Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 20
fallegan „ninon“-kraga, sem hann vissi, að hana lang- aði til að eiga. Þegar hann kom út þaðan, gall við öskur í slökkviliðs- vagni, svo að hann skaut sér til hliðar, en tók annars lítið eftir því, þótt slökkviliðsvagn brunaði fram hjá. Það var svo venjulegt. Lengra frá brunaði annar slökkvi- liðsvagn í sömu átt og hinn. Þá varð gamli maðurinn forvitinn. Hvað skyldi nú ganga á! Það hlaut að vera kviknað í, einhversstaðar — og það í þeirri átt, sem hann átti leið í — því að í þá átt þutu báðir vagnarnir. Þegar hann var kominn svo langt, að hann gat séð heim til sín, sá hann sér til mikillar skelfingar, að það var hans eigið hús, sem stóð í björtu báli. Hann stóð grafkyrr svo sem augnablik, lamaður. Svo hentist hann áfram eins og trylltur maður. Slökviliðsmaður reyndi að stöðva hann. „Þetta er húsið mitt“, hrópaði hann í æsingu. „Er — eru — allir lif- andi? Hefur fólkinu verið bjargað?" „Ó, herra Hartley!“ sagði ungfrú Todd og hljóp til hans, skælandi. „Ég, ég hafði blundað fyrir framan eldstóna í eldhúsinu og þegar ég vaknaði, sá ég að allt var í ljósum loga: gluggatjöldin, borðdúkurinn, þilj- urnar og —“. — „Hún Kathleen", spurði James Hartley í örvæntingu. — „Hvar er ungfrú Kathleen!“ Ungfrú Todd huldi andlitið í höndum sér og sagði kjökrandi: „Hún komst út úr húsinu um leið og ég. Og þá — og þá — „í guðsbænum, manneskja, talaðu — talaðu!“ „— þá mundi hún eftir kettlingnum uppi á loftinu. Og hún fór upp til að sækja hann“. Stór hópur manna hafði safnast saman við húsið, en slökkviliðsmennirnir héldu honum í skefjum. Eldur- inn hafði gripið fljótt um sig og slökkviliðið átti örðugt með að komast að, sökum mannfjöldans. Um dyrnar var ekki hægt að ganga sökum eldsins, og reykjarsvæla og eldtungur teygðu sig út um gluggana á neðstu hæð- inni. „Hvar var kettlingurinn? — í herberginu hennar?" spurði gamli maðurinn ákafur. Og ungfrú Todd játaði spurningunni með höfuðhreyfingu. Þessir mjóu og þröngu stigar, hugsaði James Hartley, þá var engrar undankomu auðið — eins og nú var komið. Og þessir slökkviliðsstigar — þeir náðu ekki upp á þriðju hæð. Einn slökkviliðsmaður gerði ítrekaðar tilraunir til að komast upp í húsið — það sem stiginn náði, til að bjarga stúlkunni. En hann varð að hörfa frá í hvert skipti — og honum lá við köfnun af reykjarmekkinum og æðandi eldtungurnar hótuðu bráðum bana. Það gall við óp frá mannfjöldanum, því að nú sást Kathleen við glugga á efstu hæð, með kettlinginn í fang- inu. Hún lagði hann frá sér með varúð — og brátt gall við annað óp, því nú sást að Kathleen var að snúa upp á rekkjuvoðaræmur og hnýta þær svo saman. Hún var hraðhent, en gætti þess þó, að ganga vel frá hnút- unum. Og eftir stutta stund renndi hún voðarendanum út um gluggann, en þangað upp var eldurinn ekki kom- inn, og voru því engar eldtungur þar. Það sást, að stúlk- an festi nú öðrum enda vaðsins um eitthvað í herberg- inu. En hún gerði enga tilraun til að klifra niður þetta einfalda og fljót-tilbúna björgunartæki sitt. Hún aðeins horfði niður á jörðina og á þennan hálf- tryllta mannfjölda. Hæðin var svo ógurleg niður á jörð- ina. Það var eins og taugar hennar hefðu bilað allt í einu, og hún hneig náföl og örmagna niður með um- gjörð gluggans. Áfram! Áfram með þig! hrópaði mannfjöldinn. Og menn úr björgunarliðinu fóru í stigana, til þess að taka á móti stúlkunni og hjálpa henni, þegar hún kæmi þang- að niður, sem stigamir náðu. En það var auðséð, að hún hafði misst allan kjark sinn og þrótt. Sennilegast var, að hún hefði fengið aðsvif og liðið hefði yfir hana. Allir fundu til þess, að þetta var alvörustund. Og vesalings gamli, þrekmikli James Hartley huldi nú andlit sitt höndunum. Þetta var þó of mikið! Verið þið rólegir! þrumaði sterk, skipandi karl- mannsrödd — ákveðin og hiklaus ; hún yfirgnæfði allt annað — allt nístandi víl, hræðsluóp og kveinstafi. Og gamli James Hartley leit upp og sá mann, sem hann þóttist kannast við; háan, herðabreiðan mann — axla sig óvægilega gegnum mannþyrpinguna. Maður- inn hélt á sjómannapoka í annarri hendinni og lagði hann niður hjá gamla Hartley. „Rétt lagleg heimkomu-heilsun að tarna, pabbi!“ sagði hann — með þeirri rödd, sem gamli maðurinn hafði svo hjartanlega þráð að heyra í fimm, löng ár. „Viltu passa pokann minn, pabbi? Nú er ég búinn að læra að klifra — hef æft það í fjögur — full fjögur ár — á sjónurn". „Tom“, sagði gamli maðurinn, sem nú var staðinn upp — en riðaði á fótunum, í fyrsta skipti á ævinni. Svo harkaði hann það af sér og sagði: „Þú — þú kemst ekki upp eftir þessu“. „Oh! Kvíddu því ekki, pabbi. Ég hef oft klifrað upp reiðann og eftir sleipari kaðli en þessi spotti er og í verra veðri“. Og svo hrópaði hann með drynjandi röddu til slökkviliðsmannanna: „Haldið þið bara vaðn- um þannig, að eldtungurnar nái ekki til hans!“ — Og það var engin móðurblíða í skipuninni. „Þú getur þetta ekki! Hættu við þetta“, kölluðu ein- hverjir vesalingar í mannþrönginni. En Tom virti þá ekki svars, en greip um vaðinn og las sig upp eftir honum með handaflinu einu, án þess að nota fótaaflið, las sig upp undur hratt og með allri hinni meðfæddri lipurð og snilli apanna. Allur mannfjöldinn horfði undrandi á; sumir skjálf- andi af hræðslu en aðrir með hrifningu yfir þessum óvenjulega fræknleik. Og mörgum létti, þegar Tom sveiflaði sér svo öruggur og léttilega inn um gluggann, langt fyrir ofan fjöldann. Kathleen hallaðist upp að veggnum, með lokuð augu. Hún var að reyna að safna sér hugrekki og kjarki. Hún opnaði augun, þegar hún varð vör við að einhver kom inn í herbergið til hennar. Og það, sem hún sá fyrst, voru sömu augun og hún sá á ljósmyndinni — fyrir tveimur árum. Henni fannst, að taugar hennar skylfu. En hún jafnaði sig fljótt og stóð nú þráðbein og horfði á manninn í öllum veruleika hans. Hvað var þetta! Gátu draumar orðið svona að veruleika á stund hættunnar? „Tom“, sagði hún, nær því hvíslandi. „Þú ert kominn heim“. „Já, hér er ég“, sagði hann, hressilega og glaðlega. VÍKINGUR 19B

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.