Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Side 7
hitnar af útblástursloftinu, er kemur frá lágþrýsti-
hverflinum c. Hið samanþrýsta loft fer þar næst til
brunaholsins g, þar sem hluti af loftinu blandazt
eldsneytinu, sem er spýtt inn í brunaholið, en stærsti
hluti loftsins fer í að þynna brennda loftið og lækka
hitastigið í brunaholinu og til loftstraumsins, sem
streymir inn í háþrýstihverfilinn a.
Háþrýstihverfillinn er ástengdur loftþjöppunni og
snýst 6000 snúninga á míriútu, en háþrýstihverfill-
inn er ástengdur rafal, er snýst 3000 snún. á mín.
Frá því að hverfillinn var tekinn í notkun, hefur
hann notað eldsneytisolíu frá 50 upp í 1500 Red-
wood I sekúndur (1,6° til 4,8° Engler) og mun í
framtíðinni geta unnið fyrir eldsneytisolíu af 1500
sek., eldsneytiseyðslan hefur verið 340 grömm á hest-
afl og smui’ningsolíueyðslan 3,4 lítrar á sólarhring,
hið hitafræðilega notagildi (termisk V.) reyndist
vera 21,4%.
Fyrsta ferð skipsins með hverfilinn innan borðs
var farin, sem fyrr segir, þann 28. okt. s. 1. frá
Tyne til Port Arthur í Texas, þaðan til Curacao,
sem er eyja undan ströndum Venezuela, en síðan til
baka til Rotterdam og Oslo. Alla þessa löngu leið,
alls 13211 sjómílur, var hverfillinn stöðugt í gangi,
án þess að vart yrði hinna minnstu truflana.
Með hliðsjón af þeirri góðu reynslu, sem fengizt
hafði í þessari ferð, voru nú kröfurnar enn auknar
VÍKINGUR
til hverfilsins. Skyldi hann nú einn knýja skipið í
næstu ferð yfir Atlantshafið. Var lagt upp frá
Plymouth þann 26. febrúar og komið til Curacao
þann 20 marz. Hafði þá hverfillinn knúið skipið
látlaust í 543 stundir með meðalhi’aða, 7,18 sjó-
mílur og hafði reynzt svo sem bezt varð á kosið.
Eftirtektarvert var, að þegar brennsluhverfill-
inn var einn í gangi, varð ekki hið minnsta vart
við titring, og það svo mjög, að þegar hendi var
lögð á hverfilinn, var ómögulegt að segja með vissu,
hvort hann væri í gangi eða ekki, aðeins lág loft-
suða heyrðist.
Við blaðamenn og aðra gesti, er boðið var um
borð í skipið, er það lá í Skerjafirðinum, lét skip-
stjórinn sér um munn fara þessi orð:
Fyrst fengum við eimvélina, svo fengum við
dieselmótorinn, næsta stigið er brennsluhverfillinn,
síðan verður það atómvélin.
MYNDIRNAR, sem fylgja þessari grein: Fyrsta
myndin (bls. 18Jf) er af „Auris“, — Önnur myndin
(bls. 185) sýnir stjórntæki og mæla fyrir brennslu-
hverfilinn í m. s. „Auris“. — Þriðja myndin (efst
á bls. 186 er af botnrammanum, einnig sýnir hún
þjöppur og rafal. — Fjórða myndin er af vélarúm-
inu í „Auris“. — Fimmta myndin er þverskurður
af brennsluhverflinum (sjá greinina).
1B5