Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 2
Rep-lugerð um viðauka við ^ ^ reglugerð nr. 70 30.6.’58, um fiskveiðilandhelgi íslands fiskveiðilandhelgi. Þennan rétt okkar byggjum við á því að fiskveiðar eru okkur meiri lífsnauðsyn en noklmrri ann- arri þjóð — og að við eigum því á þessu sviði að hafa sama rétt og þær sem hafa hann mestan, að við höfðum langt fram á 19. öld 16 og 2U milna landhelgi og íslenzka þjóðin átti engan þátt í því að aðrar reglur voru upp teknar, að meirihlutifulltrúanna á Genf- arráðstefnunni var fylgjandi 12 mílna fiskveiðilandhelgi, og að laganefnd Sameinuðu þjóð- anna taldi 12 mílna landhelgi ekki andstæða alþjóðalögum. Gegn hinum lífsnauðsynlegu ráðstöfunum okkar hefir nú ver- ið ráðizt með valdi. Við höfum harðlega mótmælt þessari vald- beitingu. En við höfum ekki beitt vopnum til að verja hina nýju landhelgi okkar, en erum samt sem áður sannfærðir um, að okk- ur muni takast að sýna, að fisk- veiðar er ekki hægt að stunda undir herskipavernd. Þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið gegn okkur, eru því óraunhæfar og munu verða árangurslausar. En að banna okkur að friða fiski- miðin er sama og að banna okkur að lifa í landi okkar. Við bjuggumst við erfiðleikum. Við íslendingar höfum stund- um verið kallaðir söguþjóðin, vegna þess að við höfum skapað sögulegar bókmenntir, sem sum- ir telja nokkurs virði fyrir hinn menntaða heim. Svo mikið þekkj- um við að minnsta kosti söguna, að við vitum, að réttur smáþjóð- ar og tilvera, er ekki alltaf mik- ils metin. Við höfðum því gert ráð fyrir erfiðleikum. Forfeður okkar komu hingað yfir úthafið eftir óteljandi mann- raunir fyrir meira en 1000 ár- um og námu þetta land, óbyggt frá engum tekið. Hin fámenna íslenzka þjóð lifði af margar myrkar aldir í baráttu við óblíð náttúruöfl, einangrun og erlend 1. gr. Botnvörpu-, flotvörpu- og drag- nótaveiðar eru hvarvetna bannaðar innan línu, sem dregin er 4 sjómíl- ur utan við grunnlínu, sem ákveðin er í 1. gr. reglugerðar nr. 70 30. júní 1958. íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót, skal frá 1. september 1958 heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelgi við ísland, en þó utan við línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við grunn- linu, sbr. næstu málsgrein hér á undan, með þeim takmörkunum, sem gerðar eru hér á eftir: A. Norður- og Norð-Austurland. Frá 21°20' v. lg. að línu, sem dregin er í réttvísandi norð-austur frá Ósfles sunnan Héraðsflóa, eru botnvörpu-, flotvörpu- og dragnóta- veiðar bannaðar innan línu, sem dregin er 8 sjómílur utan við grunn- línu, svo og við Grímsey og Kol- beinsey innan við 8 sjómílna línu frá grunnlínu. B. Austurland. Frá línu sem dregin er í réttvís- andi norð-austur frá Ósfles, að línu, sem dregin er í réttvísandi suð- austur frá Hvítingum, eru botn- vörpu-, flotvörpu- og dragnótaveið- ar bannaðar í fiskveiðilandhelginni á tímabilinu frá 1. maí til 30. nóv- ember. <S>---:----------------------------- yfirráð. Sakir fátæktar stóð hún höllum fæti í þeirri baráttu. Þá vandist þjóðin við að mæta erf- iðleikunum með óbilandi þraut- seigju. Og við ætlum að lifa á- fram í landinu. Við erum einhuga í því. Við bíðum eftir úrslitum landhelgismálsins og vitum hver þau verða. Það er þrátt fyrir allt C. Suð-Ausburland. Frá línu, sem dregin er í réttvis- andi suð-austur frá Hvítingum að línu, sem dregin er í réttvísandi suður frá Ingólfshöfða, eru botn- vörpu-, flotvörpu- og dragnótaveið- ar bannaðar í fiskveiðilandhelginni fiá 1. janúar til 15. maí. D. Suðurland. Frá línu, sem dregin er í réttvís- andi suður frá Ingólfshöfða að línu, sem dregin er í réttvísandi suður frá Kötlutanga, eru botnvörpu-, fiotvörpu- og dragnótaveiðar bann- aðar innan línu, sem dregin er sex sjómílur utan við grunnlínu, á tíma- bilinu frá 1. janúar til 15. maí. Frá 20° v. Ig. til 21° v. lg. eru botnvörpu-, flotvörpu og dragnóta- veiðar bannaðar í fiskveiðilandhelg- inni á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí, svo og innan við línu, sem dregin er milli staðanna 63° 19,5' n. br., 21° v. lg. til 63°30,7' n. br„ 21°15,3' v. lg„ á sama tíma. Frá 21°15,3' v. lg. til 22°52' v. lg. eru botnvörpu-, flotvörpu- og drag- nótaveiðar bannaðar innan línu, sem dregin er átta sjómílur utan við grunnlínu, á tímabilinu frá 1. jan- úar til 15. maí. E. Suð-Vesturland, Faxaflói og Breiðafjörður. Frá 22° 52' v. lg. að línu, sem dregin er í réttvísandi vestur frá -----------------------------------<j, margt forsvarsmanna réttlætis í þessum heimi og þeir eiga beitta penna, máttug orð. Einhuga þjóð, sem hefir réttlætið sín megin og veit hvað hún vill, er og verður sterk, þótt hún sé vopnlaus og smá. Við munum aldrei hvika frá ákvörðun okkar um tólf mílna fiskveiðilandhelgi. 178 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.