Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Síða 8
Nathaniel Bowditch
Galdramaður í reikningi
Grímui Þorkelsson þýddi
Siglingafræði Nathaniels Bow-
ditch hefur verið í notkun á skip-
um, sem siglt hafa um heimshöf-
in síðan 1802. Ef lagt væri upp
í sjóferð án þess að hafa þá bók
um borð, væri það hliðstætt því
að ráða handarvana mann að
stýrinu eða setja stefnuna án
þess að hafa kompás.
Bókin heitir „The New Ameri-
can Practical Navigator". Hún
var upphaflega samin af Nath-
aniel Bowditch og gefin út af
Edmund Blunt í Newbuiy Port í
Massachusetts árið 1802. Bókinni
var strax ágætlega tekið. Af
henni gátu sjómennirnir lært
margvíslegar aðferðir við athug-
anir himinhnatta. Þá voru og í
henni margar töflur, sem nauð-
synlegar voru við útreikninga og
staðarákvarðanir. Þetta var risa-
stórt framfaraspor í vísinda-
grein, sem í þá daga var langt að
því að vera nákvæm. Bowditch
skipar ámóta sess í sögu sigling-
anna og þeir John Harrison,
Isaac Newton og Galileo Galilei.
Bowditch fæddist 1773íSalem,
Massachusetts. Foreldrar hans
voru fátækir, hann varð því
snemma að fara að vinna fyrir
sér. Tíu ára gamall var hann ráð-
inn í námsvist til veiðarfærasölu-
fyrirtækisins „Ropes & Hodges“.
Hann var ráðinn kauplaust til
níu ára, og skyldi vinnutími vera
10—12 stundir á dag, sex daga
vikunnar. Frítímar voru því af
skornum skammti. En samt lærði
hann í frítímum sínum latínu,
spænsku, frönsku og þýzku.
Sjálfsnám í þessum tungumálum
gerði hann hæfan til þess að lesa
og tileinka sér hin miklu vís-
indarit aldarinnar, og hann varð
í raun og veru fyrsta flokks
stærðfræðingur. Þar að auki bjó
hann til kvadrant, og safnaði
efni í almanak. Af einskærum á-
huga fór hann að kynna sér
landmælingar, og varð svo vel að
sér í þeirri grein, að hann mældi
og kortlagði landsspildu, sem
húsbændur hans áttu. tJtlærður
landmælingamaður var kvaddur
til þess að athuga verk hans, en
hann fann engar skekkjur eða
vankanta þar á. Þetta varð til
þess að stjórnin útnefndi hann
til aðstoðar við mælingar og
kortagerð af Salem og öðrum
bæjum þar í nágrenni. Auðsjáan-
lega var hann gæddur miklum
námsgáfum. Hann aflaði sér líka
þekkingar, sem síðar færði hon-
um ódauðlegt þakk'æti allra
þeirra manna, scm siglingar
stunda.
Árið 1795 fékk Bowditch löng-
un til þess að ráða sig á lang-
ferðaskip. Fyrstu ferðina var
hann annar stýrimaður á skipinu
„Henry“ frá Salem og annaðist
skriftir og reikningsfærslu fyrir
skipstjórann. Á hinni tólf mán-
aða löngu ferð hóf hann athug-
anir sínar, og vann að söfnun
upplýsinga á hreyfingum himin-
hnatta, vindum, sjólagi, straum-
um, djúpi sjávar o. fl. Þennan
fróðleik notaði hann síðar í sigl-
ingafræðina. Frá því í marz 1796
þar til í september 1800 fór hann
þrjár sjóferðir sem lestarstjóri á
skipinu „Astrea“ frá Salem.
Siglt var til hafna í Evrópu og
Austur-Asíu. I nóvember 1802
fór hann skipstjóri áskipið„Put-
nam“ frá Beverley, þá 29 ára
gamall. Þrettán mánuðum seinna
kom hann aftur frá Súmötru með
fullfermi af kryddvörum. I þess-
ari ferð hagnaðist hann svo vel,
að hann gat hætt siglingum fyrir
fullt og allt. En þá var hann bú-
inn að stunda þær í sjö ár. Áður
en hann hætti sjómennsku, árið
1797, hjálpaði hann Edmund
Blunt við aðendursemjasiglinga-'
fræði Moore’s. Vitað var um
margar villur í þeirri bók. Full
vissa var um tvö skip, sem höfðu
farizt vegna einnar slíkrar villu.
Bowditch fann um átta þúsund
villur alls í bókinni. Fyrir þetta
afrek var hann kjörinn meðlim-
ur bandaríska lista- og vísinda-
félagsins. Ekki má vanmeta gildi
handbókar í siglingafræði fyrir
farmenn þeirra tíma. Það var
mjög fátt, sem skipstjórar Nýja-
Englands á fyrri hluta 18. aldar
vissu ekki um sjó, skip og veður.
Skipstjóri gat sett skip sitt á
þurrt á Suðurhafseyjum og þétt
það þar fyrir hina löngu sjóferð
heim. Hann gat riggað skip upp
að nýju að öllu leyti. Hann var
fær um að fella tré og gera nýtt
mastur, ef mastur brotnaði í of-
viðri. En það var margt, sem
þessir sæfarar vissu ekki í sigl-
ingafræði. Siglingar þeirra á
fjarlægum höfum voru aðallega
samkvæmt leðarreikningi, og
margt var það skipið, sem aldrei
kom aftur vegna algerrar van-
kunnáttu skipstjórans í vísinda-
legri siglingafræði. Þetta vissi
Bowditch. Hann gerði sér líka
ljóst að handbækur þeirra tíma,
t. d. Moore’s, var mikið ábóta-
vant. Hann ákvað því að skrifa
slíka bók sjálfur, og setja í hana
eingöngu það, sem sjómenn gátu
skilið. Siglingafræði hans er ár-
angurinn. Hún leysir endanlega
mörg vandamál skipstjóra, sem
VÍKINGUR
184