Skarðskrókurinn er
langur, gamall fjöruvegur af Reykjaströndinni
til Sauðárkróks; nær að Gönguskarðsá, en þar
sem hann endar að norðan, var rudd sniðgata
upp úr honum, upp á bakkann.
Stefán vildi ekki láta af skoðun sinni, og
hvarf félögum sínum í hríðarsortanum upp fyr-
ir bakkann (sem er nokkuð hár). Halldór fór
þá í hámót á eftir honum. Hinir fimm héldu
út fjöruna, unz þeir komu að sniðgötunni, þá
var Ólafur alveg magnþrota, og gátu þeir með
herkjum komið honum upp í sniðgötuna; var
hann þá kominn alveg að dauða. Tóku þeir það
ráð að setjast niður og bíða, þangað til þeir
hefðu fulla vissu fyrir því, að hann væri dá-
inn. Við það að bíða svona á sig komnir, kóln-
aði þeim afar mikið. Þeir urðu að leiða Rögn-
vald á milli sín, því sjór hafði farið mikið í
augun á honum meðan hann var við stýrið.
Þeir drógust þó smátt og smátt í áttina að
Innstalandi, og var þá komið langt fram yfir
háttatíma, þegar þeir komu að baðstofuveggn-
um. Þá voru þeir svo þrekaðir, að enginn gat
V I K I N G U R
1B1