Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Qupperneq 4
haft sig upp á vegginn til að guða á gluggann.
Þeir gátu þó hjálpast að því að lyfta Erlendi
upp á gluggann til að guða og gera vart við sig.
Merkisbóndinn Árni Jónsson bjó þá á Innsta-
landi, og brá hann skjótt við og veitti þeim
alla aðhlynningu eins og hann bezt gat. Ámi
spurði þá aðkomumennina um hina tvo, Stefán
og Halldór. Sagði Árni, að það hefði verið hið
mesta óráð að ætla sér að finna Skarð í slíkum
hríðarsorta; sagði hann ennfremur, að þeir yrðu
,úti, nema því aðeins að þeir hefðu snúið aftur
ofan að sjónum.
Þegar búið var að koma hinum sjóhröktu
mönnum ofan í rúm og hlynna að þeim eins
og hægt var, þá kappklæddi Árni sig og gekk
svo um gólf fram í bæjardyrum, ef ske kynni
að þeir tveir, Stefán og Halldór, kæmust lifandi
þangað. Svo leið tíminn um nóttina, þangað til
klukkan 6 um morguninn; þá heyrir Árni, sem
beið í bæjardyrunum, að barið er í bæjarhurð-
ina. Hann brá við skjótt, og sá þá fannbarið
ferlíki, sem ekki líktist vanalegri mannsmynd;
var þar kominn Halldór, klökugur og fannbar-
inn. Árni reyndi svo að verka af honum klaka-
klambrið og snjóinn, áður en hann fór með hann
inn í baðstofu. Halldór var kalinn á höndum
og fótum, en ekki hættulega; var hann látinn
vera um stund niðri í köldu vatni með hendur
og fætur. Þegar hann var búinn að sofa og
hvíla sig um daginn og fá viðeigandi hress-
ingu, fór Árni og þeir félagar hans að spyrja
hann um hrakning hans, og eins um það, hvað
hefði orðið af Stefáni Reykjalín.
Því svaraði Halldór þannig: „Þegar ég kom
upp á bakkann á eftir Stefáni, sá ég ekki handa
minna skil fyrir hríðarsortanum og náttmyrkr-
inu, og sá því ekkert til Stefáns. Ég vissi þá,
að ógjörlegt var fyrir mig að fara lengra á eftir
honum og sneri svo við ofan í fjöruna aftur.
Ég gekk svo út fjöruna á móti veðrinu, unz ég
kom út að sniðgötunni; fór ég svo, þó stirður
værj, að brjótast áfram upp sniðgötuna. Sá ég
þar öll vegsummerki, er hafði mjög slæm áhrif
á mig. Á traðkinu í sniðgötunni sá ég, að fé-
lagar mínir mundu vera nýfarnir þaðan. Ég
treysti mér hvorki að rata né hafa mig áfram
út að Innstalandi móti veðrinu. Ég afréð því
að bíða eftir háfjöru og reyna svo að klöngrast
fyrir framan forvaðana út í Innstalandsvörina,
því þá þóttist ég viss að ná gilbarminum og
halda honum svo heim að bænum. Ég reyndi
svo að sparka á fjörugrjótinu og berja mér
eins og ég hafði afl til. Mér heppnaðist svo með
guðshjálp að komast út í vörina, og ná gilbarm-
inum, en oft gekk sjór yfir mig í ólögunum.
Það hjálpaði mér, að alltaf gat ég haft góða
handfestu í klettunum".
Stefán heitinn fannst aldrei (hefur að líkind-
um hrapað í Gönguskarðsárgilinu og svo lent í
ánni).
Erlendur Sigurðsson og ég vorum samtíða
á Reykjaströndinni í 20 ár, og hef ég skrifað
upp eftir honum sjóhrakningssögu þessa; hann
var skýr og greinagóður og hinn mesti dugn-
aðarmaður.
Þegar þessir sjóhrakningsmenn gistu um nótt-
ina á bæjum handan fjarðarins, svaf Ólafur
gamli Kristjánsson hjá blindum manni, sem
hafði orð á því, að bráðfeigur maður hefði sof-
ið hjá sér um nóttina.
*
Árið 1879 (8. nóvember) drukknuðu 17 menn
af fjórum skipum. Um morguninn var logn, en
brimalda mikil; það var því almennt róið beggja
vegna fjarðarins. En allt í einu gekk hann í
sunnan stórviðri, og svo seinnipart dagsins í
stólparok á suðvestan, svo sjólagið varð ægi-
lega vont.
Þó heppnaðist öllum af Reykjaströndinni að
ná landi, nema einni skipshöfn. Formaðurinn
hét Jóhann og var Stefánsson, bróðir merkis-
bóndans Stefáns Stefánssonar bónda á Heiði í
Gönguskörðum (föður þeirra séra Sigurðar í
Vigur og Stefáns skólameistara). Hann varð
að hleypa yfir fjörðinn í Gjögravík við Þórðar-
höfða. Hann var talinn af í slíku ofviðri. Á
leiðinni var hann næstum því kominn að smá-
fari á hvolfi og hékk einn maður á kjölnum;
en í stórsjónum og rokinu sá Jóhann þetta og
annar maður til, en skipið flaug undir eins
fram hjá þessu, og varaðist Jóhann að geta
um þessa sorglegu sjón. Þess var getið til, að
maðurinn, er sást á kjölnum, hafi verið Ingólf-
ur sterki, eitt hið mesta afarmenni, sem uppi
var þá í Skagafirði. Hann drukknaði við þriðja
mann á fjögra manna fari; eins drukknúðu þrír
menn af öðru fjögra manna fari, alls sex úr
Hofshreppnum. Úr Sævarlandsvíkinni drukkn-
uðu sex menn á Léttfetanum, nýjum sexæring.
Formaður á honum var Benedikt Isfirðingur.
Engir, sem á sjó voru þann dag, sáu Léttfet-
ann, svo enginn gat vitað neitt um afdrif hans.
Sigurður Víglundsson frá Selnesi drukknaði
þann dag við fimmta mann. Alls drukknuðu
þá á Skagafirði 17 menn.
Nokkur skip af Skaganum hleyptu upp í brim-
skaflinn, þar sem þau náðu fyrst landi, og var
sumum þeirra hjálpað af mönnum úr landi.
*
Árið 1891, 31. maí, drukknuðu fjórirmenn af
skipi við svokallaða kirkjuflös fram af Fagra-
1B2
VIKINEUR