Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Page 6
Andrés Guöjðnsson:
Brennsluhverfillinn í „Auris”
í 4. tölublaði Víkings þ. á., bls. 111, er minnst
á olíuflutningaskip, er hefur fjóra dieselmótora, en
ætlunin væri að taka einn þessara mótora í burtu
og láta brennsluhverfil í staðinn.
Þetta hefur nú verið gert og kom skipið, sem
heitir Auris, til Reykjavíkur 9. júní með olíufarm
til h. f. Shell á íslandi. Eigandi Auris er Anglo-
Saxon Petroleum Company, sem er eitt af dóttur-
félögum Shell, og annast félagið rekstur þeirra 200
—300 skipa, er félagið á.
M.s. Auris er að mörgu leyti merkilegt skip,
það er fyrsta enska olíuflutningaskipið, sem er
drifið með dieselmótorum, er framleiða rafmagn,
og rafmagnið drífur svo mótor, sem er ástengdur
skrúfunni.
Auris, sem er 12,250 tonn að stærð, hljóp af stokk-
unum í maí 1947, aflvélar skipsins voru fjórir
dieselmótorar af Hawthorn-Sulzer-gerðinni, 8
strokka, einvirkir með þrýstiýrun á eldsneytis-
lokun og aukahleðslu (spuercharged), hver mótor
er 1105 brennsluhestöfl, ástengdur við 830 kíló-
vatta, 3ja fasa, 50 viða, 1600 volta rafal. Skrúfu-
mótorinn er 3750 hestöfl og snýr skrúfunni 110—■
120 snúninga á mínútu.
Smíði brennsluhverfilsins stóð lengi yfir og gerð-
ar voru ótal tilraunir með hann í verksmiðjum
British Thomson Houston, en þar var hann smíð-
aður. — Brennsluhverfillinn, sem er 12000 hestöfl
að stærð, var settur í skipið haustið 1951 og 28. okt.
s. á. lagði skipið úr höfn með þrjá dieselmótora
og einn brennsluhverfil sem aflvélar, og var þar með
fyrsta verzlunarskipið, er hefur brennsluhverfil
innan borðs.
Mynd á næstu bls. sýnir brennsluhverfilinn, sem er
af hinu svonefnda opna kerfi. Loftþjappan er merkt
b. á myndinni og er sérdrifin af háþrýstihverflin-
um a, en í gegnum hann fer hið brennda loft, fyrst,
og svo í lágþrýstihverfilinn c, er drífur rafalinn d.
Hreint loft sogast inn í þjöppuna gegnum e, og fer,
eftir að hafa verið þrýst saman til hitarans f., en
VÍKINGUR
1E34