Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Síða 15
aldrei hræðist illviðri, ötull talinn skipstjóri. Sækir aflaföngin fríð, þó freyði skafla veðrin stríð, aðgætinn er alla tíð, ekki sízt í stormi og hríð. Kristján lætur Vébjörn vel vaða breiðan flyðrumel. Heppinn formann hann ég tel, hræðist varla storm né él. Aflaföngin finnur stór fram á breiðum ufsakór, margar veiðiferðir fór af flestum talinn sinnisrór. ¥ Aldan há þó upp rísi Óskar siglir Bryndísi, áls um svið með aðgætni, ei við hræddur stórviðri. Fram á breiða fiska slóð, föngin afla sækir góð. Hátt þó syngi hrannarjóð hann ei tapar dýrum móð. * Háfs á slóð í hafróti hrindir Óli Jódísi, örfameiður ötuli, ekki hræðist stórviðri. Dregur margan drátt úr sjó, dugur aldrei bilar þó, allra mesta aflakló, öllu tekur hann með ró. ¥ Þó átta vindstig ýfðu sjó á Unu lóðir Bæring dró, þó sumum væri um og ó aðeins karl í skeggið hló. Ötull fram á ufsamó aflaföngin til sín dró, hann er einstök aflakló, aldrei hræðist storm né sjó. Kristmann Vílcing lætur létt löngubúðir hlaupa í sprett, oft þó fái á sig skvett ölduhundi stýrir nett. Afla fríðan ætíð fann, út á breiðum síldarrann, Ijúfrar veiði leita kann, lán og hagsæld styður hann. * Setur Gestur Sæunni sels á lón með hugprýði, hraustur sjós í harðræði hleypir liðugt skeiðinni. Hátt þó drynji hafsjórinn og herði róminn stormurinn, aldrei minnkar áhuginn afla að fá í bátinn sinn. * Leiðir Njörð um ýsuál, Indriði, af lífi og sál, láin þó að lyftist hál og lemji súðir hörð sem stál. Afla sækir áls á tún, þó ægistormsins geysi rún og bylgjan rísi hæst við hún hetjan slynga yglir brún. ¥ Annist drottinn áls um svið, ísfirðinga kappalið, sem að starfar sjóinn við, sinn þeim æ hann gefi frið. Þá aldan svala súðir þvær og sviftibyljum niður slær, og hættan virðist harla nær hjálpi drottins náðin kær. £tnœlki Úr dagbólc Mac Tosh’s: — Þetta er í sannleika einkennilegur bær. Tveir af borgurum bæjarins sáu í dag eitt penny á götunni. Þeir beygðu sig báðir samstundis, ráku hausana saman og rotuðust. Ég tók peninginn upp. * Skotinn Mac kom til Niagara-fossanna ásamt vini sínum, Ameríkumanni. — Veiztu það, Mac, að það er gæfuvottur að kasta pennyi í fossana. Mac hugsaði sig um stundarkorn og segir því næst: — Heyrðu mig, gamli kunningi, þú hefur líklega ekki seglgarnsspotta á þér? * Villi litli: — Pabbi, eigum við ekki að fara á aldamótahátíðina? Það kostar bara einn shilling. Faðirinn: — Næsta skipti, væni minn; næsta skipti. V í K I N □ U R 193

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.