Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Side 11
það er hann, sem á að borga allan kostnaðinn
af útgerðinni, og einnig skila það miklum hagn-
aði að hægt sé að halda starfseminni áfram,
og ef svo er ekki kemur sýki í atvinnulífið eða
jafnvel dauði, og er þá illa farið. Geta allir séð
hvílík hörmung er að verða fyrir slíku, og eygja
kannski þá möguleika að hægt hefði verið að
afstýra ógæfunni með ráðum og dáð. Við skul-
um því í stórum dráttum rifja upp hvað helzt
er hægt að gera til að skila góðri og ógallaðri
vöru að landi.
Á ísfisksveiðum voru sumir betri fiskimenn
Englendinga farnir að blóðga fiskinn, þ. e. þeir
stungu hann en skáru ekki á kverksigann. Þá
rann það mesta af blóðinu úr honum og hann
þoldi betur geymslu og varð fallegri útlits, því
að ekki getur blóðið bætt fiskinn. Það má vel
vera að íslendingar geri þetta nú, því að þeir
fylgjast vel með öllu því, sem betur má fara,
því að ekki vantar áhugann, enda hafa sjó-
menn nú allir verðlaun af afla. — Nú er mér
sagt að erlendir fisksölumenn krefjist þess, að
allur fiskur sé hálsskorinn og munu hrað-
frystihús hér heima hafa gert svipaðar kröfur
og virðist vera vaknaður fullur áhugi til úrbóta
á þessu sviði, og er þá vel farið.
I gamla daga höfðu sjómenn ekki verðlaun
af afla, en þó var áhuginn fyrir sölunni svo
mikill að þeir voru að veðja og dreyma um
söluna alla leiðina til útlanda, og urðu vonbrigðin
því mikil, ef út af brá. Annars er það siðferði-
leg skylda hverrar skipshafnar, að finna út hvað
verðfallinu veldur og bæta úr því eftir sínu
bezta viti, svo að það sama geti ekki endur-
tekið sig, og halda þannig áfram, þar til full-
um árangri er náð.
Á saltfisksveiðum er nauðsynlegt að blóðga
fiskinn fljótt og vel. Það er ekki nóg að skera
á kverksigann, það verður að skera niður í
hrygginn, annars verða blóðæðar eftir við hann,
og verður fiskurinn þá gulur og engin vara.
Fiskurinn má heldur ekki liggja lengi áður en
hann er blóðgaður, því að þá deyr hann og blóð-
ið hleypur út í fiskinn.
Fyrr meir var það föst regla, að hamast við
að blóðga til þess að vera búinn að blóðga úr
pokanum, þegar sá næsti kom, og var þá fisk-
urinn bráðlifandi, en nú er mér sagt, að þegar
stór höl koma, þ. e. 6—8 eða 10 pokar, þá sé
ekki hægt, sökum 12 tíma vakta, að byrja að
blóðga fyrr en búið er að ná öllum fiskinum
inn, og láta trollið út fyrir, og liggur hann þá
í einum bunka þvert yfir skipið. Og er þá ekki
ósennilegt, að fiskurinn sem neðst liggur, sé
dauður, og ef svo er, þarf ekki að leiða neinum
getum að því, hvernig vara hann er. Stóru
hölin eru kannske ekki svo ýkja tíð, en oft eru
það þau, sem bera uppi túrana, og er því þetta
atriði að mínu áliti þess vert, að því sé fullur
gaumur gefinn.
Um hausun og flatningu fiskjarins verðið
þið að njóta tilsagnar yfirmanna skipsins, og þó
að þið haldið að þið kunnið það, þá er vissast
að leita álits yfirmannsins. Það getur vel verið,
að hann vilji hafa það öðruvísi en þið hafið lært
það, og ef þið hagið ykkur eins og hann segir,
þá eruð þið réttu megin. Sá maður, sem þvær
fiskinn, hefur mikið og vandasamt verk með
höndum, því að ef það er illa af hendi leyst,
þá er fiskurinn vart söluhæfur eða jafnvel ónýt-
ur, og þar sem annar uppþvottamaðurinn þvær
upp helminginn af fiskinum, þá er sá helming-
ur góður eða vondur eftir því, hvort hann hefur
staðið vel eða illa í starfi sínu, og svo er einnig
um hinn manninn, sem vinnur á móti honum,
ef báðir vinna vel, þá er allt í lagi, ef báðir
vinna illa, þá er allur aflinn í veði.
Sú skylda hvílir á sölturunum sérstaklega,
að kvarta ef fiskurinn er illa þveginn, og skal
svo strangt eftir gengið, að sá fiskur, sem er
illa þveginn, verður að takast úr lestinni aftur,
þar til full bót er á ráðin, og má enga linkind
sýna í þessu efni.
Það er mikill vandi að salta fisk, svo að hæfi-
legt sé, og er ekki til þess treystandi nema þaul-
vönum mönnum. Hann má ekki vera of mikið
saltaður, því að þá endist ekki saltið og ekki
plássið í skipinu. Hann má ekki vera of lítið
saltaður eða missaltaður, því að þá verður fisk-
urinn úldinn og límist svo fast saman, að hann
rifnar upp og fylgir roðinu á fiskinum, sem
ofan á liggur, og verður allur loðinn. Ef tekið
er í þunnildið, þegar fiskurinn er rifinn upp,
þá rifnar það frá og er þá fiskurinn ónýtur.
Þess vegna skal alltaf, þegar saltfiskurinn er
rifinn upp, taka í sporðinn, þá heldur hann
lögun sinni. Einnig skal fiskurinn vera það
mikið saltaður og saltinu dreift um hann allan
eftir þykktinni, að hann loði hvergi saman, og
einnig skal uppþvottamaðurinn alltaf taka í
sporðinn á fiskinum og beygja hann um leið
og hann tekur fiskinn upp, svo að blóðið renni
úr dálkinum.
Það mætti kannske ætla, að þið hefðuð nokkra
þekkingu á þeim störfum, sem hér hefur verið
lýst, en málið er svo mikilsvert, að það er aldrei
of oft brýnt fyrir mönnum, að láta sér ekki
úr minni líða við störf sín hvað af hlýzt, ef
út af er brugðið, því að það er hvorki meira
né minna en það, að þegar á að selja vöruna,
þá er hún ekki söluhæf, og er þá allt erfiðið
til ónýtis og öllu því fé, sem til þurfti, á glæ
VÍKINBUR
1B9